Joanne Gibson skrifaði:
The penny has just dropped! Thanks for the info.... Feel silly now lol. 😄
12.05.2015 - 18:36Joanne Gibson skrifaði:
When knitting m2 and 3. Why is there 6 rows? How do I knit the top two middle rows? Confused ..... Please help x
12.05.2015 - 08:44DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gibson, all cables in M.2 and M.3 are not worked over the same number of rows, ie where there are only 4 rows, repeat these cables over 4 rows - where there are 6 rows, repeat these cables over 6 rows. Happy knitting!
12.05.2015 - 10:10
Kathrine skrifaði:
"Luk derefter af til hals på hver p fra halsen: 2 m 2 gange og 1 m 2-2-3 (3-3) gange" betyder det at jeg skal starte på vrang siden? hvordan lukker man dem af? ved at strikke 2 masker sammen? skal der melem rum imellem aflukningerne eller tager man dem bare ud i en?
06.05.2015 - 08:25DROPS Design svaraði:
Ja i den ene side lukker du af mod halsen fra retsiden og i den anden side lukker du af mod halsen fra vrangen. De første 2 m lukker du af en ad gangen, det gør du i starten af pinden fra halsen. Bagefter lukker du 1 m af som der står i opskriften. God fornøjelse!
13.05.2015 - 10:26
Susi skrifaði:
Meine Frage hat sich erledigt. Nach vielem googlen und versuchen habe ich das Diagramm verstanden.
11.04.2015 - 00:11DROPS Design svaraði:
Ok, ich habe Ihren Kommentar erst gelesen, nachdem ich geantwortet hatte. Ich hoffe, Sie haben das Gleiche ergoogelt. :-) Leider ist es uns nicht möglich, immer sofort auf die Fragen zu antworten, aber wir bemühen uns stets um Antwort. Weiterhin gutes Gelingen!
11.04.2015 - 08:54
Susi skrifaði:
Ich bin jetzt beim Vorderteil und verstehe M2 und M3 nicht. Was bedeuten die zwei Reihen über den grossen Zöpfen? Arbeite ich zwei Reihen glatt rechts komplett von links nach rechts oder was genau muss ich machen? Über eine ausführliche Erklärung würde ich mich freuen. Ansonsten klappt alles super bisher :)
10.04.2015 - 02:51DROPS Design svaraði:
Es bedeutet, dass die mittleren 12 M von M.2 aus 6 R bestehen, die äußeren je 8 M jedoch nur aus 4 R. Sie stricken also die ersten 4 R des Musters, wie Sie sie sehen, dann beginnen Sie mit den ersten 8 M wieder unten bei der 1. Muster-R, stricken bei den nächsten 12 M jedoch die 5. Muster-R und bei den letzten 8 M wieder die 1. R. Sie stricken also immer bei den ersten und letzten 8 M 3 R zwischen den Verzopfungen und bei den mittleren 12 M 5 R zwischen den Verzopfungen. Die Verzopfungen sind damit nicht immer in derselben R.
11.04.2015 - 08:14
Christina Svensson skrifaði:
Höger framst, start avmaskning för halsen: Borde det inte stå "minska" istället för avm, eftersom det blir fel om man avmaskar, så här: "minska 4 m över den yttersta flätan mot mitt fram (dvs. minska 2 m över flätan och 1 m på varje sida om flätan)". Då stickar man ju två maskor tillsammans fyra gånger istället för att avmaska, har jag fattat rätt?
09.03.2015 - 18:11DROPS Design svaraði:
Hej Christina, jo det är rätt som du säger, över flätan minskar du och i kanten avm du. Lycka till!
22.05.2015 - 15:41
Kaia Solheim Hansen skrifaði:
I mønsteret står at det skal legges ut til ermet v/44 ...cm. På diagrammet ser det ut som emet legges opp v/56 cm
29.01.2015 - 19:09DROPS Design svaraði:
Hei Kaia. 56 cm er den totale höjde. Du skal legge ud ved 44 cm som der staar i mönstret.
30.01.2015 - 13:58Milsa Benavente skrifaði:
No me queda claro cuando dice: "dism 4 pts en la torsada del lado del centro del frente (es decir, dism 2 pts encima de la torsada y 1 pt en cada lado de la torsada)" .... ¿a qué se refiere? Se refiere a que sólo en la trenza del centro debo hacer la disminución? o también disminuir en las trenzas pequeñas? Gracias
22.01.2015 - 19:58DROPS Design svaraði:
Hola MIlsa. Solo se trabajan las dism en la trenza más cercana al centro del delantero para la forma del escote.
24.01.2015 - 11:43
Berit Jorid Mortensen skrifaði:
Hei-stemmer d at d ikke er økning på bakparten ?- slik at den har 82m og forparten øke til 104 m ?? str.12/18 mnd... Blir ikke d feil da i forhold til ermene ?? Ellers har jeg lest gjennom og fått noen svar,men både på rett- og vrangsiden skal jeg vel lesemønstrene fra HØYRE til VENSTRE ????
11.01.2015 - 16:47DROPS Design svaraði:
Hei Berit-Jorid. Mönstret skulle stemme. Du har flere masker til forstykket, men antal masker til ermet er det samme. Naar du strikker frem og tilbage saa laeser du ret pinnene fra höjre mod venstre og vrang pinnene fra venstre mod höjre. Kun naar du strikker rundt laeser du hver raekke/pind fra höjre mod venstre.
13.01.2015 - 13:58
Boignet Elodie skrifaði:
Bonjour, je suis arrivé à : '' diminuer 4m dans la torsade côté milieu devant'' mais de qu'elle torsade s'agit-il ? la plus grosse celle du milieu ou celle tout de suite après la bordure? merci
07.01.2015 - 15:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Boignet, on diminue dans la torsade qui se trouve juste à côté de la bordure (ainsi, on conserve la bonne largeur quand on met les mailles en attente au rang suivant pour l'encolure). Bon tricot!
07.01.2015 - 16:15
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.