Annette Sørensen skrifaði:
Jeg har fundet en god strikkeopskrift på en Køre pose Snuggly Bunny . Når jeg skal strikke forstykket volder det mange problemer med at få mønster til at passe med antalet af masker .Hvad gør jeg .Kan I hjælpe Annette
26.10.2020 - 11:36DROPS Design svaraði:
Hei Annette. Litt vanskelig å hjelpe når man ikke vet hvor det går galt hos deg, men legg opp det antall masker og bruke maskemarkører mellom hver gjentagelse, evnt diagram, så har du en bedre oversikt. mvh DROPS design
26.10.2020 - 15:28
Joanne Elizabeth Tucker skrifaði:
I think I forgot to say that my previous questions are in relation to the Snugly Bunny pattern, that I am not sure if you work rows up the M2 & M3 diagrams and what to the rows do at the top of the diagram, is there a gap where you don't do the 2 stitch cables?
25.10.2020 - 14:07DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Tucker, could the previous reply help you? Do not hesitate to tell us if it didn't. Happy knitting!
26.10.2020 - 08:27
Joanne Elizabeth Tucker skrifaði:
When doing the M2 and M3 cable stiches do you work up the pattern or down? Also, at the top of the diagram it looks like you stop the side 2 stitch cables and just do 3 stitch cables for 2 rows? Is that correct?
25.10.2020 - 09:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Tucker, all diagrams are worked bottom up; when the first 4 rows are worked, repeat the first and the last cable from row 1 and continue the 2nd and 3rd cable (=middle) for 2 rows then repeat these cables from row 1, this means the first and 4th cable in M.2/M.3 will be worked every 4th row while the middle cables in M.2/M.3 are worked on every 6th row. Happy knitting!
26.10.2020 - 08:20
Evlyn Stants skrifaði:
Another question. On working right front piece- it says “cast on stitches for sleeve as described for back piece =86/stitches. If I follow instructions for back piece I cast on 76 stitches in total = 124 stitches on needle. So - am I supposed to end up with 86 stitches in total on needle or 84 stitches for sleeve only? Thanks again for helping me through this lovely but difficult (for me) pattern.
12.10.2020 - 19:58DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Stants, when working right front piece you will cast on the stitches for sleeve only at the end of the rows from RS = 4 sts 2 times, 8 sts 1 time, 10 sts 1 time and 12 sts 1 time = 48+8+8+10+12= 86 sts. On left front piece, you will cast on the sts at the end of the rows from WS. Happy knitting!
13.10.2020 - 11:27
Ursula Knitter skrifaði:
Wie oft wird ein Maschensatz wiederholt in der Breite?
08.10.2020 - 14:26DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Knitter, was meinen Sie hier? Welches Diagram meinen Sie? M.1 wird beim Rückenteil zwichen den Randmaschen gestrickt/wiederholt (= über allen Maschen). Beim Vorderteil stricken Sie: m.1, dann M;2, linke Maschen, M2, M1 und 1 Randmasche. Kann das weiterhelfen?
08.10.2020 - 16:16
Evlyn Stants skrifaði:
I am not sure I am reading the chart correctly; my front piece does not look right. aAsentence of instruction would be useful. According to your chart tutorial, you read from right to left first row, then left to right second. So - if I understand your instructions, the first row of M1 for example would be k, p, etc. And so would the next row. Is this correct? Then 3rd and 4th would be p, k... But my pattern doesnt look like the pictures. please clarify- thanks.
05.10.2020 - 23:16DROPS Design svaraði:
Hi Evlyn, When working from the right side you read the pattern from right to left. When you work back you read from left to right. So the first row is knit 1, purl 1, the second row (wrong side) is also knit 1, purl 1 (you are then knitting knitted stitches on the wrong side and purling purled stitches) which gives you the ribbed effect. Happy knitting!
06.10.2020 - 08:19
Sylvie skrifaði:
Bonjour est il possible de réaliser cet ouvrage avec des aiguilles simples ? je ne comprends pas pourquoi on utilise les circulaires pour réaliser le nid d ange en 2 parties... merci et bonne journee !
25.09.2020 - 09:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, tout à fait, on utilise ici une aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles - si vous utilisez des aiguilles droites, pensez à bien conserver la bonne tension car vos mailles seront plus serrées. Retrouvez ici encore plus d'infos. Bon tricot!
25.09.2020 - 09:29
Adriana skrifaði:
Devo eseguire l'apertura per la cintura di sicurezza. Devo lavorare l'apertura sia sul davanti che sul dietro? Alla stessa altezza? Grazie
07.09.2020 - 15:45DROPS Design svaraði:
Buonasera Adriana, dipende da come è fatto il supporto a cui lo vuole legare, in ogni caso le consigliamo di rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia per un'assistenza più personalizzata. Buon lavoro!
05.10.2020 - 19:19
Jill skrifaði:
I understand the increasing for sleeves but am wondering how to keep the pattern consistent What do you do with the end of rows that were always knit 1 before pattern
04.09.2020 - 21:45DROPS Design svaraði:
Dear Jill, on first row after increase you have to count how the new stitches will be worked depending on how the last stitch in pattern M.1 is worked and if your row is from RS or WS and which row in M.1 you are working on to make sure M.1 will not be broken. Happy knittin!g
07.09.2020 - 08:15
Ma Baleska Diaz Zamora skrifaði:
Hola, hace un tiempo hice este modelo para una de mis nietas, queda precioso, muchas gracias por compartir este modelo gratuitamente. Les escribo para informar que hay una persona en instagram que publica la foto de este modelo y vende el patrón por talla, revisen en: taller_entretejido
07.07.2020 - 22:03
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.