Sharyn Fresia skrifaði:
Is there a hat pattern that goes with Drops Pattern 21-15/McDreamy Sweater? I found the booties but can't seem to find a hat/bonnet. Thank you.
02.11.2021 - 21:47DROPS Design svaraði:
Hi Sharyn, If you search for hats for babies all our availble patterns are listed there. Happy knitting!
03.11.2021 - 07:05
Sharyn Fresia skrifaði:
Is there what pattern that goes with drops 21-15 baby pattern?
02.11.2021 - 02:26DROPS Design svaraði:
Dear Sharyn, It is not clear what pattern you are looking for. Can you please specify? Happy Stitching!
02.11.2021 - 20:51
Marietheres Somborn skrifaði:
Kleiner Fehler in der deutschen Anleitung: Passe: ... Die Öffnung wird an der Raglanlinie am Übergang zwischen rechtem Ärmel und Vorderteil (beim Tragen des Pullovers) gestrickt.... Laut Foto und Anleitungen in anderen Sprachen müsste es heissen: Die Öffnung wird an der Raglanlinie am Übergang zwischen rechtem Ärmel und Vorderteil (wenn der Pullover flach vor Ihnen liegt) gestrickt.
23.10.2021 - 13:29DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Somborn, vielen Dank für den Hinweis, das ist korrekt. Die Anleitung wird korrigiert. Viel Spaß beim Stricken!
26.10.2021 - 12:17
Brochet Annick skrifaði:
Bonjour, Je souhaite réaliser le modèle drops baby 21-15 Mcdreamy. J'ai fait comme demandé le dos et le devant ainsi que les manches. Mais ensuite, je "beugue" quand il s'agit de monter les mailles du dos/devant avec les manches. Je n'arrive pas à relier le tout je suis "coincée". Le point du pull over je le comprends. Quelq'un aurait-il la gentillesse de bien vouloir me guider svp ? Merci à celle (s) qui voudra (voudront) bien me répondre.
20.10.2021 - 12:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Brochet, l'empiècement commence à partir du côté droit du devant (gauche quand il est porté): rabattez les 3 premières mailles pour la bordure de boutonnage, tricotez le devant, la manche, le dos, et la manche, tournez rabattez les 3 premières mailles de la manche et terminez le rang sur l'envers. Continuez en suivant M.2 et 1 m lis de chaque côté en diminuant pour le raglan. Bon tricot!
20.10.2021 - 15:00
Karolina skrifaði:
Hej! Jag skulle vilja göra den här tröjan till en liten nyfödd. Hur skulle jag i så fall anpassa storleken? Mvh Karolina
26.09.2021 - 13:35
Gitte Thorup Lysdal skrifaði:
Afsnittet om bærestk. forstår jeg ikke. Skal jeg ikke strikke rundt mere? Og hvorfor skal der lukkes 3 m af på hver side af den ene raglanåbning? Og hvor starter man omgangen? Jeg kan simpelthen ikke finde ud af det og komme videre! Venlig hilsen Gitte
22.09.2021 - 12:00DROPS Design svaraði:
Hej Gitta. Nej, nu ska du sticka fram och tillbaka eftersom det är en split i raglan på höger sida. Du lukker 3 m på den raglanåpningen för där ska du sedan sticka en raglankant på var sida (med knappar/knaphull). Du startar nu omgangen fra højre ”raglanåbning” foran (når tøjet ligger foran dig). Mvh DROPS Design
23.09.2021 - 10:18
Loes Piket skrifaði:
Ik vind het een heel leuk patroon ik vind het ook een moeilijk patroon maar het is af ,hebben jullie er ook een passen mutsje bij? Dank je wel voor de leuke patronen!Loes 💐🍃
23.08.2021 - 09:44DROPS Design svaraði:
Dag Loes,
Er is niet specifiek voor deze trui een bijpassende muts ontworpen, maar kijk even bij de babymutsen in Baby Merino, daar zit vast wel iets bij.
03.09.2021 - 10:01
Loes Piket skrifaði:
Hoe zet ik de raglanbies randen vast aan de trui?
23.08.2021 - 09:24DROPS Design svaraði:
Dag Loes,
Deze kun je aan de verkeerde kant met een paar kleine steken met naald en draad vast zetten.
03.09.2021 - 10:03
Loes Piket skrifaði:
Waarom staat bij het minderen voor de raglan ook de averechte naald erbij als je alleen om de nld moet minderen?
16.08.2021 - 11:41DROPS Design svaraði:
Dag Loes,
Je mindert eerst een aantal keren om de naald, dus inderdaad alleen aan de goede kant, maar daarna meerder je ook een aantal keren op iedere naald. Dit laatste geldt alleen voor de 3 grootste maten. Voor de twee kleinste maten minder je inderdaad alleen op de goede kant, dus kun je de uitleg voor het minderen voor de raglan aan de verkeerde kant negeren.
17.08.2021 - 11:42
Ane skrifaði:
Jeg forstår ikke neste steg, kan noen forklare hva som menes med følgende? \"Videre strikkes det frem og tilbake på p fra høyre ”raglanåpning” foran (når plagget ligger flatt foran deg). Start med å felle 3 m på hver side av merketråden ved denne ”raglanåpningen”. Fortsett M.2 med 1 kantm i hver side slik at mønsteret stemmer over bol og erme videre oppover\" Takk.
09.06.2021 - 19:10
McDreamy#mcdreamysweater |
|||||||
|
|
|||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með áferðamynstri og laskalínu úr DROPS BabyMerino
DROPS Baby 21-15 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur slétt saman, 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun umferðar: 1 kantlykkja, 2 lykkjur brugðið saman. Í lok umferðar (byrjið þegar 3 lykkjur eru eftir): 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogana í stað fremri), 1 kantlykkja. Við hin 3 prjónamerkin er lykkjum fækkað í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúnar brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið skiptist upp við handveg og er prjónað frá handvegi fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar á stuttan hringprjón /sokkaprjóna í hring, neðan frá og upp. Laskalínukantur að framan er prjónaður í lokin á undan kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-168-184 (204-216) lykkjur á hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 28-32-32 (36-40) lykkjur jafnt yfir = 120-136-152 (168-176) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar og eitt eftir 60-68-76 (84-88) lykkjur (= í hlið). Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14-15-18 (20-23) cm prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Eftir M.1 er prjónað M.2 yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-27) cm prjónið næstu umferð þannig: fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= framstykki), fellið af 8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 52-60-68 (76-80) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 4 lykkjur fyrir handveg. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-48-52 (56-60) lykkjur á prjóna 2,5 með Baby Merino. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-12-14 (16-16) lykkjur jafnt yfir = 34-36-38 (40-44) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar = miðja undir ermi. Skipt yfir á prjóna 3 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. STÆRÐ 1/3 mán + 6/9 mán: Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 7-8 sinnum. STÆRÐ 12/18 mán + 2 ára: Endurtakið útaukningu til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umferð alls 9 (12) sinnum. STÆRÐ 3/4 : Endurtakið útaukningu í 6. hverri umferð alls (12) sinnum. = 48-52-56 (64-68) lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-14-17 (20-24) cm prjónið M.1. Eftir M.1 er prjónað M.2. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar lykkjur í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af 8 lykkjur mitt undir ermi (= 4 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 40-44-48 (56-60) lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handvegi = 184-208-232 (264-280) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis (prjónamerkin eru notuð fyrir úrtöku í laskalínu) og setjið eitt prjónamerki mitt í framstykki (= 26-30-34 (38-40) lykkjur í hvorri hlið). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið síðan fram og til baka frá hægri „laskalínuopi" að framan (þegar flíkin liggur flöt fyrir framan þig). Byrjið með að fækka um 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við þetta „laskalínuop". Haldið áfram með M.2 og 1 kantlykkju í hvorri hlið þannig að mynstrið passi yfir fram- og bakstykki og ermar. Þegar M.2 hefur verið prjónað 6-6½-7 (8-8½) cm prjónið M.3 áður en prjónað er áfram með M.2 til loka. JAFNFRAMT, í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við öll laskalínu prjónamerki (= 8 úrtökur í umferð) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 13-15-16 (15-16) sinnum og í hverri umferð: 0-0-1 (6-7) sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26-30 (34-38) cm setjið miðju 14-18-22 (22-22) lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. 7-9-11-11-11 lykkjur hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan) á þráð fyrir hálsmáli og hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. Fellið af í byrjun hverrar umferðar frá hálsmáli: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni. Eftir allar úrtöku fyrir laskalínu og affellingu fyrir hálsmáli eru ca 54-58-62 (62-62) lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að öxl. Setjið lykkjur á þráð og prjónið laskalínukant að framan á undan kanti í hálsmáli. LASKALÍNUKANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 36 lykkjur (deilanlegar með 4) innan við 1 kantlykkju meðfram laskalínuopi á ermi á prjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju og 2 lykkjum slétt í hvorri hlið séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 m er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið meðfram laskalínuopi á framstykki, en eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það á einnig að vera 1 hnappagat í kanti í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 100 til 128 lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af þráðum og 6 lykkjur sem prjónaðar voru yfir hvorn laskalínukant) á hringprjóna 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4). Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínuopi (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). JAFNFRAMT eftir 2 umferðir er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin sem eru á laskalínukanti. Þegar kantur í hálsmáli mælist 4,5 cm er fellt af fyrir 1 hnappagati yfir hin hnappagötin. Prjónið 2 umferðir til viðbótar og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Brjótið hálsmálið saman tvöfalt að röngu og saumið niður með fallegu spori – passið uppá að það verði ekki of stíft. Saumið niður kanta að framan neðst í laskalínuopi. Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mcdreamysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.