Kristine skrifaði:
Skal trøjen virkelig strikkes med så store pinde (nr. 20)? :-)
12.02.2019 - 12:22DROPS Design svaraði:
Hei Kristine. Ja, det skal brukes veldig tykke pinner på denne genseren. Når det er sagt, er pinnenummer kun veiledende. Du må bruke de pinnene som gir deg angitte strikkefastheten: 5,5 masker x 19 pinner = 10 x 10 cm. Strikker du med en annen strikkefasthet blir målene på plagget annerledes enn oppgitt. God fornøyelse
12.02.2019 - 15:17
Tamara skrifaði:
Since DROPS cloud is discontinued, I will be using the alternative yarn, DROPS eskimo to make the jumper. How many skeins of yarn will be needed for a size small? Also, with the eskimo yarn, how many strands will I be knitting with?
15.12.2017 - 04:01DROPS Design svaraði:
Dear Tamara, please find here all relevant informations to alternative yarns, including how to calculate new amount of yarn. Happy knitting!
15.12.2017 - 08:44
Tamara skrifaði:
There seems to be an issue with the link to order the yarn given in this pattern. I would like to order the same material. Can someone please provide me with a functioning link or appropriate information so that I can complete my order?
11.11.2017 - 22:00DROPS Design svaraði:
Dear Tamara, the store may have to adjust their links - remember you can contact them directly either per mail or telephone - see list of DROPS retailers for your country here. Happy knitting!
13.11.2017 - 09:45
Michelle skrifaði:
J' adore cet ensemble et il me donne envie de commander la qualité cloud que je n' ai jamais testée . Continuez comme cela et merci pour votre créativité !
17.11.2015 - 22:21
Snow Storm |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa, hálsklútur og húfa í perluprjóni úr 2 þráðum DROPS Cloud eða 4 þráðum DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS Extra 0-1187 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sl yfir br og br yfir sl. Endurtakið umf 2. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 60-66-69-78-81-87 l á prjóna nr 20 með 1 þræði í litnum natur og 1 þræði í litnum perlugrár Cloud (= 2 þræðir) eða 2 þráðum í litnum natur og 2 þráðum í litnum perlugrár Air (= 4 þræðir). Prjónið stroff (= 1 l sl, 2 l br). Þegar stykkið mælist 12 cm er prjónað PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er fækkað um 0-2-1-2-1-3 l jafnt yfir = 60-64-68-76-80-84 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki eftir 30-32-34-38-40-42 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 42-44-44-46-46-48 cm er stykkinu skipt upp og prjónað þannig: FRAMSTYKKI: Stykkið er nú prjónað fram og til baka. Prjónið yfir fyrstu 30-32-34-38-40-42 l eins og áður (= að prjónamerki), fitjið upp 1 nýja l, snúið við, endurtakið í næstu umf (= 1 ný l hvoru megin á stykki) = 32-34-36-40-42-44 l. Haldið fram og til baka yfir allar l í perluprjóni eins og áður þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, stillið af að næsta umf sé frá réttu. Fellið af fyrstu 9-10-11-13-14-15 l, prjónið perluprjón eins og áður yfir næstu 14 l, fellið af síðustu 9-10-11-13-14-15 l. Setjið þær l sem eftir eru á þræði og prjónið bakstykki. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna. Takið upp 20-20-22-22-24-24 l í ysta hluta í handveg. Prjónið perluprjón. Þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin á stykki – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið úrtöku með 10-10-7-8-6-5 cm millibili 3-3-4-3-4-4 sinnum til viðbótar = 12-12-12-14-14-14 l. Þegar stykkið mælist 37-36-36-33-33-31 cm er prjónað stroff (= 1 l sl, 2 l br) JAFNFRAMT í fyrstu umf er aukið út um 0-0-0-1-1-1 l = 12-12-12-15-15-15 l. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 43-42-42-39-39-37 cm. T Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman hægri axlasaum í ystu lykkjubogana. KRAGI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Setjið til baka l af þræði á sama hringprjóna = 28 l. Haldið áfram í perluprjón eins og áður þar til kraginn mælist 10 cm. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er aukið út um 4 l jafnt yfir = 32 l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið vinstri axlasaum og kraga saman í ystu lykkjubogana. Saumið sauma undir ermum í ystu lykkjubogana. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÚFA: Fitjið upp 40-42 l á sokkaprjóna nr 12 með 1 þræði í litnum natur og 1 þræði í litnum perlugrár Cloud (= 2 þræðir) eða 2 þráðum í litnum natur og 2 þráðum í litnum perlugrár Air (= 4 þræðir). Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 16-18 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf er fækkað um 6 l jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5 sinnum = 10-12 l. Í næstu umf eru allar l prjónaðar saman 2 og 2 = 5-6 l. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. DÚSKUR: Gerið einn stóran, aðeins lausan dúsk í litnum natur ca 15 cm að þvermáli og saumið efst á húfuna. ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÁLSKLÚTUR: Fitjið laust upp 17 l á prjóna nr 20 með 1 þræði í litnum natur og 1 þræði í litnum perlugrár Cloud (= 2 þræðir) eða 2 þráðum í litnum natur og 2 þráðum í litnum perlugrár Air (= 4 þræðir). Prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 170 cm. KÖGUR: Setjið kögur í hverja l neðst niðri meðfram uppfitjunarkanti með litnum natur. 1 KÖGUR = klippið 3 þræði Cloud eða 6 þræði Air 45 cm. Leggið þá saman tvöfalda og dragið bogann í gegnum uppfitjunarkantinn og dragið síðan þræðina inn í bogann. Gerið alveg eins í affellingarkanti. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1187
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.