Fanny skrifaði:
Hola , me encanta este modelo pero solo entiendo las explicaciones del patron hasta el comienzo del raglan, luego en esa serie de aumentos y aplicacion del patron , me perdi. si alguna alma bondadosa que lea este mensaje en mi idioma me colaborara le estaria muy agradecida.chao.
24.07.2015 - 19:40
Monika skrifaði:
Ja, vielen Dank. Aber ich verstehe nicht, wie ich die zugen. Maschin in A2 stricken soll, links oder rechts? Vielen Dank nochmals
20.07.2015 - 15:45DROPS Design svaraði:
Sie stricken die M mustergemäß, d.h. die erste an jeder Raglanlinie zugenomme M stricken Sie jeweils links, dann die nächste rechts, die nächste auch wieder rechts, bis Sie alle 6 M von A.2 gestrickt haben. So erwächst langsam ein neuer Musterrapport. Sie können das in der Detailansicht ganz gut sehen, die die Raglanlinie zeigt, dort ist zu sehen, wie nach links Zöpfe weggehen, ebenso in der Vorderansicht, dort sieht man, wie aus der Raglanlinie Zöpfe senkrecht nach unten "wachsen".
29.07.2015 - 11:48
Monika skrifaði:
Liebes Drops Team, leider komme ich schon am Anfang nicht zurecht. Unter dem Absatz Raglanzunahmen steht, dass ich bei jeder Runde 8 M zunehmen soll. Weiter unten steht jedoch:Die ersten 6 zugen. M im Muster A.2 stricken, die nächsten 7 zugen. M li stricken, die nächsten 6 zugen. M im Muster A.2 stricken, die nächsten 7 zugen. M li stricken. Das verstehe ich nicht. Können Sie mir dies bitte klarer erläutern? ! Vielen Dank im voraus! LG Monika
19.07.2015 - 10:52DROPS Design svaraði:
Das bezieht sich auf die M in der Höhe, die 8 M gelten ja für eine Rd in der Breite. Sie stricken also an jeder Raglanlinie die ersten 6 M, die Sie dort zugenommen haben (diese wurden also in 6 Rd zugenommen!) im Muster A.2. Dann haben Sie weitere 7 Zunahme-Rd, in denen Sie jeweils 8 M zunehmen, diese zugenommenen M stricken Sie nun links usw.
20.07.2015 - 12:50
Dorte skrifaði:
Hej, jeg er godt igang med denne skønne trøje men har et spørgsmål; jeg strikker str S og har strikket raglan er nået de 364 m og mener jeg nu skal dele arb. Ifølge diagram er arb. nu 23 cm ( det passer med mit arb.) men i teksten står der at arbejdet måler 27 cm ! Jeg er forvirret håber i kan hjælpe
17.07.2015 - 23:02DROPS Design svaraði:
Hej Dorte, kan det være selve raglan linien som måler 27 cm, det stemmer fint med at hvis raglanlinien måler 27 cm, så måler arbejdet 23 cm lige ned. God fornøjelse!
30.07.2015 - 10:37
Jacqueline Hogenbirk skrifaði:
Na alle meerderingen voor de raglan zit ik op ongeveer 22 centimeter ( 404 steken), de pas moet in maat M 28 centimeter zijn. Moet het laatste deel zonder meerderingen gebreid worden?
12.07.2015 - 11:14DROPS Design svaraði:
Hoi Jacqueline. Nee, je zou net voor de 28 cm klaar moeten zijn. Is de stekenverhouding correct (heb je 28 nld per 10 cm tricotst op je proeflapje) en heb je de meerderingen correct gedaan.
30.07.2015 - 13:23
Nadinou skrifaði:
Ce pull est sublime mais bon je ne tricote pas avec des aiguilles circulaires ! Alors svp donnez-nous des explications pour les aiguilles droites, certes je me débrouille mais pas évident... et la boutique de Drops n'est pas à côté de chez moi...
06.05.2015 - 17:03
Ans Hovestad skrifaði:
, A.1, plaats 1e markeerder, A.2, 2 av, A.2, 2 av, A.1, plaats 2e markeerder, A.2, 0-0-1-1-3 av, A.3, 0-0-1-1-3 av, A.1, plaats 3e markeerder, A.2, 2 av, A.2, 2 av, A.1, plaats 4e markeerder, A.2, 12-12-13-13-15 av, 2 r, 1 av, 5 st in ribbelst (= voorbies) – terwijl ik deze aanwijzing op de voet heb gevolgd snap ik niet waar ik de volgende aanwijzingen moet plaatsen Meerder aan elke kant van de raglan st (A.1/A.2, markeerder, A.2/A.1) door 1 omsl te maken = 8 st gemeerderd op de nld.
30.04.2015 - 18:56DROPS Design svaraði:
Hoi Ans. De raglannaad is "motief A.1/A.2, markeerder, motief A.2/A.1". Je hebt er 4 op de nld. Je meerdert voor de raglan aan beide zijkanten van deze st door 1 omslag te maken = dwz, je meerdert in totaal 8 st per keer.
01.05.2015 - 15:26
Sif skrifaði:
Jeg er lige startet og har sat mærketråde. det næste jeg skal igang med er raglan, men opskriften siger "set fra retsiden". skal jeg ikke igang med "set fra vrangsiden"'? i så fald, gentager jeg så bare mønsteret ligesom det første afsnit?
12.03.2015 - 21:09DROPS Design svaraði:
Hej Sif, Jo strik en pind fra vrangen inden du går igang med raglanen fra retsiden. God fornøjelse!
21.05.2015 - 14:01
Sif skrifaði:
Jeg er lige startet og har sat mærketråde. det næste jeg skal igang med er raglan, men opskriften siger "set fra retsiden". skal jeg ikke igang med "set fra vrangsiden"'? i så fald, gentager jeg så bare mønsteret ligesom det første afsnit?
11.03.2015 - 23:50
Virginia skrifaði:
Holyyyyyy! You need to be mathematician to figure this one out. I am at the body, just finished the decreases and about to begin the increases. The number of pattern stitches do not equate to the instructions. I have spent the most past of two days figuring it out. Finally just used the picture to do the calculations. I really just wanted to knit! Would not recommend this to anyone. It will be lovely when done but it has tested my patience.
28.02.2015 - 20:47
Alana Cardigan#alanacardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma með köðlum og laskalínu, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S-XXL.
DROPS 156-4 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.5. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út í hvoru megin við laskalínu (A.1/A.2, prjónamerki, A.2/A.1) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 8 útaukningar í umf. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar l snúnar brugðið (séð frá réttu) og á fram- og bakstykki eru prjónaðar nýjar l inn í mynstur eins og útskýrt er frá að neðan. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, 2 l br saman, 2 l br, 2 lykkjkur brugðið saman = 2 l færri. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) svo ekki myndist gat. Nýju l eru prjónaðar br (séð frá réttu). LEIÐBEININGAR: Í 10. hverri umf eru prjónaðar stuttar umferðir yfir 5 l garðaprjón í kanti að framan (byrjið frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka, snúið við og prjónið eins og áður yfir allar l, snúið við, prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt, herðið á þræði og prjónið sl til baka. Með þessu þá koma kantlykkjur að framan að draga síður stykkið saman að framan. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm STÆRÐ M: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm STÆRÐ L: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ XL: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ XXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47, 56 og 65 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar l. BERUSTYKKI: Fitjið upp 108-108-113-113-117 l á hringprjóna nr 4 með Karisma. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umf er prjónað slétt, JAFNFRAMT er aukið út um 24-24-23-23-27 l jafnt yfir = 132-132-136-136-144 l. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú frá réttu þannig: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 12-12-13-13-15 l br, A.1, setjið 1. Prjónamerki, A.2, 2 l br, A.2, 2 l br, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.2, 0-0-1-1-3 l br, A.3, 0-0-1-1-3 l br, A.1, setjið 3. prjónamerki, A.2, 2 l br, A.2, 2 l br, A.1, setjið 4. prjónamerki, A.2, 12-12-13-13-15 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón (= kantur að framan) – LESIÐ LEIÐBEININGAR! LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er prjónað mynstur jafnóðum þannig: LASKALÍNA: Endurtakið útaukningu í hverri umf alls 0-2-10-20-20 sinnum. Aukið síðan út í annarri hverri umf (þ.e.a.s í hverri umf frá réttu) 23-32-30-26-27 sinnum og í 3. hverri umf 6-0-0-0-0 sinnum = 364-404-456-504-520 l. MYNSTUR: Prjónið nú mynstur á fram- og bakstykki þannig (útauknar lykkjur á ermum eru prjónaðar brugðið): Fyrstu 6 l sem auknar eru út eru prjónaðar í A.2, næstu 8-9-7-8-8 útauknar lykkjur eru prjónaðar br, næstu 6 útauknar lykkjur eru prjónaðar í A.2, næstu 8-9-7-8-8 útauknar lykkjur eru prjónaðar br. ATH! (Stærð M-L-XL-XXL): Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, haldið þá áfram með A.2 yfir kaðal og br (séð frá réttu) yfir næstu l frá A.3 þar til byrjað er á fram- og bakstykki. S/M: Aukið síðan út eins og áður á ermi og aukið út innan við A.1/A.2 (þ.e.a.s. á milli A.1 og A.2, við prjónamerki í laskalínu) á fram- og bakstykki 1-4 sinnum til viðbótar. Nýjar l eru prjónaðar br. L/XL/XXL: Haldið áfram með A.2 yfir næstu 6 útauknar lykkjur, prjónið br yfir næstu 7-8-8 útauknar lykkjur, aukið síðan út eins og áður á ermi og aukið innan við A.1/A.2 (þ.e.a.s. á milli A.1 og A.2, við prjónamerki fyrir laskalínu) á fram- og bakstykki 1-4-5 sinnum til viðbótar. Síðustu 1-4-5 útauknar lykkjur eru prjónaðar br. Stykkið mælist nú 27-28-29-30-31 cm frá öxl. Prjónið nú frá röngu þannig: Prjónið 55-60-67-73-76 l (= hægra framstykki), setjið næstu 80-90-102-114-116 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12 l undir ermi, setjið blátt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l (= hlið), prjónið næstu 94-104-118-130-136 l (= bakstykki), setjið næstu 80-90-102-114-116 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12 nýjar l undir ermi, setjið blátt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l (= hliða), prjónið næstu 55-60-67-73-76 l (= vinstra framstykki). Nú eru 228-248-276-300-312 l á prjóni. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉRÐAN! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 106-116-130-142-148 l fyrir bakstykki og 61-66-73-79-82 l fyrir hvort framstykki. Haldið nú áfram með mynstur frá réttu þannig: S/M: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 12-12 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.1, 7-7 l br, A.2 0-1 sinni á breiddina, 7-7 l br, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 9-9 l br, A.2, 9-9 l br, A.2, setji prjónamerki, 8-9 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.1, 7-7 l br, A.2 0-1 sinni á breiddina, 7-7 l br, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 12-12 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón. L/XL/XXL: 5 l garðaprjón, 1 l br, l sl (= kantur að framan), 13-14-15 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.1, 4-6-5 l br, A.2 1-1-2 sinnum á breiddina, 4-6-5 l br, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 10-11-12 l br, A.2, 10-11-12 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.1, 4-6-5 l br, A.2 1-1-2 sinnum á breiddina, 4-6-5 l br, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 13-14-15 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fækkið nú lykkjum og aukið út samtímis þannig: ÚRTAKA: Fækkið lykkjum mismunandi þannig: Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l br saman við kant við miðju að framan, endurtakið úrtöku með 1½-1½-1½-2-2 cm millibili 5-5-4-4-5 sinnum til viðbótar. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við miðju kaðal á bakstykki. Endurtakið úrtöku með 2-2-1½-1½-1½ cm millibili 3-3-4-4-6 sinnum til viðbótar. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l við kaðal í hverri mynstureiningu með br með prjónamerki í (= 8-8-12-12-12 prjónamerki). Endurtakið úrtöku með 3-2½-5-4-4 cm millibili 2-3-1-2-2 sinnum til viðbótar. ÚTAUKNING (í hliðum): Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út meðfram kaðli við ermi (þ.e.a.s. kaðall frá laskalínu) í mynstureiningu með br í hliðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING! Aukið út um 4 l á prjóni. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-2½-1½-1 cm millibili 3-4-2-4-10 sinnum til viðbótar. Þegar útaukning og úrtaka hefur verið gerð til loka eru 200-216-244-264-294 l eftir. Þegar stykkið mælist 11-12-12-13-14 cm prjónið nú mynstur þannig: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 2-2-4-4-5 l br A.5, A.4, A.5, A.4 0-0-1-1-1 sinni, 7-8-6-11-15 l br, A.2 0-1-1-1-2 sinni á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.4 0-0-1-1-1 sinni á breiddina, * A.5, A.4 *, endurtakið frá *-* 2-2-3-3-3 sinnum á breiddina, A.5 1-1-0-0-0 sinnum á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.2 0-1-1-1-2 sinnum á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.4 0-0-1-1-1 sinni á breiddina, A.5, A.4, A.5, 2-2-4-4-5 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón (= kantur að framan). ATH: Stillið af að fyrsta kaðalinn í A.4 og A.5 þannig að það verði falleg skipting á milli mynstra! Haldið áfram með mynstur og útaukningu eftir mynsturteikningu. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina og stykkið mælist ca 33-34-34-35-35 cm, eru 316-332-376-396-426 l á prjóni. Setjið prjónamerki hér! STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið nú stroff innan við 8 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki þannig: S/M: * Prjónið sl yfir sl og br yfir br þar til 7-11 l eru eftir á undan bláa prjónamerkinu í hlið, 2 l br, 2 l sl, 3-4 l br *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br fram að kantlykkjum að framan. L/XL/XXL: * Prjónið sl yfir sl og br yfir br þar til 8-14-21 l eru eftir á undan bláa prjónamerkinu í hlið, 2-2-2 l sl, 3-4-3 l br, 0-2-2 l sl, 0-3-3 l br, 0-0-2 l sl, 0-0-3 l br *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br fram að kantlykkjum að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 2 cm fyrir stroff frá prjónamerki er aukið út með því að slá uppá prjóninn á undan fyrstu br l í hverri br mynstureiningu – MUNIÐ EFTIR ÚTAUKNING! Þegar prjónað hefur verið 5-5-6-6-6 cm stroff er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. ERMI: Setjið til baka þær 80-90-102-114-116 l af þræði á hringprjóna. Prjónið 1 umf yfir allar l og fitjið upp 12 l í lok umf = 92-102-114-126-128 l. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýju l (þ.e.a.s. 6 l hvoru megin við prjónamerki). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið síðan ermina í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Miðju kaðall á ermi heldur áfram eins og áður en prjónið br yfir kaðal í laskalínu. Í umf 2 byrjar úrtaka hvoru megin við prjónamerki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 6 sinnum til viðbótar = 78-88-100-112-114 l. Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerki með 2-1½-1-1-1 cm millibili 13-17-22-27-27 sinnum = 52-54-56-58-60 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 15 cm er prjónað A.5 yfir kaðal fyrir miðju á ermi – stillið af eftir fyrsta kaðli í A.5 svo að það verði falleg skipting á milli í mynstri! ATH: Aukið ekki út í A.5 á ermi, prjónið þess vegna ekki uppsláttinn í mynstri! Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka og ermin mælist 37 cm er prjónað stroff frá prjónamerki í byrjun umf þannig: 0-0-1-2-3 l br, 1-2-2-2-2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 2 l br haldið áfram með stroff eins og í síðustu umf í A.5 (= 26 l), 2 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1-2-2-2-2 l sl, 0-0-1-2-3 l br. Haldið svona áfram í 3 cm og fellið af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #alanacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 156-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.