Britta skrifaði:
Hej igen når man skal tage 8 m ind er det på hver retpond eller på hver anden retpond
02.07.2020 - 12:22
Britta skrifaði:
Har svært ved at forstå at man ved str 6-9 mdr når arb måler 26 cm sættes de midterst maske midt foran på en tråd . Så lukkes der yderligere i halskanten for 3 masker i hver side og så skal man yderligere strikke 4 cm ?
02.07.2020 - 08:23DROPS Design svaraði:
Hei Britta. Når du har satt de midterste maskene på 1 tråd (og arbeidet måler 26 cm), skal det felles av 2 masker 1 gang på begynnelsen av hver pinne fra halsen, deretter 1 maske 1 gang på begynnelsen av hver pinne fra halsen (= 4 pinner = litt over 1 cm). Samtidig som du har felt til hals, skal det også felles til raglan og når raglanfellingene er ferdig måler arbeidet ca 30 cm. God Fornøyelse!
06.07.2020 - 08:59
Britta skrifaði:
Hej trøjen bliver ikke lang nok . Jeg lukker af til ærmegab 24 cm og når jeg er færdig med raglandindtagninger måler den ikke 34 cm hvad sker der ....
08.06.2020 - 07:46DROPS Design svaraði:
Hei Britta. Har du sjekket at din strikkefasthet i høyden stemmer? Vi skal hjlpe deg så godt vi kan, men opplys gjerne hvilken størrelse du strikker. mvh DROPS design
09.06.2020 - 14:06
Edwige skrifaði:
Bonjour et merci pour les modèles et les explications J'ai du mal à comprendre les diagrammes, comment faire pour lire ? Merci
01.06.2020 - 13:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Edwige, vous trouverez ici comment lire des diagrammes. Bon tricot!
02.06.2020 - 10:20
Ola skrifaði:
Czy można prosić o wstawienie wzoru M2 i M3 w polskiej wersji językowej?
16.05.2020 - 08:30DROPS Design svaraði:
Witaj Olu, schematy M2 i M3 znajdziesz na dole wzoru, obok schematycznego rysunku. Pozdrawiamy!
18.05.2020 - 10:37
Lise Almskou skrifaði:
Pudsede lige brillerne, og kiggede på målskemaet igen. Og fandt de tal der passede med opskriften. 🤣
11.05.2020 - 16:25
Lise Almskou skrifaði:
Hej Drops Jeg er lidt forvirret. Strikker str. 3/6 mdr. På kroppen strikkes rib + glatstrikning til arbejdet måler 15 cm, herefter mønster 3 cm. Arbejdet er så 18 cm. På målskemaet står der 27 cm. Når man lukker til ærmegab. Følges opskriften bliver kroppen meget kort......hvor komme de manglende cm ind? Skal de manglende 9 cm ikke tilføjes glatstrikningen?
11.05.2020 - 14:19DROPS Design svaraði:
Hej. Så bra att det löste sig! Mvh DROPS Design
12.05.2020 - 09:27
Annette skrifaði:
Hej igen Tak for svar. Strikker str 1/3 og har ved halsudskæring sat m på snor og skal strikke stykkerne færdig hver for sig. Når jeg lukker de m af der skal i hver sidde har jeg kun 1 m tilbage. Skal der strikkes videre på den da mit arbejde ikke måler de 28 cm det skal? På forhånd tak Vh Annette
21.04.2020 - 12:45DROPS Design svaraði:
Hej Annette, ja det stemmer og det er den maske du strikker selve kanten op i bagefter :)
21.04.2020 - 14:01
Annette skrifaði:
Hej Jeg strikker str 1/3 og har sat 14 masker på tråd til hals. Skal strikke stykkerne færdig hver for sig og skal lukke af for 2 m og 1 m. Dette betyder, der kun er 1 m tilbage i den ene side. Hvordanstrikkwr jeg jeg videre på den? På forhånd tak. Vh Annette
20.04.2020 - 13:09DROPS Design svaraði:
Hej Annette, dem tager du ind på samme måde som på venstreside af halsen. Bagefter strikker du raglankanter i højre side ifølge opskriften, inden du strikker selve halskanten. God fornøjelse!
21.04.2020 - 11:03
Manoa skrifaði:
Bonsoir, J’ai terminé le pull en 12 mois et en étais très heureuse jusqu’a ce que je le lave à l’eau tiède à la main, sans torsion ni trempage, et le voici désormais détendu jusqu’en taille 3 ou 4 ans... C’est la seconde fois que ça m’arrive avec la Baby Merino : que puis-je faire svp ? Merci à vous, bonne semaine.
19.04.2020 - 23:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Manoa, suivez attentivement les indications d'entretien de BabyMerino, autrement dit: lavage en machine cycle délicat à 40°- sans assouplissant et séchage à plat (impératif). Vous trouverez ici des conseils supplémentaires sur l'entretien des laines mérinos, votre magasin DROPS saura vous conseiller n'hésitez pas à le contacter, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
20.04.2020 - 10:51
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.