Magali Dias skrifaði:
Bonjour, j'en suis aux rangs raccourcis sur le devant en taille S. Si j'ai bien compris, je dois tourner sur chaque rang quand il reste 26 mailles et pendant 2 fois A5-A8 après 2rgs. Il n'y a rien d'indiquer pour la taille S. Merci d'avance de votre réponse.
27.12.2016 - 16:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dias, effectivement en taille S on ne fait que les 2 premiers rangs raccourcis, pas les autres (uniquement dans les grandes tailles). Bon tricot!
29.12.2016 - 14:40
Kathrin skrifaði:
Hallo, wenn ich das Rückenteil zunächst in Runden stricke, erhalte ich doch einen Schlauch und kein Quadrat ? Mir fehlt da leider etwas die Strickerfahrung.
04.11.2016 - 14:41DROPS Design svaraði:
Liebe Kathrin, für das Rückenteil strikt man A.1 4 Mal insg in der Breite (= in der Runde), es wird dann einen Quadrat. Unten können Sie das Video für das Vorderteil mit A.1 3 Mal.
04.11.2016 - 15:56
Sarah skrifaði:
Hello, when knitting diagrams A5 to A8, it says "Repeat A5 to A8...2-3-2-3-4-5 times in total". Is that counting the first time? So, it's really repeat 1-2-1-2-3-4 times for a total of 2-3-2-3-4-5 times? Thanks in advance for the clarification.
08.10.2016 - 23:39DROPS Design svaraði:
Hi Sarah, In the diagram, it says repeating 2-3-2-3-4-5 times in total, which means the first time is already included. If it said 2-3-2-3-4-5 times more, then you would have to include the first one.
09.10.2016 - 12:06
Emmanuelle skrifaði:
Bonjour, Je ne trouve pas la grille A.11 sur le modèle vs-010. Pouvez-vous m'éclairer ? Je vous remercie et vous félicite pour ce modèle et beaucoup d'autres. Bien à vous.
26.09.2016 - 08:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Emmanuelle, et merci. Le diagramme A.11 se trouve entre les 2 diagrammes A.1 (taille S-M et taille L-XL), il se tricote sur 2 m et 14 rangs. Bon tricot!
26.09.2016 - 11:24
Marie-José Werba skrifaði:
Bedankt voor de reactie. Ik had hetzelfde al bedacht en dat is een goede oplossing. Op een andere manier is dit niet te breien, volgens mij, en zeker niet zoals ik probeerde om het op 4 naalden te doen. Met 2 steken per naald is dat helemaal geen doen!
06.09.2016 - 18:45
Marie-José Werba skrifaði:
Wie heeft er een goede oplossing voor het breiden van het begin van het achterpand. Ik kom er niet uit. Mijn rondbreinaald is te lang en als ik op 4 nld begin, loop ik vast met alle omslagen.
02.09.2016 - 15:43DROPS Design svaraði:
Hoi Marie-José. Ik heb hetzelfde gehad :) Ik heb dan de eerste 4-6 nld heen en weer gebreid op een nld en dan op de rondbreinld/breinld zonder knop gezet als ik meer steken had (geeft meer "houdvast") Bij het afwerken heb ik dan het begin netjes dichtgenaaid.
05.09.2016 - 12:35
Marie-José Werba skrifaði:
Ik vind de patronen erg klein afgedrukt, je kunt bijna niet zien waar je omslagen moet maken die je in de volgende naald verdraaid mee moet breien. Bij het vergroten van het patroon via de printer wordt het er niet duidelijker op. Dat vind ik heel jammer, het is een erg mooi patroon.
02.09.2016 - 15:40
Anna skrifaði:
Bei mir ist es in Größe L genauso wie bei Eileen. Es bleiben nach verkürzten Reihen und Krausrippen am Vorderteil 6 Reihen im Muster übrig und nicht 8: Insgesamt im Muster A5-8 bei L 22 Reihen. 10 Reihen verkürzt + 6 Reihen kraus, bleiben 6 übrig und nicht 8! Bitte auflösen. Danke :)
24.08.2016 - 13:58
Eline skrifaði:
Beste, ik brei de trui in maat s. Ik heb de verkorte toer gebreid en hierna moet ik aan de verkeerde kant eindigen zodat ik weer bij de schouder begin, maar moet ik hiervoor dan nog een verkorte toer breien? Anders heb ik vanuit de verkeerdekant gezien geen verkorte toer gemaakt als ik door moet breien tot de schouder. Graag hulp, al vast bedankt!
16.08.2016 - 15:46DROPS Design svaraði:
De beschrijving is niet heel duidelijk inderdaad, maar als u aan elke kant even vaak gekeerd hebt, brei dan de laatste nld uit en eindig met een naald aan de verkeerde kant, zodat u verder kunt gaan aan de goede kant.
16.08.2016 - 16:14
Eileen skrifaði:
Hatte das gute Stück zur Seite gelegt und jetzt mit dem Rückenteil angefangen das Vorderteil ruht. A5-A8 soll bei Größe M 3x wiederholt werden, das macht 24 Reihen, gleichzeitig sollen nach der 6. Reihe von A5-8 3x verkürzte Reihen gestrickt werden (6 Reihen), darauf folgen noch 3 (könnten lt. Anleitung aber auch insgesamt 4 sein) Krausrippen (6 Reihen). Das sind insgesamt 18 (20?) Reihen. Nach Abschluss sollten noch 8 Reihen von A5-8 übrig bleiben, es sind aber nur 6 ?
06.08.2016 - 22:44DROPS Design svaraði:
Liebe Eileen, 3 R kraus anstatt 3 Krausrippen sollen über die äussersten M gestrickt werden. Korrektur ist jetzt gemacht, und Reiheanzahl stimmt.
02.09.2016 - 10:07
Butterfly Heart#butterflyheartsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle með gatamynstri og V-hálsmáli. Prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. STUTTAR UMFERÐIR: Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á þræði og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 l í byrjun umf þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l í lok umf þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir (meðtaldar 2 nýjar l sem prjónað er yfir í fyrsta skiptið), 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsmáli og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr. FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsmáli og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI. MYNSTUR: Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar. STUTTAR UMFERÐIR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umferðir mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ L-XL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðasta umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrji frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki). Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörfum. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á band fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá teikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka. Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er bakstykkið prjónað áfram á sama hátt og framstykkið. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkaninn) bæði á framstykki og á bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í sléttprjóni. Setjið til baka l af 2 þráðum (á framstykki og á bakstykki) á aðra hliðina við stykkið á hringprjóna nr 4 = 80-88-96-100-108-112 l. Prjónið stuttar umf fyrir ermakúpu þannig: Byrjið á að prjóna í 25.-29.-31.-35.-43.-45. l (þ.e.a.s. það eru 24-28-30-34-42-44 l í annarri hlið sem ekki er prjónað yfir). Prjónið frá réttu 34-34-38-34-26-26 l sléttprjón, snúið við (= 22-26-28-32-40-42 l eftir í umf). Prjónið sléttprjón til baka yfir 36-36-40-36-28-28 l, snúið við. Prjónið yfir 2 l fleiri fyrir hvert skipti sem snúið er við í hvorri hlið á stykkið þar til prjónað hefur verið yfir allar l. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri), innan við 1 l í 4.-4.-2.-4.-4.-4. hverri umf alls 4-6-8-8-10-10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 72-76-80-84-88-92 l á prjóni. Prjónið 8-8-8-12-12-12 umf sléttprjón yfir allar l, setjið 1 prjónamerki í stykkið (hliðarsaum á ermi á síðar að sauma hingað). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Fitjið upp 1 kantlykkju í lok 2 næstu umf = 74-78-82-86-90-94 l. Kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni til loka. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½-2-2-1½-1-1 cm millibili 9-10-11-12-13-13 sinnum til viðbótar = 54-56-58-60-62-66 l á prjóni. Þegar ermin mælist 31-30-29-27-24-23 cm, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma upp þar sem fitjuð var upp 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Saumið sauma undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.