Barbro Pettersen skrifaði:
Vanskelig. Forstår nok ikke oppskriften rett. når jeg kommer til raglanfellingen. Felle 3 på hver side først og så vanlig raglanfelling..... Det blir jo skeivt. Blir kanskje ferdig på "måfå". Prøver å ikke gi opp.
15.12.2023 - 18:22
Roosa skrifaði:
Lisäys edelliseen kysymykseen: tuleeko tuohon 54 silmukkaan laskea myös apulangalla olevat silmukat, vai tarkoitetaanko tällä, että työssä on apulangan silmukoiden lisäksi n. 54s? Jos jälkimmäinen, silloinhan minulla ei ole ongelmaa. Jos ensimmäinen, niin pitääkö minun jatkaa raglankavennuksia isommalla puolella (takaosa + hihat) niin kauan, kunnes 54s saavutetaan? Pienellä osiolla on enää 1s, ja isomman osion pääntien kavennuksiakaan ei voi enää tehdä.
15.11.2023 - 13:51
Roosa skrifaði:
Neulon paitaa pienimmässä koossa, ja siirsin 14 silmukkaa apulangalle. Jatkoin raglankavennuksia, sekä pääntie kavennuksia 4krs, jolloin saavutin 13krt raglankavennusta ja tein kummallakin osiolla 1 x 2s ja 1 x 1s kavennukset kerran joka 2. kerros (yht 6 silmukkaa kavennettu). Tässä kohtaa minulla ilmeisesti pitäisi olla 54 silmukkaa, mutta minulla on 69 silmukkaa. Voin tehdä yhdet raglankavennukset isolla osiolla, mutta sitten raglanreuna on kiinni pääntiessä. Mitä teen väärin?
14.11.2023 - 20:55DROPS Design svaraði:
Kaarrokkeessa on aluksi 184 silmukkaa. Etukappaleen oikean raglanaukon merkkilangan molemmin puolin päätetään 6 silmukkaa (178 silmukkaa jäljellä). Raglankavennuksia tehdään yhteensä 13 kertaa, eli työstä kavennetaan 104 silmukkaa (74 silmukkaa jäljellä). Keskimmäiset 14 silmukkaa siirretään apulangalle (60 silmukkaa jäljellä) ja lisäksi pääntien kummastakin reunasta päätetään 3 silmukkaa = 54 silmukkaa.
11.12.2023 - 17:39
Susanne skrifaði:
Hej, jeg har et spørgsmål ang. raglan indtagningerne, er det på både ret og vrangpinden ? Og hvor mange gange ? Forstår ikke at der også står indtagninger på hver 2. Pind. Mvh. susanne
09.11.2023 - 21:11DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Det kommer an på hvilken str. du strikker. Du feller til raglan på hver 2. pinne totalt 13-15-16 (15-16) ganger, og da felles det fra retten. Men strikker du en av de 3 største str. (12/18 mnd - 2 - 3/4 år) skal du etter å ha felt på hver 2. pinne, felle på hver pinne 0-0-1 (6-7) ganger. Antallet er 1, 6 eller 7 ganger. mvh DROPS Design
13.11.2023 - 12:52
Karen skrifaði:
I have a question on this section. Repeat the dec on every other row a total of 13-15-16 (15-16). So I do the decrease every second row or third row?
07.10.2023 - 22:57DROPS Design svaraði:
Dear Karen, every other row = on alternate rows or every 2nd row. Happy knitting!
08.10.2023 - 21:03
Martina Mauro skrifaði:
Buongiorno, sono al termine dello sprone tg 1-3 mesi, quando c'è scritto: "Ripetere le diminuzioni fino a quando il lavoro misura 24 cm trasferire le 14 m. centrali sul davanti (cioè 7-9-11 (11-11) m. a ogni lato del segnapunti al centro davanti) su un ferro ausiliario per il collo e completare ogni lato in modo separato." non mi è chiaro cosa fare poi con le 14 m centrali separate e se intrecciare anche prima dello scollo e dopo (lavoro in tondo). Grazie
30.09.2023 - 15:17DROPS Design svaraði:
Buonasera Martina, da quel punto in poi si lavora in piano: le 14 maglie verranno riprese in seguito. Buon lavoro!
30.09.2023 - 17:54
Sonja Kreuning skrifaði:
Zijn de afmetingen in cm met of zonder boord geteld? Dus voor het lijfje op 14 cm met M1 beginnen. Is dit met de 4cm boord geteld? En geldt dit ook voor de mouwen.? Zoals ik op de tekening zie is de boord van het lijfje niet mee geteld maar van de mouwen weer wel?
28.09.2023 - 14:50DROPS Design svaraði:
Dag Sonja,
De afmetingen zijn altijd met boord, tenzij anders aangegeven. Dus die 14 cm is vanaf het opzetten.
03.10.2023 - 06:42
Danielle skrifaði:
Goedenmiddag, Aan het begin staat dat er 4 knopen gebruikt gaan worden, maar zoals ik de beschrijving interpreteer worden er in de raglanbies 3 knoopsgaten gemaakt, en in de halsboord ook nog 2 (na 2 nld een knoopsgat, en na 4,5cm nogmaals een knoopsgat). Ik heb naar het begin gekeken en dus 4 knopen besteld bij de wol... Hoe zit het? Groet, Daniëlle
06.09.2023 - 17:50DROPS Design svaraði:
Dag Danielle,
De halsboord wordt op het eind dubbel gevouwen, waarbij de 2 knoopsgaten precies over elkaar heen komen en dus 1 knoopsgat worden.
07.09.2023 - 19:43
Marieka skrifaði:
Liebes Drops Team Ich habe den Pullover fertig gestellt, jedoch viele Verständnisschwierigkeiten gehabt. So wie viele andere auch. Das Modell ist seit vielen Jahren sehr beliebt und wird oft gestrickt. An den Fragen merkt man, dass Unsicherheit da ist. Es würde sich bei diesem Modell sicher lohnen ein Video zu erstellen, so dass man einmal sehen könnte wie der komplette Pullover gefertigt werden soll. Danke!
16.08.2023 - 17:35
Florence skrifaði:
You say I should pick up CAST OFF stitches on front AND BACK but for size 6-9 months there are only 6 cast off at the front only. “2 sts 1 time and 1st 1 time” on each side of front neck. Where have I missed casting off other stitches please¿ I have stitches on stitch holders.
16.08.2023 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dear Florence, in size 6/9 you will first slip 18 stitches on a thread for neck on front piece and finish each side of piece separately, one small piece towards raglan opening and the other larger piece with both sleeves and back piece. Then cast off for neck at the beginning of every row starting from neck and continue decrease for raglan as before. There are then 58 sts after all decreases are done. Do I misunderstand your question or did this help?
17.08.2023 - 09:30
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.