Annette skrifaði:
I opskriften står, at man skal starte på mønster, når arbejdet måler 14 cm (str. 1/3), men på billedet ser det ud til, at stykket med glatstrik før mønster er meget længere. Betyder det, at "arbejdet" regnes UDEN rib, sådan at hele arbejdet reelt skal måle 14 + 4 cm?
17.04.2016 - 21:30DROPS Design svaraði:
Hej Anette. Du maaler fra starten af arbejdet - inklusiv rib. 14 cm totalt.
22.04.2016 - 17:36
Lily skrifaði:
Adorable little sweater! I see sizes 1/3months, 6/9months, but nothing for 3/6 months which is exactly the size I need. Is there a version for 3/6 months?
01.04.2016 - 00:45DROPS Design svaraði:
Dear Lily, this sweater is only available in the size shown, you will find at the end of the patten a measurement chart with all measurements taken flat from side to side, they may help you to adjust/adapt to the wished measurements. Happy knitting!
01.04.2016 - 08:17
Lene Vadskær skrifaði:
Når man følger teksten i opskriften, får man åbningen, der knappes, i den forkerte side. Det synes jeg er utrolig dårligt, I øvrigt er opskriften meget mangelfuld ang. afslutningen af bærestykke og færdiggørelse af halskant.
22.02.2016 - 19:16
Lene Vadskær skrifaði:
Jeg mangler at færdiggøre sweateren. Har lavet ryg og ærmer, sat dem sammen og strikket raglankanter og knaphuller. Hvordan får jeg de 18 masker (på tråden) foran til at passe med det øvrige. Der er jo en betydelig højdeforskel når der skal tages masker op til halskanten ??
22.02.2016 - 19:07DROPS Design svaraði:
Hej Lene, Efter du har sat maskerne fra tråden tilbage på pinden, så strikker du op i de skrå masker, så du de bliver jævnt fordelt over hele omgangen. Se også gerne vor video hvordan du samler masker op i halsen. God fornøjelse!
23.02.2016 - 15:55
Ida skrifaði:
Det hade varit bra om det hade funnits en bild rakt framifrån på tröjan.
18.02.2016 - 13:14
Marion Böhm skrifaði:
In der Materialangabe steht, dass 4 Knöpfe benötigt werden. Es sollen aber fünf Knopflöcher gestrickt werden. Drei in der Raglanblende und zwei im Kragen. Was ist nun richtig?
14.02.2016 - 14:19DROPS Design svaraði:
Sie haben Recht, das passt nicht zusammen und wird ans Designteam weitergeleitet, damit entweder die Anzahl der Knöpfe oder die der Knopflöcher geändert wird.
15.02.2016 - 10:22
Dorte Vestergaard skrifaði:
Er der ikke fejl i den danske udgave? I den norske udgave under bærestykke står der: Videre strikkes det frem og tilbake på p fra høyre ”raglanåpning” foran (når plagget ligger flatt foran deg). På dansk står der: Fortsæt frem og tilbage på p fra højre ”raglanåbning” foran (når tøjet tages på) Det er da to "forskellige højre"
07.02.2016 - 15:01
Rita skrifaði:
Hallo, ich habe alles bestimmt 20mal gelesen und Videos angeschaut und dachte, ich hätte alles verstanden. Beim Stricken der Passe habe ich mich nach dem Tipp zum Abnehmen gerichtet, in dem sowohl das Abnehmen von der Vorderseite als auch von der Rückseite berichtet wird. Jetzt ist die Passe viel zu kurz und ich habe alles wieder aufgetrennt! Was habe ich falsch gemacht oder falsch verstanden?
20.01.2016 - 17:49DROPS Design svaraði:
Sie müssen in dem Rhythmus zunehmen, der in der Anleitung unter Passe beschrieben ist. Der Abnahmetipp bezieht sich darauf, wie Sie die dort angeführten Abnahmen machen - zuerst nehmen Sie ja nur in jeder 2. R ab, also in Hin-R, dann in jeder R, also auch in Rück-R (bis auf die beiden kleinsten Größen, dort nehmen Sie nur in jeder 2. R ab). Darauf bezieht sich der Abnahmetipp, also wie Sie vorgehen, wenn Sie in Hin- oder in Rück-R abnehmen.
24.01.2016 - 20:28
Dhanam skrifaði:
M1- how many rows of this is knitted M2 - as above question Is is possible to have a picture of the backside of the jumper?
17.01.2016 - 01:31DROPS Design svaraði:
Dear Dhanam, M.1 is 8 rows and M.2 is repeating over the sts in width and rows in height as in diagram - read more about diagrams here. Back piece will look as front piece (without button bands). Happy knitting!
18.01.2016 - 14:11
Christina skrifaði:
Hej! Är det medvetet eller har det blivit fel med storlekarna, t.ex. så brukar 74/80 cl inte motsvara 12/18 mån och gör det inte heller i den norska versionen (eller i övriga mönster)?
02.01.2016 - 12:09DROPS Design svaraði:
Hej. Tack för info. Det hade blivit fel i den svenska översättningen, detta är nu rättat.
05.01.2016 - 08:20
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.