Dona skrifaði:
Please disregard my earlier question. Figured it out.
08.08.2013 - 00:49
Donna skrifaði:
I'm having trouble understanding what you mean by dec 4 st on the cable towards the mid front Not sure what cable you are referring to. Is it the first cable pattern (4 st)?
07.08.2013 - 20:24DROPS Design svaraði:
Dear Donna, you are correct, it's the first cable seen from RS, the one towards front opening. Happy knitting!
08.08.2013 - 09:55
Anna skrifaði:
When I look at the picture the basic pattern looks like double moss stitch (rows 1&2 K2, P2; rows 3&4 P2, K2), but when I look at the M1 diagram reading up from the bottom, Rs rows right to left and WS rows left to right I see rows 1&2 K1, P1; rows 3&4 P1, K1 and that doesn't come out looking like the picture. Which should it be?
26.07.2013 - 03:57DROPS Design svaraði:
Dear Anna, pattern M1, is alternately 2 rows K1,P1 and 2 rows P1, K1 (seen from RS), sleeves sts are cast on at the end of row, so that it may look different in the picture. Happy knitting!
26.07.2013 - 09:33
Strickner Waltraud skrifaði:
Mod.-19-10. ich stricke eigentlich sehr viel, aber bei diesem modell komme ich nicht klar und zwar beim vorderteil mit dem halsausschnitt - die beschreibung dazu ist so was von kompliziert und unübersichtlich. kann ich da nicht einfach einen halsausschnitt machen und dann die kapuze. auch die beschreibung der kapuze ist eigentlich nicht nachzuarbeiten. können sie mir bitte da kurz helfen.
27.05.2013 - 14:56
Camilla Frydendal skrifaði:
Stemmer det at i M1 skal det strikkes annenhver rett og vrang, men med rett over rett og vrang over vrang? Dette er ikke det samme som perlestrikk? Perlestrikk er vel rett over vrang og vrang over rett (i høyden)? Har jeg misforstått? Skal det være 2 like masker over hverandre i høyden på M1, eller klassisk perlestrikk?
22.05.2013 - 10:04DROPS Design svaraði:
Hej Camilla. Der skal være 2 like masker over hverandre på M1. Det er en dobbelt perlestrikk og ikke klassisk perlestrik. Se her:
23.05.2013 - 14:38
Simon Karine skrifaði:
Bonjour , combien faut il de pelote de laine pour faire ce modéle en 1/3 mois et en 6/9 mois s'il vous plait , merci
17.05.2013 - 10:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Simon, les fournitures sont indiquées, au poids, à droite de la photo : 450 g Merino Extra Fine en taille 1/3 mois / 50 g la pelote = 9 pelotes, et en taille 6/9 mois : 500/50 g = 10 pelotes. Bon tricot !
17.05.2013 - 10:55
Strickner Waltraud skrifaði:
Sind bei muster 1 die hin und rückreihen gestrickt (=alle 4 reihen wechseln), oder wechselt man 1m re/ 1 m li bei jeder 2. reihe. oft heißt es ja die rückreihen stricken, wie sie erscheinen. auf dem bild jedoch sieht es fast so aus, als würde man jede 2. reihe wechseln?? das steht leider auch nirgends. vielleicht sollte man die reihennummer bei der anleitung dazuschreiben. vielen dank für die hilfe. (habe mir auch die orginal wolle bei lanade bestellt). liebe grüße waltrau strickner
10.05.2013 - 07:20DROPS Design svaraði:
Guten Morgen Frau Strickner, das Diagramm zeige alle Reihen, wie man sie auf der Vorderseite sieht. Wir haben der Deutlichkeit halber auch noch den Diagrammtext angepasst. Nun sollte es klappen, viel Spaß beim Stricken!
10.05.2013 - 07:59
Rubine skrifaði:
Hei igjen. Har endelig lært meg å telle så nå ble armene rett. Det jeg lurer på nå er hvorfor det kun er diagram for de 12 midterste maskene på de to siste pinnene i M2 og M3?
14.04.2013 - 18:45DROPS Design svaraði:
Hej Rubine. Det er fordi du skal strikke 5 p imellem hvert kabel i midten og kun 3 p imellem de andre to kabler
16.04.2013 - 10:31
Viktoria Sverdrup skrifaði:
Hei :) Jeg skal strikke den minste størrelsen, med 68 masker. Men skal jeg strikke med kantmaske fra begynnelsen? og når jeg har strikket de første fire cm, hvordan skal jeg fortsette derifra?
10.04.2013 - 20:55DROPS Design svaraði:
Ja, det skal du. Efter 4 cm står der i mønstret: trikk 1 p vrang fra vrangen. Deretter strikkes M.1 med 1 kantm rille i hver side (start med 1 r etter kantm)
29.04.2013 - 16:47
Viktoria Sverdrup skrifaði:
Hei :) Jeg skal strikke den minste størrelsen, med 68 masker. Men skal jeg strikke med kantmaske fra begynnelsen? og når jeg har strikket de første fire cm, hvordan skal jeg fortsette derifra?
06.04.2013 - 13:06
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.