Helga Schmieder skrifaði:
Ich habe Schwierigkeiten,wo ich am Halsausschnitt, in den Zöpfen Maschen abnehmen muss.Danke!
13.09.2012 - 00:01DROPS Design svaraði:
Ich hoffe, ich habe Ihre Frage richtig verstanden: Stricken Sie über dem Zopf 2 x 2 M zusammen und dann noch je 2 M neben dem Zopf zusammen (= 4 M abgenommen).
13.09.2012 - 13:37
CC skrifaði:
Hej igen. Det du skriver om förstår jag, men hur tolkar man de två översta raderna där man bara visar hur man ska sticka 12 maskor?
25.08.2012 - 13:31
CC skrifaði:
På de två första varven på m2 och m3 'saknas' det maskor, dvs. de visar bara att vissa ska stickas räta på rätsidan och aviga på avigsidan. Vad stickar man på de maskor som mönstret inte visar?
23.08.2012 - 19:27DROPS Design svaraði:
M2 och M3 har 32 maskor vardera. Dessa 32 maskor visas i diagrammet. Tex i M2 så är det först 4 am, sedan fläta över 4 m, sedan 4 am, sedan två flätor över nästa 12 m, sedan 4 am, och så fläta över 4 m = totalt 32 m. På aviga v tillbaka, stickas 2a rad i diagrammet där man startar i vänster sida, och 4 tomma rutor är så am från avigsidan, nästa 4 m är 4 rm osv.
25.08.2012 - 00:55
Hanne Riege skrifaði:
Når jeg skal strikke flette, så strikker jeg M1,M2 og M3 med 14 imellom på retten og så står det at på vrangen skal jeg strikke M1,M2 og M3, men da ser det så merkelig ut. Hadde kanskje vært riktig å strikke M1,M3 og M2 tilbake på vrang siden? Eller ?
07.07.2012 - 18:00DROPS Design svaraði:
Du skal strikke de samme diagrammer tilbage på vrangen: på retsiden: M.1, M.2, 14 vrang, M.3 og M.1 bliver på vransiden: M.1, M.3, 14 r, M.2 og M.1.
28.12.2012 - 10:58
Penny Gibson skrifaði:
Yarn requirements are inaccurate. I suggest ordering 2 additional skeins if using the Extrafine Merino. Also, I used 12/18 measurements for 2-3 year olds.
03.06.2012 - 16:02
Roxanne skrifaði:
I need help reading the cable patterns, I dont understand the M1 diagrams. 1. from botton uo? 2. from left to right? 3. every row in diagram purl ws row?
21.02.2012 - 21:03DROPS Design svaraði:
You always start a chart at the bottom right corner. Work first row in chart from right to left. Second row from left to right. Chart is showing every row in pattern.
29.02.2012 - 00:04
Manon skrifaði:
- betyder dette at jeg skal strikke 1 kantm + 1r + 1 x M.1 (over 2 masker)
06.02.2012 - 08:27DROPS Design svaraði:
Du strikker kun én kantm men starter M.1 med r. God fornøjelse!
29.02.2012 - 11:31
DROPS Deutsch skrifaði:
Über den Zöpfen nimmt man vor dem Abketten Maschen ab damit der Ausschnitt nicht zu weit wird (Zöpfe ziehen sich zusammen und werden über mehr Maschen gestrickt).
10.12.2011 - 15:03
Al Bundy skrifaði:
Frage zu rechtes Vorderteil (die nächste R. wird von der Rückseite gestrickt – über dem Zopf gegen die Mitte 4 M., abn. (2 M. über dem Zopf und je 1 M. auf beiden Seiten des Zopfes): Was ist da konkret der Sinn dahinter? Und mit Zopf ist wohl der grosse in der Mitte gemeint, nicht die beiden auf der Seite, right?
09.12.2011 - 20:32
DROPS Design skrifaði:
Da teller du feil, M2 og M3 har 32 masker hver (obs, flettene i midten strikkes over 6 masker). De 14 masker i midten strikkes vrang. I M3 er flettene riktig. M2 og M3 er speilvend.
01.11.2011 - 12:40
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.