GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð.
STUTTAR UMFERÐIR:
Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á bandi og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat.
ÚTAUKNING:
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu.
Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til þess að koma í veg fyrir göt.
----------------------------------------------------------
TOPPUR:
Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsi og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr.
FRAMSTYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsi og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt.
Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo að ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti.
Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur).
Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti.
LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI.
MYNSTUR:
Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar.
STUTTAR UMFERÐIR:
JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umf mismunandi eftir stærðum þannig:
STÆRÐ M:
Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki.
STÆRÐ L-XL:
Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki.
STÆRÐ XXL-XXXL:
Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki.
ALLAR STÆRÐIR:
Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðast umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrjar frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki).
Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu.
Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni.
Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki.
Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl.
BAKSTYKKI:
Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörf. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á þráð fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka.
Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er bakstykkið prjónað áfram eins og framstykkið.
HÁLSMÁL:
Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda.
FRÁGANGUR:
Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkantinn) bæði á framstykki og á bakstykki.
Mynstur
|
= sl frá réttu, br frá röngu |
|
= br frá réttu, sl frá röngu |
|
= 2 l slétt saman |
|
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir |
|
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l, uppslátturinn er prjónaður br í næstu umf, það eiga að myndast göt |
|
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l, uppslátturinn er prjónaður snúinn br í næstu umf, það eiga EKKI að myndast göt |
|
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l, uppslátturin er prjónaður sl í næstu umf, það eiga að myndast göt |
|
= takið 2 l óprjónaðar saman eins og prjóna eigi þær sl, 1 l sl, steypið þessum 2 lykkjum yfir |
|
= fitjið upp l - sjá uppskrift |
|
= prjónstefna |




I fortsættelse af min tidligere besked vil jeg her uddybe mit egentlige spørgsmål. I følge opskriften skal jeg strikke over 4 masker mindre for hver gang der vendes 3 gange i hver side ved str L , altså i alt 6 pinde (de sidste forkortede pinde). Jeg når kun at strikke 5 pinde, da jeg ved sidste forkortede pind skal strikke helt ud til kanten, for at få resten af pindene til at passe. Er det rigtigt?
17.05.2023 - 17:01DROPS Design answered:
Hej Randi, Ja det er rigtigt, så du kan starte med at strikke over alle masker fra retsiden :)
23.05.2023 kl. 09:35Jeg strikker str. L og har et spørgsmål i forbindelse med den sidste forkortede pind på forstykket inden jeg fra vrangsiden skal strikke alle masterne ud til kanten. Jeg har regnet mig frem til, at jeg skal strikke helt ud til kanten på pind nr. 10, hvis jeg skal have 8 pinde tilbage, når jeg har lukket de 48 masker i hver side på pind nr. 14. Pind 10 er også den pind, hvor jeg skal strikke den sidste forkortede pind? (Forkortede pinde 24m*2p + 6m*2 + 4m*6p - jeg når kun 5p med 4m)
15.05.2023 - 21:55DROPS Design answered:
Hej Randi, jeg forstår ikke rigtigt hvad som er spørgsmålet. Du kan strikke som du beskriver her, så er jeg sikker på at det bliver tydeligt for dig når du kommer til aflukningen :)
17.05.2023 kl. 08:42Witam serdecznie . Czy rzędy skrócone z przodu są konieczne? Czy nie wykonanie ich wpłynie jakoś na rozmiar? czy kształt? pozdrawiam
08.05.2023 - 16:20DROPS Design answered:
Witaj Ewelino, rzędy skrócone nadają nieco objętości na wysokości klatki piersiowej. Ja robiłam tą bluzeczkę dla siebie i wydaje mi się, że mogłabym spokojnie te rzędy skrócone ominąć ze względu na mały obwód biustu. Mam nadzieję, że pomogłam. Pozdrawiam!
09.05.2023 kl. 08:25On a 6 rangs raccourcis, donc le dernier se fait sur l'envers. Il est dit :"Quand les rangs raccourcis ont été tricotés, tricoter le dernier rang sur l'envers, pour que le rang suivant commence à partir de l'épaule." Si je continue mon dernier rg à l'env. , il va me manquer un rang raccourci. Est-ce que je dois tourner mon ouvrage pour tricoter à l'end jusqu'à l'épaule pour ensuite revenir à l'env jusqu'à l'autre épaule? Je suis épatée de votre service. Merci!
03.04.2023 - 13:24DROPS Design answered:
Bonjour Mme Carrier, après votre dernier rang raccourci (sur l'envers), tricotez le rang suivant sur l'endroit jusqu'à la fin du rang, tournez et vous êtes maintenant prête à tricoter votre rang suivant sur l'envers, à partir de l'épaule. Bon tricot!
11.04.2023 kl. 11:01Bonjour! Je viens de terminer mes rangs raccourcis. Les augmentations: avec un jeté et tricoter normalement au rang suivant, donc ça va former un trou? Ou on tricote une maille torse au rang suivant?
03.04.2023 - 12:45DROPS Design answered:
Bonjour Nicole, pour savoir comment tricotez les jetes dans les diagrammes A.5-A.8, consultez-vous la legende (le jete peut etre tricote torse /ovale noir; ou il est tricote normalement / on va avoir un trou a cet endroit). Bon tricot!
04.04.2023 kl. 08:05Je fais la taille médium et je voudrais être sûre de bien comprendre l'étape des rangs raccourcis sur A3 à A5. 2 rangs raccourcis à 26 m des bouts et ensuite 4 rangs raccourcis à 6 m des bouts donc 6 rangs raccourcis? Merci! Ce patron représente un bon défi mais il est magnifique.
27.03.2023 - 15:36DROPS Design answered:
Bonjour Mme Carrier, vous tricotez les mailles comme avant sur l'endroit en laissant les 26 dernières mailles non tricotées, puis vous tournez et tricotez les mailles sur l'envers comme avant jusqu'à ce qu'il reste 26 mailles, tournez. Tricotez maintenant comme avant mais tricotez 6 mailles en moins à la fin des 4 rangs suivant (vous avez en attente: 26 m + 2 x 6 m de chaque côté). Bon tricot!
27.03.2023 kl. 15:47Ska till att sticka diagram 5-8 i Belle, och förstår deras plats vid markörernas plats samt hur ett förkortat varv görs. Men på vilka varv ska jag förkorta varven och senare "öka jämnt"? Får inte grepp om när jag börjar, och hur jag fortsätter. Det står "samtidigt" men också "när x varv är stickade", och att upprepa 0 ggr till... ...hittar inte riktigt var jag börjar och slutar.
12.11.2022 - 15:27DROPS Design answered:
Hej Linda, hvilken størrelse strikker du?
16.11.2022 kl. 14:02Hi. I have finished the short rows and the pattern says you must continue to do A5 to A8 but the diagram for A5 to A8 only has 8 rows which have now been completed. How do I continue?
15.10.2022 - 06:22DROPS Design answered:
Dear Sharlene, continue repeating these 8 rows as many times as necessary. Happy knitting!
17.10.2022 kl. 00:28Bonjour, j'ai beau recompter je ne comprends pas.. je tricote en L. On dit qu'il faut tricoter 2 fois A5-A8 + 8 rangs. Mais quand je recompte : j'ai 10 rangs de rangs raccourcis + 2 rangs ou je tricote tout + 4 rangs ou je rabats. Ça me fait 16 rangs, il doit donc me rester 6 rangs de A5 à A8 hors vous indiquez qu'il en reste 8. Ou est ce que je fait l'erreur ? D'avance merci pour votre réponse ! Le modèle est superbe en tout cas et très agréable à réaliser !
19.05.2022 - 22:38DROPS Design answered:
Bonjour Mme Thibaud, effectivement, il va vous en rester 6, continuez simplement comme indiqué et rabattez les mailes des emmanchures ensuite, tout doit retomber juste. Bonne continuation!
20.05.2022 kl. 12:41Ik had voor dit patroon in maat xxxl 450 gr wol nodig. Moest 1 bol nabestellen…..
11.05.2022 - 09:03