Ina Møller skrifaði:
Hej st.3-6mdr lige efter de 4cm retstrikning hvor man skal tage 22 m ud på forstykket Venlig hilsen Ina
29.08.2018 - 22:40DROPS Design svaraði:
Hej Ina, du skal bruge flere masker på forstykket fordi hver snoning skal bruge dobbelt så mange masker end hvis det havde været glatstrik. Snoningerne trækker maskerne sammen til halvdelen af hvad glatstrik fylder. (Og du strikker kun snoninger på forstykker) God fornøjelse!
30.08.2018 - 14:52
Ina Møller skrifaði:
Hej Hvorfor skal der være 22 masker flere på forstykket i forhold til bagstykket Venlig hilsen Ina Møller Nielsen
29.08.2018 - 08:54DROPS Design svaraði:
Hej Ina, hvis du skriver hvilken størrelse du strikker og hvor du er i opskriften, så skal vi prøve at svare :)
29.08.2018 - 15:48
Kristine skrifaði:
On the right front, I don't understand the dec 4 sts on the cable. Does the cable become just 2 sts instead of four and you dec 1 st on each side of the cable?
15.08.2018 - 18:46DROPS Design svaraði:
Dear Kristin, correct, this way you will keep the correct width (cables require more sts in width than stocking st/garter st). Happy knitting!
16.08.2018 - 09:21
Aviaaja skrifaði:
Hej. På højre forstykke: “Sørg for at det er en p fra vrangen - tages der 4 m ind over den yderste snoning mod midt foran (dvs 2 m over snoningen og 1 m på hver side af snoningen).” Betyder dette, at den yderste snoning ikke længere skal strikkes som snoning? - der bliver jo kun de to midterste ret masker i snoningen efter indtagningen
03.08.2018 - 02:27DROPS Design svaraði:
Hej Aviaaja, ja det stemmer, det er de masker du på næste pind sætter på en tråd til hals. God fornøjelse!
15.08.2018 - 09:25
Ursula skrifaði:
Jooniselt saan aru nagu oleks vaja kududa 56cm ja siis hakata kasvatama varrukate jaoks,kuid õpetuses on,Kui töö pikkus on 44 cm, loo uued silmused varruka jaoks mõlemale küljele.Kas ma saan valesti aru?Mis oleks õige?
22.07.2018 - 07:40DROPS Design svaraði:
Tere Ursula! 56 cm on üldpikkus õlast alla.
13.08.2018 - 21:50
Birgith Andersen skrifaði:
Skal stolpen i midten klippes opp? eller er knappene bare til pynt ?
21.07.2018 - 13:44Colleen Trezise skrifaði:
Sorry, worked it out (goes by measurement).
30.06.2018 - 07:26Colleen Trezise skrifaði:
Hi, please advise how many rows between buttonholes on front for smallest size. Beautiful pattern!
30.06.2018 - 07:20DROPS Design svaraði:
Dear Colleen, 2 cm after starting the band for the buttonholes, you make the first buttonhole. The next buttonholes are worked with 5 cm between each other.
30.06.2018 - 20:01
Bente Pedersen skrifaði:
Hejsa, jeg er ny i det med at strikke ... Når jeg har fulgt diagrammet (mønstret) M1, M2, M3, så er det på ret siden (går jeg ud fra), hvordan strikkes vrangsiden så ? Er det samme diagram bare bagfra eller hvordan ?
17.05.2018 - 07:20DROPS Design svaraði:
Hej Bente, hver 2.pind i diagrammet strikkes fra vrangen, der hvor der står ret fra retsiden, strikker du nu vrang fra vrangen og omvendt. God fornøjelse!
17.05.2018 - 14:42
Irene skrifaði:
Salve, io ho appena iniziato (sto a 9cm di altezza) la terza taglia (12/18 mesi) e misurando la larghezza mi viene 40,5 cm invece che 38. Va bene? Cioe\' una volta cucito tutto sara\' circa 38? O devo rifare tutto? la gauge corrispondeva abbastanza...anzi temevo di lavorare troppo stretto...
16.05.2018 - 08:27DROPS Design svaraði:
Buonasera Irene. I filati Merino tendono un po' a cedere con il lavaggio. È un capo per bambini e anche se risultasse un po' più largo, non comporterebbe particolari problemi. Buon lavoro!
16.05.2018 - 20:17
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.