Cindy Blanchard skrifaði:
Yes I know it’s the usual spot. But after the title: diagram, the legend shows and then just empty squares.
02.03.2020 - 13:53DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Blanchard, try to refresh (clean cookies if possible), I tried in several languages and get the text each time. Anyway, white square = K from RS, P from WS, cross (x) = P from RS, K from WS. Happy knitting!
02.03.2020 - 15:18
Cindy Blanchard skrifaði:
Hello. I can’t find the diagrams M1 and M2. Could you please tell me where they are? I have done the body already but a while ago and now I’d like to finish it. Thanks !!!
29.02.2020 - 01:54DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Blanchard, you will find the diagrams M.1 to M.3 at the very end of the pattern, just near measurement chart. Happy knitting!
02.03.2020 - 09:31
Sabine Motti skrifaði:
Am Ende der Beschreibung zur Rundpasse hat sich nach meinem Verständnis ein Fehler eingeschlichen: "Nach allen Abnahmen ... die Arbeit misst ca. 28-30-34 (38-42) cm. " Tatsächlich werden für die beiden Abnahmen nur noch drei Reihen gestrickt, die Arbeit verlängert sich somit um ca. 1 cm. Die korrekten Maßangaben befinden sich jedoch im Diagramm! Viel Freude beim Nachstricken! :-)
28.02.2020 - 13:18DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Motti, wenn alle Abnahmen fertig sind soll die Arbeit 25-27-31 (35-39) cm von der Anschlagskante bis zur Maschen an der mitte Rückenteil + 3 cm Schulter = 28-30-34 (38-42) cm. Viel Spaß beim stricken!
28.02.2020 - 13:27
Sabine Motti skrifaði:
Vielen Dank für die tolle Anleitung, das Stricken hat mir wieder einmal viel Freude bereitet.\r\nDie Beschreibung für die Rundpasse ist etwas irreführend, wenn man sich jedoch beim Lesen erst auf die Aussagen zu den Abnahmen konzentriert und dann beim Stricken die Informationen zu dem Muster mit berücksichtigt, ist es nach meinem Empfinden verständlicher.
28.02.2020 - 13:13
Hilde Askjellerud skrifaði:
Det står det skal felles til ragland hver 2. p. Vil det da si å felle til ragland bare fra retten?
16.02.2020 - 09:36DROPS Design svaraði:
Hei Hilde, Ja, det stemmer at man skal bare felle til raglan fra rettsida. God fornøyelse!
17.02.2020 - 07:18
Marianne skrifaði:
Jag stickar st 12-18 mån o ska nu börja på oket o förstår inte om jag ska minska vid varje raglanöppning eller endast ”denna raglanöppning” (höger) som det står i beskrivningen. Senare vid halsen minskas 2 m en gång o 1 m en gång. Är det både fram o bak Jag får det inte att stämma att det ska vara 62 m kvar Mvh Marianne
01.02.2020 - 12:45DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Samtidig som å felle til raglanåpningen skal det felles til raglan. Fell 1 maske på hver side av alle merkene (= 8 fellinger pr pinne) – LES FELLETIPS i oppskriften. Når disse fellingen er ferdig og de midterste maskene midt foran er satt på 1 tråd til hals strikkes hver del ferdig hver for seg. Så skal det felles på BEGYNNELSEN av HVER pinne fra halsen: 2 masker 1 gang og 1 maske 1 gang. God Fornøyelse!
03.02.2020 - 11:42
Malin skrifaði:
Svår beskrivning, jag gjorde såhär: Minskningar görs på rätsida, avmaska först genom 1 kantmaska, lyft en och sticka en rät, lägg över den innan. Vid första raglan sticka två ihop, en rät, sen en rät och lyft en och den över nästkommande räta. I slutet av stickningen avmaskas genom två räta ihop sen 1 kantmaska. Avigsidan minskas inte, sticka aviga tre st i början och slutet och 6 st aviga under raglan så att det blir rätmönstrat.
28.01.2020 - 08:56
Wenche skrifaði:
Denne forklaringen på raglandsfelling er det mest uforståelige jeg har lest !! Har strikket masse, men denne klarer jeg ikke å forstå!!
30.12.2019 - 22:22
Mia skrifaði:
Har nå satt alt på en rundpinne, men forstår ikke veien videre. Kantmaske på hver side? I hver side av hva? På bildet er også den venstre raglanfellingen (klarte å se 4 masker som var strikket oppover hele veien). Kan ikke finne noen forklaring på det? Hvordan skal jeg isåfall strikke det? Og skal det i tilfelle være bakpå genseren også, eller bare foran?
26.12.2019 - 18:07DROPS Design svaraði:
Hei Mia. Når du har satt alle maskene på en rundpinne, strikkes det frem og tilbake pga "knappestolpen" i den ene raglansfellingen i front. Det strikkes det en raglanstople senere (før halskanten). God Fornøyelse!
27.01.2020 - 11:57
Marissa skrifaði:
Wieviele Maschen bleiben am Ende übrig, wenn man auf der linken Seite der Raglanöffnung am Ärmel fertig ist. Oder sind diese am Ende komplett abgestrickt und es werden von dieser Seite ausgehend für den Hals nur noch die 22 M des stillgelegten Halsausschnitts aufgenommen?
02.12.2019 - 20:53DROPS Design svaraði:
Liebe Marissa, wenn die Seite am Anfang der Reihe (vor Halsausschnitt) mit Raglanabnahmen + Halsauschnittabnahmen fertig sind, haben Sie vielleicht auch keine Maschen mehr - je nach Ihre Maschenprobe in der Höhe, aber genügend Maschen für beide Abnahmen sollen Sie noch haben. Viel Spaß beim stricken!
03.12.2019 - 10:36
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.