MJ McConnell skrifaði:
How do I know how much yarn to buy and is there a video for this pattern? I made one similar to this for our daughter 35 years ago and am so excited to find this one as she is having twins this fall Thank you
06.09.2015 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McConnell, please click here to find a DROPS retailer - you will find at the right side of the picture all related videos under tab "videos". Happy knitting!
07.09.2015 - 13:26
Amanda skrifaði:
I was able to see the charts finally, but I had to use an android device. My safari still won't display the charts. But I have another question, when working the second row of the charts, the WS row, do I repeat the order and work M1, M2, purl 14, M3, M1 in that order? Or do I work it backwards with the WS M1, M3, purl 14, M2, M1, and so forth.
20.08.2015 - 20:05DROPS Design svaraði:
Dear Amanda, it may be a matter of settings in your safari (it works on mine). When working from RS as follows: M.1, M.2, P 14 sts, M.3, M.1, work from WS as follows: M.1, M.3, P14, M.2, M.1 - read more about diagrams here. Happy knitting!
21.08.2015 - 09:07
Amanda skrifaði:
I am in the middle of this pattern and am at the point where I need to start working on the M.2 and M.3 diagrams.. But suddenly the diagrams are not viewable in the pattern directions anymore. Under the diagram heading there are no charts, only a Twitter symbol. There were charts there a few days ago. But the disappeared. There has to be a glitch in the web code. Can you please email me the charts for M.2 and M.3? Thanks.
20.08.2015 - 18:10DROPS Design svaraði:
Dear Amanda, diagrams should be there, just above the measurement chart - refresh the page may be helpful. Happy knitting!
20.08.2015 - 18:26
Maria skrifaði:
Ich verstehe leider nicht, wie man die Maschen für den Ärmel aufnehmen soll. 4 M. 2-2-3 (3-3) Mal, 8 M. 1-1-1 (1-3) Mal, 10 M. 1-1-1 (2-1) Mal und 12-14-15 (15-16) M. 1 Mal = 144-154-172 (196-218) M. Ich stricke die 2. angegebene größe. Soll ich 2mal 4 Maschen, 1mal 8 Maschen,1mal 10 Maschen und 1mal 14 Maschen anschlagen? (insgesamt 40 Mx2?) Warum ist es so kompliziert angegeben? Welchen Sinn hat es?
16.08.2015 - 18:03DROPS Design svaraði:
Das ist die einfachste und ganz übliche Methode, um alle Größen auf einen Blick unterzubekommen. Sie orientieren sich immer an der 2. Zahl. Die Zunahmen gelten für das Ende jeder R, Sie müssen dabei beachten, die Zunahmen beidseitig zu machen. Also: Am Ende der Hin-R 4 M + am Ende der Rück-R 4 M, dann nochmals am Ende der Hin-R + am Ende der Rück-R je 4 M (= 4 M 2 x), dann am Ende der nächsten Hin-R und am Ende der nächsten Rück-R je 8 M (= 8 M 1 x) usw. Sie haben dann beidseitig je 40 M zugenommen, wie Sie geschrieben haben.
16.08.2015 - 18:22Illi skrifaði:
Ho ancora una domanda: come faccio le diminuzione di 7 maglie sulle trecce di M3? Lavoro per 6 volte 2 maglie assieme nella treccia grande in mezzo e 1 volta 2 maglie assieme nella treccia piccola laterale (totale 7 maglie)? Inoltre non capisco il senso di mettere le maglie in attesa... Grazie per i chiarimenti :)
29.07.2015 - 12:11DROPS Design svaraði:
Buongiorno Illi. Per diminuire le m potrebbe p.es lavorare insieme la seconda e la terza m di ogni treccia piccola, la seconda e la terza m delle m lavorata a maglia rasata rovescia, e la terza e la quarta m, e la terzultima e la quartultima m della treccia grande. Le m messe in attesa verranno riprese in un secondo momento per il cappuccio. Buon lavoro!
30.07.2015 - 13:46Illi skrifaði:
Capito! Grazie per la spiegazione, molto chiara. :)
23.07.2015 - 09:39Illi skrifaði:
Capito! Grazie per la spiegazione, molto chiara. :)
21.07.2015 - 21:56Illi skrifaði:
Ho notato che nel mio lavoro le due doppie trecce sono convergenti mentre nella foto del modello sono divergenti, eppure ho seguito il diagramma: la doppia treccia si forma mettendo prima le tre maglie DAVANTI il lavoro e dopo tre maglie DIETRO il lavoro... oppure ho sbagliato qualcosa? Grazie per il vostro aiuto.
21.07.2015 - 12:12DROPS Design svaraði:
Buongiorno Illi. I diagrammi si leggono dal basso verso l'alto e da destra verso sinistra. In questo modo mette le tre maglie prima sul dietro del lavoro e poi sul davanti, così la treccia risulta come nella fotografia. Ci riscriva se non è chiaro. Buon lavoro!
21.07.2015 - 19:29Illi skrifaði:
Ho cominciato la parte davanti del lavoro interpretando il diagramma M2 e M3 in questo modo: il 5º e 6º ferro della parte centrale li ho lavorati prima di proseguire con il 4º ferro, cioè le dodici maglie centrali ripetute indietro e poi di nuovo avanti per tornare al punto dove poter proseguire con il 4º ferro. Ottengo in questo modo un risultato diverso da quello da voi proposto?
21.07.2015 - 12:07DROPS Design svaraði:
Buongiorno Illi. I diag.M.2 e M.3 vengono lavorati come segue: le trecce laterali si lavorano su quattro righe; quella centrale su 6. Quindi, dopo le prime 4 righe, per le trecce laterali riprende dalla prima riga, per quella centrale continua con la quinta e la sesta riga. I diagrammi si leggono dal basso verso l'alto e da destra verso sinistra. Ci riscriva se non è chiaro. Buon lavoro!
21.07.2015 - 19:28
Henriette Blik skrifaði:
Nogen, der har strikket denne kørepose med hul til barnevognssele? Vil gerne strikke en i str 6/9mdr men kan ikke helt regne ud, hvor langt oppe hullet skal være for at passe til barnevognsselen.
20.05.2015 - 13:25DROPS Design svaraði:
Hej Henriette, jo men det har vi regnet ud: HUL TIL SIKKERHEDSSELE I BILSTOL: Hvis man ønsker kan der strikkes et hul på for- og rygstk til at putte sikkerhedsselen på en bilstol igennem. Luk af til hul når arb måler ca 16-20-23 (28-33) cm, evt ved ønsket mål ved at lukke de midterste 10 m af på p. På næste p slåes der 10 nye m op over de aflukkede og mønsteret fortsættes som før.
20.05.2015 - 15:03
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.