Annika skrifaði:
Hei, pystyisittekö auttamaan minua mittojen hahmotuksessa. Teen kokoa L ja saan etukappaleen olkasaumalta kainaloon työn pituudeksi 27 cm (ohje 21 cm) ja siitä seuraava mitta alaspäin 16 cm (ohje 12 cm). Kun mitataan luomisreunasta 25 cm merkkilankaan ja merkkilangalta 24 cm + helmakuvio 3-4 cm jää luomisreunalta olkapäähän laskujeni mukaan n. 7 cm? Omassa työssäni tämä on n. 18 cm ja koko työn pituus 70 cm. Muut mitat täsmäävät. Kiitos.
20.04.2025 - 18:41DROPS Design svaraði:
Oletko tarkistanut, että neuletiheytesi vastaa ohjeessa annettua tiheyttä? Sinun tulee saada 21 silmukkaa sileää neuletta ja 28 kerrosta / 10 cm. Vaihda tarvittaessa ohuempiin puikkoihin. Voit myös käydä lähimmässä DROPS lankojen jälleenmyyjäliikkeessä, he pystyvät auttamaan sinua paikan päällä.
29.04.2025 - 16:37
Tina skrifaði:
Hej! Jag stickar storlek m och undrar om de förkortade varven ska göras i slutet av varje rapport, A5-A8, eller om de följer på varandra?
02.04.2025 - 21:37DROPS Design svaraði:
Hei Tina. De forkortede pinnene strikkes i hver side av arbeidet over de glattstrikkede maskene. A.5 og A.8 strikkes som før/etter diagram. mvh DROPS Design
07.04.2025 - 11:32
Valerie skrifaði:
Bonjour Je voudrais savoir combien de rang raccourci on doit faire pour la taille S Merci d’avance de votre réponse
18.10.2024 - 12:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Valérie, en taille S, on ne tricote que les 2 rangs raccourcis expliqués: on tricote jusqu'à ce qu'il reste 26 m à la fin du rang sur l'endroit, on tourne et on tricote le rang sur l'envers jusqu'à ce qu'il reste 26 mailles. Continuer ensuite avec le paragraphe "TOUTES LES TAILLES". Bon tricot!
18.10.2024 - 15:50
Julia skrifaði:
Liebes Drops-Team, stricke Größe M. Der Ärmel wird in verkürzten Reihen gestrickt und gleichzeitig soll abgenommen werden, in jeder 4ten R. Wie mache ich das? Stricke ich in der ersten R 34M, nehme dann ab und wende, stricke 36M und wende, stricke 38M und wende, stricke 40M (4te Reihe) nehme ab und wende wieder? Lieben Dank im Voraus
02.03.2024 - 16:00DROPS Design svaraði:
Liebe Julia, stricken Sie die verkürzten Reihen mit jeweils 2 Maschen mehr am Ende jeder Reihe, und gleichzeitig bei jeder 4. Reihe (Hin-Reihe) nehmen Sie wie unter ABNAHMETIPP: erklärt, so bei der 1. Reihe stricken Sie 36 M (in S), bei der 2. Reihe 38 M, bei der 3. Reihe 40 M, bei der 4. Reihe 42 M, dann abnehmen: bei der nächsten Reihe nehmen Sie 1 M am Anfang der Reihe + 1 M am Ende der Reihe (stricken Sie die verkürzte Reihe bis 1 M + die 2 extra Maschen übrig sind, dann stricken Sie 2 M rechts zusammen, und 1 Masche rechts, wenden = 42 M + 2 Extra Maschen - 2 Abnahmen = 42 M auf der Nadel. Viel Spaß beim stricken!
04.03.2024 - 08:09
Mina skrifaði:
Hey,stricke Größe M.Fragen zu verkürzten Reihen: Es heißt "A.5bis A.8 über die je 6 M beidseitig jedes Markierers insgesamt 3x arbeiten ..." Beim Start bestehen die Rapporte aus jeweils 6M, am Ende sind es 10M (A.5+ A.6)u.12M (A.7+A.8).Wenn ich nun erneut mit A.5 bis A.8 beginne, wie beginne ich? Verschiebe ich alles um die zugenommenen Maschen? Sieht die erste Wiederholung der Hinreihe so aus: 1M kraus re, 52M glatt re,A.5, A.6, 55M glatt re, A.7, A.8, 52M glatt re, 1 kraus re? Danke
15.02.2024 - 15:29DROPS Design svaraði:
Liebe Mina, die Diagramme wiederholen Sie wie zuvor, dh A5 und A7 über die letzten Maschen vorige Rapporter und A.6 und A.8 über die ersten Maschen vorige Rapporter. Die Zunnahmen davor/danach werden glatt rechts gestrickt, so stricken Sie A.5, Markierung, A.6 und A.7, Markierung, A.8 wie zuvor. Viel Spaß beim stricken!
16.02.2024 - 07:24
Alžběta skrifaði:
Dobrý den, chtěla jsem se zeptat jestli budete tento návod překládat i do českého jazyka? Děkuji za odpověď.
13.11.2023 - 10:39DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Alžběto, ano, určitě - během pár dnů českou verzi zveřejníme. Hezký den! Hana
20.11.2023 - 15:49
Kamilla skrifaði:
Dzień dobry, utknęłam na rękawach. Wydaje mi się, że rzędy skrócone rozumiem, w każdym rzędzie ( na prawej i lewej stronie) mam robić o dwa oczka dalej niż w rzędzie poprzednim. Niestety nie rozumiem jak W TYM SAMYM czasie mam zamykać oczka na końcu i na początku rzędu bo tak rozumiem "zamykać 4-6-8-8-10-10 razy 1 o. z każdej strony (= 2 zamknięte o.), za/przed 1 o., co 4-4-2-4-4-4 rz." skoro przerabiając rzędy skrócone nie dochodzę do pierwszego/ostatniego oczka.
01.11.2023 - 18:15
Sytske skrifaði:
Prachtig patroon. Complimenten voor diegene die dit gemaakt heeft.
11.09.2023 - 20:13
Therese Neukomm skrifaði:
Wo kann ich die Anleitung zu "Butterfly Heart" kaufen? Danke für Ihre Antwort.
15.07.2023 - 13:58DROPS Design svaraði:
Liebe Therese. Drops Design-Vorlagen sind kostenlos. Sie können drucken oder als PDF speichern, indem Sie „Drucken“ aktivieren. Viel Spass beim stricken!
20.07.2023 - 11:01
Kamilla skrifaði:
Dzień dobry Przerabiam rozmiar XXL. Skończyłam przerabiać rzędy skrócone na lewej stronie. Skończyłam na 2 oczka wcześniej niż poprzednio, obróciłam i jestem na prawej stronie i nie wiem co dalej. Czy mam na prawej stronie przerobić do końca rzędu czy tylko do momentu ostatniego obrotu rzędu skróconego. I czy "zaczynać od ramienia" oznacza od początku rzędu Pozdrawiam
09.07.2023 - 11:51DROPS Design svaraði:
Witaj Kamilo, ostatni rząd skrócony ( na lewej stronie robótki) przerabiasz do końca rzędu, czyli do góry ramienia. Od ramienia oznacza od początku rzędu. Pozdrawiamy!
09.07.2023 - 21:52
Butterfly Heart#butterflyheartsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle með gatamynstri og V-hálsmáli. Prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 170-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.13. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. STUTTAR UMFERÐIR: Þegar snúið er við í stuttum umferðum, takið fyrstu l óprjónaða. Herðið á þræði og passið uppá að það myndist ekki of stórt gat. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br til að koma í veg fyrir göt. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið um 1 l í byrjun umf þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið um 1 l í lok umf þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir (meðtaldar 2 nýjar l sem prjónað er yfir í fyrsta skiptið), 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað frá miðju á v-hálsmáli og út í 3 þríhyrningum á framstykki og 4 þríhyrningum á bakstykki, síðan er prjónað niður úr. FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, frá hálsmáli og niður. Fitjið upp 8 l á hringprjóna nr 4 með Belle. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið á 1 l sl = 15 l á prjóni. Næsta umf er prjónuð þannig (= frá réttu): Uppslátturinn frá fyrri umf er prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1, setjið 1. prjónamerki, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.1 (= A.1 er endurtekið alls 3 sinnum í umf), endið á 3 l garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 123-123-123-123-129-129 l í umf. Stykkið mælist ca 11-11-11-11-12-12 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 42-42-42-42-44-44 l, A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.4 yfir síðustu 42-42-42-42-44-44 l, eftir A.4 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Prjónið A.4 til A.2 til baka í næstu umf, eftir A.2 eru fitjaðar upp 8 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynstur). Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l í umf. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNIÐ MYNSTUR JAFNT SEM PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR Í HVORRI HLIÐ Á STYKKI. MYNSTUR: Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l garðaprjón, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, A.5 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.6 yfir næstu 6 l, 43-43-53-53-57-57 l sléttprjón, A.7 yfir næstu 6 l, (prjónamerki), A.8 yfir næstu 6 l, 48-48-52-52-55-55 l sléttprjón, endið á 1 l garðaprjón. Endurtakið A.5 til A.8 yfir 6 l hvoru megin við hvert prjónamerki alls 2-3-2-3-4-5 sinnum, síðan eru endurteknar fyrstu 0-0-6-4-4-4 umf af A.5 til A.8 1 sinni til viðbótar. STUTTAR UMFERÐIR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2-6-0-2-0-6 l af A.5 til A.8 eru prjónaðar STUTTAR UMFERÐIR – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l í umf (prjónið A.5 til A.8 eins og áður, snúið við og prjónið til baka þar til eftir eru 26-26-24-23-18-18 l, snúið við. Prjónið síðan stuttar umferðir mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ M: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ L-XL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-2 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 3-2 sinnum í hvorri hlið á stykki. STÆRÐ XXL-XXXL: Prjónið yfir 6 l færri í hvert skipti sem snúið er við 1-1 sinni í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 4 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-4 sinnum í hvorri hlið á stykki, prjónið síðan yfir 2 l færri í hvert skipti sem snúið er við 4-5 sinnum í hvorri hlið á stykki. ALLAR STÆRÐIR: Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka er prjónuð síðasta umf út frá röngu, þannig að næsta umf byrji frá öxl. Prjónið síðan yfir allar l frá réttu þannig: Prjónið garðaprjón yfir fyrstu 42-44-46-48-50-52 l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir, prjónið eins og áður (þ.e.a.s. A.5 til A.8 og sléttprjón þar til eftir eru 42-44-46-48-50-52 l, prjónið garðaprjón yfir síðustu l JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-4-4-6-6 l jafnt yfir (= 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki). Prjónið 3 umf garðaprjón yfir síðustu 42-46-50-52-56-58 l garðaprjón í hvorri hlið á stykki, mynstur og sléttprjón yfir þær l sem eftir eru. Í næstu umf frá röngu er prjónað þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi, prjónið 2 l garðaprjón, prjónið sléttprjón og mynstur eins og áður þar til eftir eru 42-46-50-52-56-58 l, 2 l garðaprjón, prjónið sl yfir næstu 40-44-48-50-54-56 l og setjið þær síðan á þráð fyrir ermi. Klippið frá. Nú eru eftir 8-8-8-12-12-12 umf af A.5 til A.8. Næsta umf byrjar frá réttu. Haldið áfram að prjóna garðaprjón yfir fyrstu og síðustu 2 l í hvorri hlið á stykki. Þegar A.5 til A.8 hefur verið prjónað til loka eru 23-25-26-27-32-34 l á undan 1. prjónamerki, 79-91-99-107-123-135 l á milli 1. og 2. prjónamerkis og 23-25-26-27-32-34 l á eftir 2. prjónamerki = alls 125-141-151-161-187-203 l á prjóni. Stykkið mælist ca 21-24-25-27-32-35 cm þar sem það er breiðast mælt frá uppfitjunarkanti. Setjið 1 prjónamerki í stykkið, STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Í næstu umf frá réttu eru felldar af fyrstu 22-24-25-26-31-33 l laust af með sl, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, (prjónamerki), prjónið A.9 yfir fyrstu 6 l á eftir prjónamerki, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.10 yfir síðustu 6 l á undan öðru prjónamerki, (prjónamerki), 1 kantlykkja í garðaprjóni, fellið laust af síðustu 22-24-25-26-31-33 l með sl = 81-93-101-109-125-137 l eftir á prjóni. Klippið frá. Prjónið næstu umf frá röngu yfir þær l sem eftir eru þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.10 eins og áður, sléttprjón yfir næstu 67-79-87-95-111-123 l, A.9 eins og áður, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.9 og A.10 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í sléttprjóni með 1 l kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá prjónamerki er aukið út um 1 l í hvorri hlið á stykki innan við 1 kantlykkju (= 2 l fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 12-10-12-14-12-13 sinnum = 105-113-125-137-149-163 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 23-23-24-24-23-23 cm frá prjónamerki (stykkið mælist alls 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl), passið uppá að næsta umf sé frá réttu, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.11 (= 2 l) þar til 2 l eru eftir, prjónið fyrstu l í A.11, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umf með gati (þ.e.a.s. umf 7) er prjónuð næst síðasta l slétt. Fellið af þegar A.11 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Stykkið mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Stykkið er fyrst prjónað í hring, síðan er það prjónað áfram eins og framstykki. Fitjið upp 6 l á sokkaprjóna nr 4 með Belle, skiptið yfir á hringprjóna eftir þörfum. Prjónið 1 umf slétt. Í næstu umf er aukið út þannig: Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* = 12 l á prjóni, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf, það eiga ekki að myndast göt. Prjónið A.1 alls 4 sinnum, setjið 1 prjónamerki á milli hverra A.1 (= prjónamerki). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 156-156-156-156-164-164 l á prjóni. Prjónið síðan þannig: A12 yfir fyrstu 39-39-39-39-41-41 l, prjónið A.3 yfir næstu 39-39-39-39-41-41 l og A.13 yfir síðustu 39-39-39-39-41-41 l, setjið þær l sem eftir eru á band fyrir hálsmáli (= 39-39-39-39-41-41 l), eftir A.13 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá teikningu). Stykkið er síðan prjónað fram og til baka. Prjónið A.13/A.3/A.12 til baka í næstu umf, eftir A.12 eru fitjaðar upp 11 l í lok umf fyrir öxl (sjá mynsturteikningu). Þegar A.12/A.3/A.13 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-165-183-183-193-193 l á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-17-17-19-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú er bakstykkið prjónað áfram á sama hátt og framstykkið. HÁLSMÁL: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði fyrir kant í hálsmáli á bakstykki á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Saumið niður garðaprjón þar sem l voru fitjaðar upp fyrir öxl. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Dragið að miðju (þ.e.a.s. uppfitjunarkaninn) bæði á framstykki og á bakstykki. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í sléttprjóni. Setjið til baka l af 2 þráðum (á framstykki og á bakstykki) á aðra hliðina við stykkið á hringprjóna nr 4 = 80-88-96-100-108-112 l. Prjónið stuttar umf fyrir ermakúpu þannig: Byrjið á að prjóna í 25.-29.-31.-35.-43.-45. l (þ.e.a.s. það eru 24-28-30-34-42-44 l í annarri hlið sem ekki er prjónað yfir). Prjónið frá réttu 34-34-38-34-26-26 l sléttprjón, snúið við (= 22-26-28-32-40-42 l eftir í umf). Prjónið sléttprjón til baka yfir 36-36-40-36-28-28 l, snúið við. Prjónið yfir 2 l fleiri fyrir hvert skipti sem snúið er við í hvorri hlið á stykkið þar til prjónað hefur verið yfir allar l. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri), innan við 1 l í 4.-4.-2.-4.-4.-4. hverri umf alls 4-6-8-8-10-10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 72-76-80-84-88-92 l á prjóni. Prjónið 8-8-8-12-12-12 umf sléttprjón yfir allar l, setjið 1 prjónamerki í stykkið (hliðarsaum á ermi á síðar að sauma hingað). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Fitjið upp 1 kantlykkju í lok 2 næstu umf = 74-78-82-86-90-94 l. Kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni til loka. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 l innan við 2 l í hvorri hlið á stykki (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½-2-2-1½-1-1 cm millibili 9-10-11-12-13-13 sinnum til viðbótar = 54-56-58-60-62-66 l á prjóni. Þegar ermin mælist 31-30-29-27-24-23 cm, skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 4 umf garðaprjón. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma upp þar sem fitjuð var upp 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Saumið sauma undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #butterflyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 170-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.