Sylvaine skrifaði:
Bonjour, je suis en train de réaliser le nid d'ange 6/9mois je ne comprend pas comment continuer le point fantaisie sur les 51 m du devant droit : 1 m lisière -M1 (8 m) -M2 (32 m) -14 m jersey puis -M3(32 m) - 6 m point mousse pour moi ça fait 87 m et non 51 m je suis un peu perdu pourriez vous m'aider merci de votre aide Sylvaine
28.02.2020 - 15:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvaine, vous glissez les 45 premières mailles en attente et tricotez les 51 dernières mailles comme avant, autrement dit, vu sur l'endroit: 4 m end, 6 m env M.3 (= 32 m), M.1 (= 8 m), 1 m point mousse (=4+6+32+8+1= 51 m). Bon tricot!
28.02.2020 - 15:28
Mary French skrifaði:
I’m having difficulty figuring out the decrease 4 stitches on the cable towards mid front. Do you mean the end near the button band? Or the 3/3 cable in the middle? Also the snapping for the neck are you slipping the 6 stitches of the button band or again 6 stitches of the 3/3 cable?
22.12.2019 - 22:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs French, when you have to decrease 4 sts in the cable towards mid front, this is meant the first cable towards the buttonband (first cable on right front piece, last cable on left front piece). Happy knitting!
02.01.2020 - 10:12
Mary French skrifaði:
I am knitting DROPS 19 - 10 and am having difficulty following chats M1 and M2. The charts show all 32 stitches for the first 4 rows but the center piece has 6 rows. Do I repeat from row 1 when I start Row 5? I assume I repeat the cables every 4 th row - is this correct? Thank you.
25.11.2019 - 04:09DROPS Design svaraði:
Hi Mary! The reason for having 6 rows for the middle 12 stitches in M.2 and M.3 is that the cables that are worked over 12 stitches are worked on every 6th row. While the cables worked over 4 stitches are worked on every 4th row. Happy knitting!
25.11.2019 - 08:55
Tessa Johansen skrifaði:
Hejsa Jeg kan ikke få maskeantallet til at passe på rygstykket. Når jeg slår 74 op og tager ud til ærmer 4 x 2 i begge sider = 16 + 8 + 10 + 14 = 122 masker, men opskriften siger der burde være 154 masker. Hvad er det jeg overser? Mange hilsner
21.11.2019 - 18:54DROPS Design svaraði:
Hei Tessa! Det skal økes i hver side av arbeidet, dette tilsvarer: 4 masker x 2 + 8 masker x 1 + 10 masker x 1 + 14 masker x 1 = 40 masker økt i hver av sidene av arbeidet. Når alle økningene er fullført skal det være 80 masker økt. Det totale maskeantallet vil da være 154 (74 masker + 80 masker). Lykke til!
22.11.2019 - 11:27
Nina G skrifaði:
Hoe brei ik een kant steek ?
04.11.2019 - 17:05DROPS Design svaraði:
Dag Nina,
Kantsteken worden altijd in ribbelsteek gebreid.
05.11.2019 - 10:02
Anna-Maija Mäkinen skrifaði:
Luetaanko ruutupiirros ylhäältä alas ( kuin luettaisiin tekstiä) ja vasemmalta oikealle?? Vai alhaalta ylöspäin ja oikealta vasemmalle. Jälkimmäinen tuntuisi luontevimmalta.
30.10.2019 - 11:06DROPS Design svaraði:
Hei, piirros luetaan alhaalta ylöspäin. Oikean puolen kerrokset luetaan oikealta vasemmalle ja nurjan puolen kerrokset luetaan vasemmalta oikealle.
31.10.2019 - 14:24
Hilde Van Meensel skrifaði:
Rechtervoorpand: Minder 4 st. over de kabel middenvoor = de middenste kabel van het rechterpand, veronderstel ik. De volgende naald 7 st. middenvoor op een hulpdraad voor de hals. Deze laatste zin begrijp ik niet. Moet ik 7 st. van die middenste kabel op een hulpdraad zetten??? Wat is die term middenvoor???
10.10.2019 - 16:56
Rebuttato skrifaði:
Je veut tricoter avec des aiguilles droites et non circulaire comment faire ?
06.10.2019 - 01:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rebuttato, le nid d'ange se tricote en deux parties, en allers et retours sur aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place pour toutes les mailles, vous pouvez donc tricoter ici avec des aiguilles droites. Vous trouverez ici plus d'infos sur les aiguilles circulaires. Bon tricot!
07.10.2019 - 09:18
Daisy skrifaði:
The question has been accidentally repeated. Thanks for the reply, will look into the pattern and sort out. Thank you
03.09.2019 - 19:11
Daisy skrifaði:
Hi, I didn't knit the hood separately. I picked up the stitches for the hood from the neckline as per the pattern instructions and is a one piece hood. As you replied to my question dated 23-5-19 I folded the 6 garter stitches backwards and stitched, however the hood is not coming up properly, it is almost flat. I tried with a dummy doll's head, and the hood is not coming up as a hood as shown in the picture. Please help . Thank you
03.09.2019 - 19:03DROPS Design svaraði:
Dear Daisy, it's somewhat tricky to give you the right answer, please show your store your project (even per mail), they should be able to assist you more easily. Happy knitting!
04.09.2019 - 08:54
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.