Gerlinde skrifaði:
Danke für die Antwort! Das war klar. Ich meinte die Maschen der Raglanschraege. Ich habe jetzt immer aufgepasst, dass da 4 Rechte Maschen verlaufen und dementsprechend die Rueckreihe gestrickt. Sieht eigentlich richtig aus. Lieben Gruß!
04.03.2019 - 13:06
Gerlinde Dittrich skrifaði:
Hallo, stricke gerade den hübschen Pulli Drops Baby 21-15 Grösse 68/74. Die Abnahmen für die Rundpasse/Raglanschraege erfolgt nur auf der rechten Seite. Wie stricke ich die Rückseite, vor allem das Muster über die abgenommenen Maschen? Bitte um Hilfe! Gerli.
03.03.2019 - 18:35DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Dittrich, wenn Sie dann in Reihen stricken, lesen Sie das Diagram M.2 links nach rechts, und immer genauso wie zuvor stricken, dh immer mit li über li/re über re stricken damit Sie immer 2 Reihen mit 2 li/2 re und 2 Reihen mit 2 re/2 li im Wechsel haben. Viel Spaß beim stricken!
04.03.2019 - 11:02
Lotta skrifaði:
Voisiko ohjeeseen myös lisätä, että raglankavennusten kohdalla nurjalla neulotaan 4 silmukkaa nurin, eikä mallikuvioiden mukaan. Tämä voi olla ohjeen tekijälle itsestäänselvää mutta ei välttämättä neulojalle varsinkaan jos ek tajua katsoa kuvaa
28.02.2019 - 23:56
Noela Mills skrifaði:
I want to knit this jumper for my granddaughter but it looks too small in the armholes. How can I make the armholes bigger please?
11.02.2019 - 15:39DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mills, we are unfortunately not able to adapt every pattern to every single request, for any further personnal assistance please contact the store where you bought the yarn. Happy knitting!
11.02.2019 - 15:59
Sofia skrifaði:
Hei! Jeg har nettopp satt ermene inn på samme pinne som bolen. Det står videre at man skal felle tre masker på hver side av det første merket. Jeg lurer på om man med felling mener at man skal felle de helt av, eller strikke «to sammen» tre ganger?
06.02.2019 - 14:29DROPS Design svaraði:
Hei Sofia. De 3 maskene du feller på 1 pinne, på hver side av høyre raglanåpning kan du felle av. Du skal strikke knappestolper her tilslutt, så disse 3 maskene felles for å lage plass til stolpene. Når du skal felle videre til raglan skal du felle som forklart under FELLETIPS (altså ikke felle av). God fornøyelse
11.02.2019 - 09:03
Sigrid skrifaði:
Ich habe Ärmel und Vorderteil und Rücken gestrickt und jeweils die 8 Maschen abgenommen. Muss ich jetzt gleich an der Knopfleiste noch je 3 Maschen abnehmen und wie nehme ich an diesen Stellen für die Raglanschräge ab
01.02.2019 - 20:01DROPS Design svaraði:
Liebe Sigrid, bei der 1. Reihe der Passe ketten Sie 3 M am Anfang der Hinreihe + 3 M am Anfang der Rückreihe für die Blende. Siehe unter TIPP ZUM ABNEHMEN am Anfang der Anleitung, wie es am Anfang der R + bei den 3 anderen Markierungen abgenommen wird. Viel Spaß beim stricken!
04.02.2019 - 08:15
Merit skrifaði:
In de pas staat voor maat 6/9, brei na 6,5cm M2 M3. Is deze 6,5cm incl de M2die al gebreid is voor de start van de raglan of exclusief?
02.01.2019 - 12:00
Anaíza Gonçalves skrifaði:
Olá! As instruções para a gola dizem para fazer duas casas de botões, mas isso dará um total de cinco casas. Os botões são só quatro, logo, deviam-se fazer só quatro casas, certo?
25.11.2018 - 23:12DROPS Design svaraði:
Bom dia, Obrigado pela sua pergunta. Efectivamente, há uma discrepância. Já enviámos a questão para a equipa de designers para que possam editar as explicações quanto antes. Bom Tricô!
26.11.2018 - 11:40Luiza Geanta skrifaði:
How many drops baby merino do I need if I want to make this jumper, size 74-80? Thank you.
25.11.2018 - 20:58DROPS Design svaraði:
Dear Luiza, you need 150 g (3 balls) of DROPS Baby Merino. Happy knitting!
25.11.2018 - 21:41
Christel skrifaði:
Je n’ai pas de magasin à proximité,puisque j’achete tout en ligne. Là j’ai avancé et j’en suis au col et pareil,...,´reprendre les mailles de l’encolure ´ mais on l’avait déjà fait précédemment. Quelle encolure? L’encolure devant. Mais les mailles ne sont pas tricotées.
23.11.2018 - 11:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Christel, envoyez une photo de votre ouvrage par mail à votre magasin, il vous répondra également toujours par mail. Pour le col, vous reprenez les mailles que vous aviez mises en attente pour l'encolure devant et relevez les mailles de chaque côté des mailles restantes de l'encolure. Bon tricot!
23.11.2018 - 15:07
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.