Javivi skrifaði:
Hola tendo una duda en esta parte. Luego de unir las mangas al cuerpo en esta parte que dice: Empezar rem 3 pts en cada lado de esta abertura del raglán. Se refiere a rematar 3 puntos al inicio (del cuerpo) y 3 pts en el final de la vuelta qué sería en las mangas?? Estoy super confundida de como tejer la pechera. Al unir todos los puntos del cuerpo y las mangas en la aguja redonda queda incómodo y tirante para tejer no se si lo estoy haciendo bien.
08.01.2025 - 02:08DROPS Design svaraði:
Hola Javivi, sí, cierras 3 pts al inicio y final de la fila. Cuando tienes muchos puntos es más cómodo trabajar con una aguja redonda larga, que te permite repartir los puntos en el cable también, que con agujas rectas, donde el espacio queda limitado. Al principio las primeras filas quedan algo tirantes pero, a medida que continúes con el canesú, la labor se acomodará mejor y podrás trabajar más cómodamente.
12.01.2025 - 15:38
Anne-Marie Nielsen skrifaði:
Jeg har nu samlet ærmer og ryg/forstykke på en rundpind, men er nu kørt fast. Skal jeg nu strikke forstykket frem og tilbage og bagefter ryggen, hvis ja, hvor skal jeg starte og slutte på pinden/ærmerne? På forhånd tak for hjælpen.
18.12.2024 - 15:03DROPS Design svaraði:
Hej Anne-Marie, du strikker hele stykket på en gang. Start ved åbningen, med at lukke de 6 masker af (ifølge opskriften, fortsæt over forstykket, ærmet, rygstykket, ærmet, nu er du ved åbningen, vender arbejdet og strikket tilbage - men husk raglanindtagningerne når du strikker frem og tilbage :)
20.12.2024 - 11:21
Shar skrifaði:
The writing in this pattern is the worst I've ever seen in two decades of knitting. Astounding. If you're planning to make this, ensure the hieroglyphics make sense to you first.
17.11.2024 - 20:15
Gail skrifaði:
I cannot achieve the M1 pattern as shown in the photograph. I get one apparent garter row from the first 2 rows indicated by the xxxxx (first row purl, second row knit), but then double garter for next 4 rows...so I have 1 garter, plain, then 2 garter rows. What am I doing incorrectly?
12.11.2024 - 12:03DROPS Design svaraði:
Dear Gail, when working M.1 in the round, work as follows: Purl 2 rounds, knit 2 rounds, purl 2 rounds and knit 2 rounds. Hope this help. Happy knitting!
12.11.2024 - 15:53
Gail skrifaði:
Any help for how to prevent the jog when doing the M1 and M2 pattern (going from knit to purl row). Suggestions are using two skeins or yfd pw, slip first stitch when beginning the knit row. Or should I not worry because it’s under the armpit? Cheers, Gail
11.11.2024 - 10:36DROPS Design svaraði:
Dear Gail, you can try to tighten the yarn somewhat more just at the transition to make the last stitch lined beside the first stitch of the round, but note that this shouldn't be visible when piece is done. Happy knitting!
11.11.2024 - 12:41
Frederique skrifaði:
Ik snap de beschrijving van de raglan bies niet: Brei boordsteek 2 st recht/2 st av met 1 ribbelst en 2 st recht aan iedere kant (gezien vanaf de goede kant). Ik snap dat het aantal steken deelbaar door 4 is vanwege de 2 bij 2 boordsteek. Maar dan wordt er aangegeven nog 1 steek ribbel en 2 steken recht. Is dat dan 3 steken extra? Zitten deze steken dan aan de oksel-of aan de halskant. Kan je aangeven hoeveel steken ik nu op de naald moet nemen en wat dan volgorde is?
07.11.2024 - 11:53
Denise skrifaði:
Hallo, nach 34cm Gesamtlänge habe ich 22M für den Halsausschnitt stillgelegt. Auf der rechten Nadel sind nur 4 Maschen. Bitte um KONKRETE Hilfe/Anleitung, wie hier bis 38cm weitergestrickt werden soll. Mit 4 Maschen, kann ich nicht in jeder Reihe abketten und Raglanabnahmen machen. Danke!
20.10.2024 - 21:37
Pia skrifaði:
Bare glem mit spørgsmål jeg har pudset brillerne og ser der står man tager i d efter ribben…..
15.09.2024 - 23:29
Mc Dreamy / Pia Toft Pederden skrifaði:
Der er noget galt med maskeantallet i ærmet. Når man feks starter med 56 masker skal tage 16 ud så giver det ikke 40 masker. Jeg skal bare være sikker på at det er det antal der skrives man skal tage ud der passe?
15.09.2024 - 22:03DROPS Design svaraði:
Hej Pia. När ribben är klar tages det ind masker (ikke ud). Mvh DROPS Design
18.09.2024 - 13:47
Stefanie skrifaði:
Hallo Frage zur Passe: in der beschreibung steht -GLEICHZEITIG in der 1. R (nach dem Zusammensetzen der Ärmel- und Rumpfteil-Maschen) beidseitig jeder Markierung an allen Übergängen je 1 M abnehmen… muss ich nun die Abnahmen an den Ärmeln während des Aufnehmens machen oder erst die Ärmel aufnehmen und DANN die Abnahmen?
13.09.2024 - 16:00DROPS Design svaraði:
Liebe Stefanie, für den Raglan wird man jede 2. Runde beim Rumpf sowie bei den Ärmeln abnehmen, so wird man jedes Mal 8 Maschen abnehmen (2 pro Ärmel/Vorder- und Rückenteil). Viel Spaß beim Stricken!
16.09.2024 - 07:49
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.