Karen skrifaði:
Not sure where I went wrong with the measurement of the piece but it seems mine if too long. I did my 4cm rib 15cm on the body and M1 chart I now have 21cm but the pattern says I should have 18cm just wondering how I'm a few cms off from the pattern. I'm knitting 3/6months size.
19.07.2023 - 22:45DROPS Design svaraði:
Dear Karen, you don't work 15 cm of the body. Your whole piece, including the rib, should measure 15 cm before starting M.1. So you should work 4cm of the rib and 11 cm of the body. Happy knitting!
20.07.2023 - 12:03
Elga Stig skrifaði:
Jeg forstår ikke om der også skal lukkes af til raglan i slidsen ? Hvor der senere skal strikkes raglandskant)
17.07.2023 - 22:05DROPS Design svaraði:
HEi Elga. Jo. det skal også felles til raglan der det senere strikkes en raglanstolpe. Les INDTAGNINGSTIPS (gælder raglan) for å vite hvordan det skal felles. mvh DROPS Design
25.07.2023 - 08:32
Kristin skrifaði:
Når en skal sette av maskene til hals midt foran blir det jo noen masker igjen før raglandsåpningen….. hva gjør jeg med disse ?
18.04.2023 - 15:04DROPS Design svaraði:
Hei Kristin. Stemmer strikkefastheten din i høyden? Når du har gjort alle fellinger har du 14-18-22-22-22 masker midt foran og det er dette antallet som skal settes på 1 tråd til hals. Om du har noen fellinger igjen før riktig mål, setter du det maskeantallet du skal på en tråd til hals og strikker hver del for seg (da har en del mange masker, men den andre veldig få masker). mvh DROPS Design
24.04.2023 - 08:43
Marta skrifaði:
Me gustaria mucho que incluyan patrones con agujas rectas ya que no manejo el uso de las de doble punta ni de las circulares muchisimas gracias
19.01.2023 - 19:34
Reine Marie skrifaði:
Bonjour ,oui j'ai mis 4mailles en plus et c'est bien merci beaucoup . Maintenant je passe aux coutures du bas des bordures du raglan je cherche comment faire pour que ça fasse joli si vous pouvez encore me guider ? Sinon le col est parfait (enfin bien fait ) .merci encore pour votre patience et votre savoir pour l'aide que vous nous apportez afin de la réussite de vos modèles . qui sont superbes
20.12.2022 - 14:19
Reine Marie skrifaði:
Bonsoir ,alors voilà je monte le col j\'ai 100mailles pile es ce assez pour 12a18mois où je rajoute des mailles 4par exemple ?merci de votre réponse .bonne soirée ( sinon les bordures sont bien faites et les boutonnières bien réparties )
19.12.2022 - 21:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Reine Marie, 100 mailles sont idéales pour la première taille, en 12/18 mois, essayez d'augmenter quelques mailles au 1er rang pour que le col ne soit pas trop serré (pensez à bien augmenter un multiple de 4 mailles). Bon tricot!
20.12.2022 - 08:32
Reine Marie skrifaði:
Bonsoir ,merci beaucoup c\'est ce que j\'ai fais et ça tombe bien juste là je monte les bordures c\'est impeccable merci encore il sera fini ce soir c\'est pour le Noël de mon arrière Petit fils et j\'ai largement eu assez de quatres pelotes .Je vous souhaite de bonnes fêtes .
19.12.2022 - 18:49
REINE MARIE skrifaði:
Bonsoir , je trouve ce pull très beau ,j\'ai un problème au niveau de l\'encolure je fais la taille 12/18mois donc j\'ai mise en attente les 22mailles ensuite tous les2rgs j\'ai diminué les mailles comme indiqué 1fois2et 1fois1de chaque coté c\'est ensuite que je n'arrive pas car il faut rattraper 20à28mailles de chaque cote pouvez vous m'expliquer ,merci d avance
18.12.2022 - 22:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Reine Marie, pour l'encolure, vous mettez en attente les 22 m centrales et rabattez ensuite pour l'encolure 1 x 2 m et 1 x 1 m, autrement dit, vous aurez 3 m rabattues de chaque côté de l'encolure = 3+22+3 = 28 mailles + éventuellement quelques rangs jusqu'à la fin du raglan. Bon tricot!
19.12.2022 - 10:14
Marie Madeleine Lelaidier skrifaði:
Bonjour comment tricoter du point mousse en circulaire car le raccord ne fait pas joli ,faut 'il tricoter la première maille ou là passer merci de votre réponse
12.12.2022 - 14:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lelaidier, il y a souvent un petit raccord visible quand on tricote le point mousse en rond, vous pouvez le diminuer en tirant légèrement sur le fil au début du rang pour tenter de resserrer les mailles envers (la dernière du tour et la 1ère du tour) en hauteur. Bon tricot!
12.12.2022 - 16:13
Linnéa Stray skrifaði:
Hei strikker Mc dreamy i str 6/9 mnd. Når skal raglan minskningen begynne? På første varvet når man satt ermene på samme pinne som bolen? Eller 6,5 cm senere? Takknemlig for svar.
08.12.2022 - 22:33DROPS Design svaraði:
Hei Linnea, Du begynner å felle til raglan på første pinnen fra retten etter ermene og bolen er satt sammen. God fornøyelse!
09.12.2022 - 06:54
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.