Alice skrifaði:
Bonjour, Je fais le modèle en L. Au moment du point fantaisie je dois bien commencer à faire mes rangs raccourcis quand je commence A5 (0 rang tricotés de A5 à A8) ? Merci
10.03.2016 - 23:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Alice, en taille L, vous commencez les rangs raccourcis au 1er rang de A.5 à A.8 (aucun n'a encore été tricoté): tricotez comme indiqué au paragraphe "Point fantaisie", mais tricotez en rangs raccourcis comme indiqué au paragraphe suivant (rangs raccourcis). Bon tricot!
11.03.2016 - 09:23
Elise Feijen skrifaði:
Bij de 19de naald van A1 kom ik 2 steken tekort voor maat M. Hoe los India op?
27.02.2016 - 00:20DROPS Design svaraði:
Hoi Elise. Ik zou nakijken of je niet in een eerdere nld omslagen bent vergeten of iets verkeerd hebt gebreid.
09.03.2016 - 10:12
Henny Kjældgaard skrifaði:
Kan ikke få maskeantal til passe når man er færdig med vendepinde str. Xxl. Jeg har 66m på hver side af mønster 5-8. Der står man skal tage 6 m ud til 58. Har i en ide til hvor det er gået galt.... Mvh. Henny
19.02.2016 - 17:27DROPS Design svaraði:
Hej Henny, Hvis du strikker de første 50 m hvor du samtidig tager 6 m ud over disse 50 masker, fortsætter med alle de andre som før til du kommer om i den anden side. Når du så har 50 m tilbage så strikker du også dem samtidig som du tager 6 m ud. Fortsæt ifølge opskriften.
25.02.2016 - 16:14
Anny Jensen skrifaði:
Jeg kan ikke finde mønster 11, som skal strikkes forneden af blusen ... Hilsen Anny
18.02.2016 - 21:51DROPS Design svaraði:
Hej. Diagram A.11 hittar du mellan diagram A.1 S-M och A.1 L-XL. Lycka till!
19.02.2016 - 13:30
Nanna skrifaði:
Jeg har problemer i slutningen af mønstret foran. Når der skal strikkes vendepinde. Jeg strikker i størrelse s. Og der står i opskriften at jeg kun skal strikke en vendepind. Er det korrekt.
18.02.2016 - 18:57DROPS Design svaraði:
Hej Nanna, Ja det stemmer! God fornøjelse!
25.02.2016 - 16:21
Vicki skrifaði:
There are 2 versions of this pattern - 170 -3 and 170 - 4. 1 is sleeveless and 1 has sleeves but the material required is the same. 400 g for the small. Is this accurate?
18.02.2016 - 17:29DROPS Design svaraði:
Dear Vicki, amount of yarn in 170-4 has been updated to 250 g in first size, correction will be soon made in US-English. Happy knitting!
19.02.2016 - 09:56
Doris skrifaði:
Hallo, ich stricke diesen tollen Pulli 170-3 und bin mit dem Vorderteil fast fertig. Nun heißt es in der Anleitung, dass A 11 gestrickt werden soll. Nun kann ich leider in der Anleitung bzw. Im Diagramm A 11 nicht finden. Schon mal danke für die Antwort
15.02.2016 - 20:03DROPS Design svaraði:
A.11 finden Sie in der obersten Reihe der Diagramme, zwischen den beiden Diagrammen A.1
16.02.2016 - 12:59
Gunda Poll skrifaði:
Einfach fantastisch, diese Kollektion, wo soll ich nur anfangen, eins schöner als das andere, herrlich, danke, tausendmal danke!!!
10.02.2016 - 09:11
Janny skrifaði:
Ik heb een probleem in naald 19 maat s. Ik brei 1 r. 1 omsl. 2 av. 2 r. Samenbr. 1 omsl. 1 r. 1 omslag. 1 r. 1 omsl. 3 r. 2 st.r afh. 1 r. Afgehaals st. Over gebr. Steek. 3 r.1 omslag. 1 recht 1 omslag 1 recht 1 omslag 1 r. Afh. 1 r afgehandeld st. Overhalen. Ik kom steken tekort.
09.02.2016 - 22:18DROPS Design svaraði:
Hoi Janny. Kan je aangeven welk telpatroon het over gaat en welke maat je breit (en eventueel hoeveel st je tekort komt), dan is het voor mij wat makkelijker meekijken en helpen :-) Bvd
10.02.2016 - 15:20Elena skrifaði:
I have a problem with the pattern from row 19th of the A1 for size L There are 2stitches knit together, yo and then 3 together, yo, 2toghether. That means that there is a shortage of 2 yo. After that the pattern does not make sence
08.02.2016 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dear Elena, in A.1, size L work row 19 as follows: K1, YO, P2, K2 tog, YO, K1, YO, K1, YO, K3, sl 1 as if to K, K2 tog, psso, K3, YO, K1, YO, K1, YO, slip 1 as if to K, K1, psso, K2, YO, K1. (= 8 YOs, 2 to inc and 6 compensated by the dec). Happy knitting!
08.02.2016 - 17:15
Butterfly Heart#butterflyheartsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle með gatamynstri og V-hálsmáli. Prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. STUTTAR UMFERÐIR: Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á þræði og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 l í byrjun umf þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l í lok umf þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir (meðtaldar 2 nýjar l sem prjónað er yfir í fyrsta skiptið), 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsmáli og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr. FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsmáli og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI. MYNSTUR: Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar. STUTTAR UMFERÐIR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umferðir mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ L-XL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðasta umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrji frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki). Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörfum. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á band fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá teikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka. Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er bakstykkið prjónað áfram á sama hátt og framstykkið. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkaninn) bæði á framstykki og á bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í sléttprjóni. Setjið til baka l af 2 þráðum (á framstykki og á bakstykki) á aðra hliðina við stykkið á hringprjóna nr 4 = 80-88-96-100-108-112 l. Prjónið stuttar umf fyrir ermakúpu þannig: Byrjið á að prjóna í 25.-29.-31.-35.-43.-45. l (þ.e.a.s. það eru 24-28-30-34-42-44 l í annarri hlið sem ekki er prjónað yfir). Prjónið frá réttu 34-34-38-34-26-26 l sléttprjón, snúið við (= 22-26-28-32-40-42 l eftir í umf). Prjónið sléttprjón til baka yfir 36-36-40-36-28-28 l, snúið við. Prjónið yfir 2 l fleiri fyrir hvert skipti sem snúið er við í hvorri hlið á stykkið þar til prjónað hefur verið yfir allar l. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri), innan við 1 l í 4.-4.-2.-4.-4.-4. hverri umf alls 4-6-8-8-10-10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 72-76-80-84-88-92 l á prjóni. Prjónið 8-8-8-12-12-12 umf sléttprjón yfir allar l, setjið 1 prjónamerki í stykkið (hliðarsaum á ermi á síðar að sauma hingað). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Fitjið upp 1 kantlykkju í lok 2 næstu umf = 74-78-82-86-90-94 l. Kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni til loka. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½-2-2-1½-1-1 cm millibili 9-10-11-12-13-13 sinnum til viðbótar = 54-56-58-60-62-66 l á prjóni. Þegar ermin mælist 31-30-29-27-24-23 cm, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma upp þar sem fitjuð var upp 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Saumið sauma undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.