Tammy Dwinal-Shufelt skrifaði:
I have finished the back and almost done the front but the width of the sleeve is measuring 7.5" in the back and 7.5" in the front with a total dimension of 15". It is impossible that a 6-9 month size would be this big and am questioning the pattern.
05.02.2016 - 03:58DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dwinal-Shufelt, please remember to check and keep correct gauge - you will find all finished measurements in cm for each size at the very end of the pattern so that you can check (the 5 cm/2" at the end of each sleeve are folded towards RS). Happy knitting!
05.02.2016 - 09:52
Chantal skrifaði:
Rebonjour, Si j'ai bien compris pour le 2ème rang du diagramme M2 : 1 m lisière, M1 sur 5 m, 4 m tricoter comme elle se présente, 4 m end/env ou env/end, 2 torsades, 4 m end/env ou env/end, 1 torsade, 4 m end/env ou env/end, 5 men M1, 1 m lisière. donc pas de point de riz entre les torsades ? Merci de votre précieuse aide
21.01.2016 - 16:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, il n'y a effectivement pas de point de riz (ni de blé) entre les torsades du diagramme M2, juste des m env entre les torsades. Bon tricot!
21.01.2016 - 17:10
Chantal skrifaði:
Bonjour, Je suis arrivée au 2ème pour le devant. pouvez-vous me confirmer que c'est bien un point de riz double entre les torsades. Merci
20.01.2016 - 15:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, le diagramme M.1 correspond au point de blé (= double point de riz en hauteur), comme dans la vidéo ci-dessous. Bon tricot!
20.01.2016 - 17:49
Chantal skrifaði:
Je vous remercie de votre aide très rapide. Cordialement
11.01.2016 - 15:38
Chantal skrifaði:
Bonjour, Je commence ce joli nid d'ange pour ma future petite fille. Je voulais une confirmation, quand je tricote le motif M1, je tricote les 2 mailles lisières en point mousse mais après est ce que je tricote la maille suivante en endroit ou je commence en M1 directement et au deuxième rang c'est bien toujours une maille endroit une maille envers ? car si je suis votre diagramme je tricote tout à l'envers. merci beaucoup pour votre aide
10.01.2016 - 16:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, au 1er rang de M1 (= sur l'endroit), tricotez 1 m lis au point mousse, (M1 = 1 m end, 1 m env) et terminez par 1 m lis au point mousse. Cf vidéo point de blé. Bon tricot!
11.01.2016 - 10:43
Camilla Vadstrup Johannessen skrifaði:
Hej Jeg vil gerne strikke denne kørepose. Men jeg er lidt forvirret over jeres størrelses fordeling. Hvilken størrelse skal jeg vælge ti størrelse 3/6 mdr? Mvh Camilla
02.01.2016 - 11:49DROPS Design svaraði:
Hej Camilla. Vi har ingen str. 3/6 mdr. Der er kun 1/3 eller 6/9 mdr.
05.01.2016 - 15:30
Lucie Belley skrifaði:
Je suis rendue à faire les manches du nid anges je ne sais pas si je dois augmenter les mailles endroiuts de chaque coté besoin de votre aide merci Lucie
14.12.2015 - 02:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Belley, les mailles des manches sont montées de chaque côté (dos) ou sur le côté (devants) et se tricotent en M1 puis quand toutes les mailles sont montées, tricotez 10 m point mousse pour la bordure des manches (dos) / de la manche (= d'un seul côté pour les devants). Bon tricot!
14.12.2015 - 10:16
Chris skrifaði:
Bonjour, J'arrive aux diminutions pour épaules et encolures du devant droit du Nid d'ange modèle 042 baby drops. Pourriez vous m'expliquer à partir du Rang envers les diminutions de ses 4 m dans la torsade côté milieu devant Et au rang suivant ces 6 m qu'il faut mettre en attente pour l'encolure. Ce n'est pas très clair pour moi. Merci de votre réponse
08.12.2015 - 15:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Chris, pour diminuer 2 m au-dessus de la torsade et 1 m de chaque côté de cette torsade, tricotez sur l'envers 2 x 2 m ens à l'env dans la torsade et 1 x 2 m ens à l'end de chaque côté de la torsade. Au début du rang suivant sur l'endroit, tricotez les 6 premières m et mettez-les sur un fil ou un arrêt de mailles, terminez le rang, tricotez le rang retour et commencez à rabattre au rang suivant sur l'endroit pour l'encolure (2x2m, 2-3x1m). Bon tricot!
08.12.2015 - 17:31Fabiola skrifaði:
Hola vivo en México y me encantaría comprar sus lanas, pero tambien quisiera que alguien me asesore con los patrones, tendran alguna tienda por aca? espero su respuesta y exelente trabajo!!
07.12.2015 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hola Fabiola. Lo sentimos, pero a día de hoy todavía no hay tiendas físicas en México. Las lanas puedes comprarlas en las tiendas on-line (ver apartado Tiendas DROPS en la pagina de inicio).
23.12.2015 - 10:31Jane Kane skrifaði:
That's what I was thinking but just wanted to check. Thank-you for clarifying that ! It's a beautiful design !
30.11.2015 - 16:59
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.