Kaat skrifaði:
In de beschrijving van het rechtervoorpand staat: Zet in de volgende nld aan de goede kant 6-7-8 (9-9) st middenvoor op een hulpdraad voor de hals. Maar ik zie nergens wat er dan nog verder met die steken moet gebeuren? Lees ik er over? Alvast bedankt!
14.03.2022 - 13:54DROPS Design svaraði:
Dag Kaat,
Deze worden pas weer opgenomen wanneer je de capuchon breit.
18.03.2022 - 08:22
Rita skrifaði:
In de beschrijving van het rechtervoorpand staat: minder 4 st over de kabel middenvoor, dus minder 2 st over kabel en 1 st aan iedere kant van de kabel. Dit begrijp ik niet. Kunt u dit anders beschrijven?
27.12.2021 - 16:33DROPS Design svaraði:
Dag Rita,
De kabel die aan de kant van midden voor zit beslaat 4 steken, over deze 4 steken minder je 2 steken (dus je breit 2 keer 2 steken samen), daarnaast minder je aan beide kanten van die kabel steken door samen te breien.
28.12.2021 - 13:09
Anniesette Elley Foght skrifaði:
Jeg har svært ved at forstå mønstret til Snuggly Bunny. Hvordan forståes det. Man skal lave flere forskellige str snoninger. Men strikkes de forskudt....eller er der tre rækker mellem både de store og de små. Eller hvordan forståes strikke opskriften...vh Sette.
18.12.2021 - 18:22DROPS Design svaraði:
Hei Anniesette. Om du ser på diagram M.2 og M.3 så er det 2 "små" fletter på hver side og 1 stor flette midt i. Når du har strikket 4 rader av M.2 og M.3 starter du på rad 1 igjen på diagrammene, MEN når det strikkes over de store flettene midt på strikker du rad 5 i diagrammene, samme på neste rad (2. rad i diagrammet over de små flettene og 6. rad over den store fletten i midten). På denne måten blir det 3 rader mellom de små flettene og 5 rader mellom de store flettene. mvh DROPS Design
21.12.2021 - 10:39
Wanda skrifaði:
I love this pattern but having trouble with the cables. Seems the pattern left out detailed instructions
14.11.2021 - 21:10DROPS Design svaraði:
Dear Wanda, this lesson explains how to read diagram, this should help you. When repeating M.2 and M.3 in height, make sure to get always the correct number of rows between cables since the small cables are worked on every 4th row while the large cables are worked on every 6th row. Happy knitting!
15.11.2021 - 08:44
Wanda skrifaði:
Please help me with cable instructions
14.11.2021 - 21:08
Wanda skrifaði:
I need help making the cables, my pattern chart is confusing
14.11.2021 - 21:07
Sofie Sundman skrifaði:
I detta mönster finns en uppdatering. Tolkar jag den rätt om jag tolkar det som att jag inte ska maska av de fyra maskorna som nämns i det ursprungliga mönstret? Gäller då samma på vänster framstycke?
08.11.2021 - 19:12DROPS Design svaraði:
Hej Sofie. Texten i mönstret är rättad, så om du bara följer beskrivningen som det står så blir det riktigt (det stod tidigare maska av istället för minska i texten, men detta är alltså rättat nu). Mvh DROPS Design
09.11.2021 - 08:44
Bonnie Sidran-Mollison skrifaði:
I am trying to read the pattern chart. Is it a repeating pattern of 4 rows or 6 rows? What do rows 5 and 6 with only 12 stitch boxes in M 2 and M 3 mean? What about the other stitches in these rows? Thanks for your help.
01.11.2021 - 03:11DROPS Design svaraði:
Dear Bonnie, in M2 and M3 the central part is of 6 rows and is then repeated after 6 rows. The initial and ending sections in these diagrams are repeated after each 4th row. They are different cables; the central section is the bigger cable and the flanking sections are the smaller cables. The other stitches are explained in the written instructions for the front. Happy knitting!
01.11.2021 - 13:14
Delphine skrifaði:
Bonjour il est indiqué ;diminuer 4 m dans la torsade côté milieu devant je n arrive pas a savoir de quel torsade on parle ?? pourriez vous m aider ?? merci beaucoup
16.10.2021 - 22:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Delphine, il s'agit de la première torsade sur l'endroit, après les mailles de la bordure devant, vu sur l'endroit/devant droit, ou bien la dernière torsade sur l'endroit, avant les mailles de la bordure devant, vu sur l'endroit/devant gauche. Bon tricot!
18.10.2021 - 09:00
Andrea skrifaði:
How do I calculate the required amount of wool for this pattern ?
06.08.2021 - 12:53DROPS Design svaraði:
Dear Andrea, the amount of yarn needed is given in the pattern: DROPS MERINO EXTRA FINE from Garnstudio 450-500-550 (650-700) g colour no 01, off-white. If you want to use a different DROPS yarn, THIS lesson might help you calculating the amoints. Happy Stitching!
06.08.2021 - 13:13
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.