Heather skrifaði:
Your sizes go from 1 - 3 months to 6 - 9 months, I want to make 3 - 6 months how would I best adjust the pattern, thanks
11.06.2016 - 14:18DROPS Design svaraði:
Dear Heather, we are unfortunately not able to adapt each pattern to each individual request. You can adjust the pattern with the help of a similar in the requested size, the measurement chart and your tension - you are welcome to contact your DROPS store for any further personnal assistance. Happy knitting!
13.06.2016 - 08:47Cindy Jackson skrifaði:
With M1 do you k 1 then p 1 for 12 sts. I am doing this on separate needles and wool till l get it right
07.06.2016 - 14:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jackson, yes correct, you work 2 rows K1/P1 (seen from RS) and 2 rows P1/K1 (seen from RS) - see also video below. Happy knitting!
07.06.2016 - 16:56Cindy Jackson skrifaði:
I am about to start the front and would like to know if you could explain what it means M.2 (32 sts), P14, then M.3 (=32 sts) etc on the front piece please.
07.06.2016 - 13:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jackson, you will work the 32 sts in M.2 as in diagram (1 square = 1 st x 1 row) and the 32 sts in M.3 as in diagram, so that you will have for front piece: 1 edge st, M.1 over the next 5-18 sts (see size), the 32 sts in M.2, P14, the 32 sts in M.3, M.1 over the next 5-18 sts and 1 edge st. Happy knitting!
07.06.2016 - 13:37
Sylke Furkert skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, Sehe ich das richtig, dass die kleinen Zöpfe in jeder 4. Reihe und die großen Zöpfe in jeder 6. Reihe verkreuzt werden? Liebe Grüße Sylke
27.04.2016 - 07:55DROPS Design svaraði:
Liebe Sylke, ja genau so ist es.
28.04.2016 - 09:53
Kadi skrifaði:
Heippa Olen tekemässä makuupussin takakappaletta ja työni jäi siihen kunnes tulee lisääminen hihoja varten. Millä tavalla lisätään tässä ohjeessa ? Ja voisitteko vähän avata minulle tätä kohtaa ? 2. krs (eli jokaisen krs:n loppuun) seuraavasti: 2-2-3 (3-3) x 4 s, 1-1-1 (1-3) x 8 s, 1-1-1 (2-1) x 10 s ja 1 x 12-14-15 (15-16) s = 144-154-172 (196-218) s työssä. Terveisin Kadi ps teen tuon pienimmän koon eli silmukoita pitäisi olla lopussa 144s
07.04.2016 - 13:58DROPS Design svaraði:
Hei! Ohjeen yläosasta, tarvikkeiden vierestä, löytyy kyseisen ohjeen videovalikko. Klikkaa valikkoa ja valitse video "Silmukoiden luominen työn sivuun". Tästä näet miten silmukat luodaan. Luot kumpaankin reunaan 4 s 2 kertaa, 8 s kerran, 10 s kerran ja 12 s kerran. Työhön tulee siis 144 s.
13.04.2016 - 15:56
Penelia skrifaði:
Bonjour Pouvez vous me dire comment bien mesurer l'ouvrage lorsque c'est indiqué en cm. Parce que sur mon modèle 6 - 9 mois c'est indiqué de rabattre toutes les mailles à 66 cm. C'est ce que j'ai fait mais maintenant en prenant les mesures j'arrive à 70 cm. Donc soit j'ai mal mesuré soit je mesure pas au bon endroit ( sur le côté ou au milieu ?)
25.03.2016 - 13:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Penelia, les mesures sont prises du rang de montage jusqu'au niveau des épaules/manches - cf également schéma des mesures. Bon tricot!
25.03.2016 - 14:05
Penelia skrifaði:
Bonjour, j'ai 2 questions Je suis arrivé à la fin du dos ( 6 - 9 mois ). J'ai bien rabattu les 18 mailles centrales pour l'encolure. Il est indiqué de finir chaque manche séparemment mais comme faire la deuxieme manche puisque je n'ai plus de fil de ce côté ? Et ensuite pour les manches faut il rabattre une maille côté encolure à chaque rang jusqu'au 66 cm ou juste le premier rang et garder 67 mailles jusqu'au 66 cm ? Merci d'avance pour votre réponse.
23.03.2016 - 13:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Pénélia, commencez par la manche du côté de votre fil (mettez les mailles de l'autre manche sur un fil/un arrêt de mailles), et continuez la manche en rabattant 1 m au début du rang suivant qui commence côté encolure, il vous restera 67 m pour l'épaule et la manche. À 66 cm de hauteur totale, rabattez toutes les mailles. Reprenez les mailles de l'autre épaule/manche et tricotez de la même façon: rabattez 1 m côté encolure au 1er rang côté encolure et continuez jusqu'à 66 cm sur les 67 m restantes. Bon tricot!
23.03.2016 - 14:15
Gabriella skrifaði:
Hi, i understand that we should knit the pattern exactly as it is but i dont feel comfortable with the buttons at the bottom of the bag. is it possible to omit it and sew it together?
22.03.2016 - 08:18DROPS Design svaraði:
Dear Gabriella, feel free to sew if you rather have the bottom of the bag closed without any buttons. Happy knitting!
22.03.2016 - 08:37Tammy Dwinal-Shufelt skrifaði:
Size 6-9 months states to knit until bunting measures 66cm/26" but you stated 56cm/22: which is for size 1-3 month. This makes the 6-9 months sleeve widith 7.5". Please provide me with clarification. Thank you.
05.02.2016 - 17:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dwinal-Shufelt, In size 6/9 months, you cast on first sts for sleeve when piece measures 53 cm/21" and final measurement for back piece is 66 cm/26", sleeve with to shoulder is 13 cm/5" as shown in diagram. Happy knitting!
08.02.2016 - 10:23
Tammy Dwinal-Shufelt skrifaði:
Don't think you understand my clarifying question. When you add sleeve stitches and complete bunting at 66 cm the sleeve width ends up 7 1/2" wide. Please review pattern instructions and clarify.
05.02.2016 - 16:31DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Dwinal-Shufelt, Pattern is correct and has already been worked several times succesfully. You are welcome to contact your DROPS store for any further individual assistance. when back piece is done (66 cm/22" in 2nd size), sleeve should measure 13 cm (5.12") in height (from the first sts cast on) - see measurement chart - and you should have 40 sts for each size ie approx. 20 cm for each sleeve including the 5 cm to fold. Happy knitting!
05.02.2016 - 16:45
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.