Belinda skrifaði:
I made this set using the yarn suggested. I put it in the washer on delicate and all the pieces fell apart. The blanket, sweater, and socks all had huge sections that all unraveled.
11.06.2019 - 18:20DROPS Design svaraði:
Dear Belinda, we are sorry to hear you bad experience, please contact the store where you bought the yarn - even per mail or telephone giving them all relevant informations. Thank you!
12.06.2019 - 07:52
Nelly skrifaði:
Ne serait-il pas plus joli d'inverser les grosse torsades mais surtout les petites torsades, je pense que ce serait plus joli. Donnez moi votre avis
29.03.2019 - 10:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Nelly, pourquoi pas, à vous de voir, les torsades sur le modèle photographié n'ont pas été inversées, mais vous pouvez le faire si vous le souhaitez. Bon tricot!
01.04.2019 - 10:27
Christelle skrifaði:
Bonjour Je commence juste le dos. Je suis au 2ème rang envers après le 1er rang du diagramme. A l'envers, hormis les motifs du diagramme, dois-je tricoter les autres mailles comme elles se présentent ou bien suivre les explications qui sont indiquées comme pour les rangs endroit ? Merci J'espère que ma question est assez claire
23.03.2019 - 09:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Christelle! Sur l'envers, hormis les motifs du diagramme, vous tricotez le point de riz comme suit: tricoter les m end à l'envers et les m env à l'end et les mailles envers sont tricotees a l'endroit (comme elles se présentent). Bon tricot!
25.03.2019 - 08:07
Rebecka skrifaði:
Hej! Är det möjligt att sticka koftan i ett bomullsgarn istället? jag försökte få fram ett i garnkonverteraren för strl 6/9, men fick inte fram något svar:/ tacksam för hjälp! Hälsningar Rebecka
28.09.2018 - 11:08DROPS Design svaraði:
Hej Rebecka, jo testa igen :) Välj det garn du vill ersätta: DROPS Merino Extra Fine, Välj antal gram: 300, 1 tråd, så får du bla följande alternativer upp: 315 g DROPS Muskat, 300 g DROPS Cotton Light, 287 g DROPS Cotton Merino, 263 g DROPS Belle... alla innehåller bomull. Lycka till :)
28.09.2018 - 15:23Belinda Martin skrifaði:
I am working on the Sock pattern. I am on the heel and it says to insert a marker into the piece but it doesn't say where to place the marker.
09.07.2018 - 16:06DROPS Design svaraði:
Dear Belinda, this marker is not for stitch, but for hight (we measure how many cm we knit from this marker), so you can place it somewhere in the row. Ideal placing is in the middle of row. Happy knitting!
09.07.2018 - 18:11
Sam skrifaði:
Hej, finns det ingen/inga steg för steg video eller lättare mönster beskrivning för nybörjare?
25.06.2018 - 21:08DROPS Design svaraði:
Hei Sam. Det finnes dessverre ingen step-by-step video for denne oppskriften, men her er en link til alle videoene vi tror kan være nyttige for denne oppskriften. Du kan selvfølgelig også søke blant alle våre videoer om det er noe spesifikt du lurer på. Ellers er det mye nyttige tips til strikketeknikker, diagramlesning osv. under våre leksjoner, her. Du kan også spørre om hjelp i din lokale DROPS forhandler, eller poste spørsmål her i kommentarfeltet så vil vi hjelpe deg med det du lurer på. God fornøyelse.
29.06.2018 - 07:57
Helena skrifaði:
Hej, vad menas med m i meningen nedan. När arb mäter 26-28-32 (36-39) cm stickas m över varje M.3 ihop två och två = 50-50-54 (60-66) m. Ska man minska med 6 maskor ?
28.02.2018 - 20:23DROPS Design svaraði:
Hej, jo det stämmer, m är förkortning för maskor och du minskar 6 maskor.
01.03.2018 - 14:17
Helena skrifaði:
Hej, vad menas med m i meningen nedan. När arb mäter 26-28-32 (36-39) cm stickas m över varje M.3 ihop två och två = 50-50-54 (60-66) m. Ska man minska med 6 maskor ?
26.02.2018 - 16:50DROPS Design svaraði:
Hej Helena, ja du minskar m i M.3 vid att sticka ihop dom två och två. Lycka till!
27.02.2018 - 13:44
Carole skrifaði:
Bonjour, je fais la veste et j'ai un problème avec les manches. taille 0/3 mis, à 17 cm de hauteur totale, je rabats 4 mailles puis 2 mailles tous les 2 rangs jusqu'à 21 cm de hauteur totale, puis je rabats 3 mailles puis les mailles restantes à 22 cm. Dans ce cas, l'arrondi de la manche fait 5 cm, alors que l'emmanchure du dos et des devants fait 11 cm, ça ne va pas ou il y a quelque chose que je n'ai pas compris... Merci de votre aide
27.01.2018 - 20:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Carole, l'emmanchure du dos et de chaque devant fait bien 5 cm en taille 0/3 mois, comme on le voit dans le schéma des mesures. Bon tricot!
29.01.2018 - 09:28
Fredaline skrifaði:
Hi struggling with ready the diagram . Can you please do the pattern in words like mist patterns. Understand that better and easier to remember . Thank you.
17.09.2017 - 15:17DROPS Design svaraði:
Dear Freadaline, unfortunately there is mo written out pattern for the diagramms, but there are detalied explanation of each signs, and videos to help you along. Also do not forget that you can always ask for help in person in the store you bought your Drops yarn from. Happy Knitting!
18.09.2017 - 00:01
Matheo#matheojacket |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með hettu, sokkum og teppi með köðlum úr DROPS Merino Extra Fine. Þema: Barnateppi.
DROPS Baby 17-2 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur og sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið umferð 2. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan með því að prjóna aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 1/3 mán: 3, 8, 13, 18 og 23 cm. STÆRÐ 6/9 mán: 5, 10, 15, 20 og 25 cm. STÆRÐ 12/18 mán: 5, 11, 17, 23 og 29 cm. STÆRÐ 2 ára: 5, 11, 16, 21, 27 og 32 cm. STÆRÐ 3/4 ára: 5, 11, 17, 23, 29 og 35 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-6 (6-6) lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-6 (6-6) lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-4-5 (5-5) lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-4-5 (5-5) lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 9-9-12 (12-12) lykkjur eru eftir á prjóni. GARÐARPJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um teppi): Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt (prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 72-80-84 (96-104) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið þannig (umferð 1 = rétta): 1 kantlykkja, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*, endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja. Þegar stroffið mælist 4 cm er skipt yfir á prjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu – JAFNFRAMT er fækkað um 6-8-6 (8-10) lykkjur jafnt yfir = 66-72-78 (88-94) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið síðan áfram þannig (frá réttu): 1 kantlykkja, 4-7-8 (11-11) lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 lykkjur brugðið, M.1 (= 15 lykkjur), 4-4-6 (8-11) lykkjur brugðið, M.3 (= 6 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, M.3 (= 6 lykkjur), 4-4-6 (8-11) lykkjur brugðið, M.2 (= 15 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, 4-7-8 (11-11) lykkjur perluprjón og 1 kantlykkja. Haldið áfram héðan samkvæmt sama mynstri. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-26) cm fækkið lykkjum fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 0-1-2 (3-3) sinnum og 1 lykkja 2-3-2 (2-2) sinnum = 56-56-60 (66-72) lykkjur. Þegar stykkið mælist 26-28-32 (36-39) cm prjónið lykkjur yfir hvert M.3 saman tvær og tvær = 50-50-54 (60-66) lykkjur. Í næstu umferð eru felldar af miðju 12-12-16 (20-22) lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 18-18-18 (19-21) lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist 28-30-34 (38-41) cm fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 12-12-12 (13-15) lykkjur eftir á öxl. Fellið af í næstu umferð. HÆGRA FRAMSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 42-46-50 (54-58) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 5 kantlykkjur við miðju að framan) á prjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff frá miðju að framan þannig (umferð 1 = rétta): 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan), *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* og endið með 1 kantlykkju. Munið eftir að fella af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm er skipt yfir á prjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu – JAFNFRAMT er fækkað um 4-5-6 (5-6) lykkjur jafnt yfir (ekki fækka lykkjum yfir kant að framan) = 38-41-44 (49-52) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan), 1 lykkja brugðið, M.3 (= 6 lykkjur), 4-4-6 (8-11) lykkjur brugðið, M.1 (= 15 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, 4-7-8 (11-11) lykkjur perluprjón og 1 kantlykkja. Haldið núna áfram samkvæmt sama mynstri. Þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-26) cm fækkið lykkjum fyrir handvegi í hlið á sama hátt og á bakstykki = 33-33-35 (38-41) lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-26-30 (33-36) cm prjónið 6 lykkjur yfir M.3 saman tvær og tvær = 30-30-32 (35-38) lykkjur, setjið síðan ystu 8-8-10 (12-13) lykkjurnar við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli. Fækkið síðan lykkjum í byrjun á hverri umferð frá hálsi: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 18-18-18 (19-21) lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist 28-30-34 (38-41) cm fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 12-12-12 (13-15) lykkjur eftir á öxl. Fellið af í næstu umferð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt og án hnappagata. Þ.e.a.s. umferð 1 er prjónuð frá hlið þannig (umferð 1 = rétta): 1 kantlykkja, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið með 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan). Þegar mynstrið er prjónað þá er það prjónað frá réttu þannig: 1 kantlykkja, 4-7-8 (11-11) lykkjur perluprjón, 2 lykkjur brugðið, M.2 (= 15 lykkjur), 4-4-6 (8-11) lykkjur brugðið, M.3 (= 6 lykkjur), 1 lykkja brugðið og 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan). ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 46-46-46 (50-50) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff = 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju í hvorri hlið í 4 cm. Skiptið yfir á prjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt frá réttu – JAFNFRAMT er fækkað um 10-8-8 (10-10) lykkjur jafnt yfir = 36-38-38 (40-40) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig (frá réttu): 1 kantlykkja, 12-13-13 (14-14) lykkjur perluprjón, 2 lykkjur brugðið, M.3 (= 6 lykkjur), 2 lykkjur brugðið, 12-13-13 (14-14) lykkjur perluprjón og 1 kantlykkja. Haldið áfram að prjóna samkvæmt sama mynstri. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út um eina lykkju í hvorri hlið. Endurtakið útaukningu í 4. hverri umferð alls 6-7-9 (10-12) sinnum = 48-52-56 (60-64) lykkjur – útauknu lykkjurnar eru prjónaðar inn í perluprjón. Þegar stykkið mælist 17-18-21 (24-28) cm fækkið lykkjum fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 4 lykkjur 1 sinni, síðan 2 lykkjur saman þar til stykkið mælist 21-23-26 (30-34) cm og að lokum 3 lykkjur 1 sinni – JAFNFRAMT í síðustu umferð eru lykkjur prjónaðar yfir M.3 saman tvær og tvær. Fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 22-24-27 (31-35) cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. HETTA: Prjónið upp ca 46 til 68 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) í kringum hálsmál á prjón 4,5. Prjónið 2 umferðir slétt – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út jafnt yfir til 68-72-76 (80-84) lykkjur. Prjónið sléttprjón með rönguna út með 5 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm, fellið af. Saumið hettuna saman að ofan – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki þykkur. Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við kantlykkju. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 36-36-42 (42-42) lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með Merino Extra Fine og prjónið stroff = 3 lykkjur slétt/ 3 lykkjur brugðið í 2 cm. Prjónið nú 1 umferð þar sem allar 3 lykkjur slétt eru auknar út til 4 lykkjur slétt = 42-42-49 (49-49) lykkjur. Prjónið 1 umferð með 4 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið. Prjónið nú þannig: * M.4, 3 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* alls 6-6-7 (7-7) sinnum. Þegar M.4 hefur verið prjónað 3 sinnum á hæðina eru lykkjur prjónaðar í M.4 saman tvær og tvær = 30-30-35 (35-35) lykkjur. Haldið eftir fyrstu 17-17-22 (22-22) lykkjum á prjóni (= hæll) og setjið síðustu 13 lykkjur á þráð (= ofan á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 3-3½-4 (4-4½) cm. Setjið prjónamerki í mitt stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Takið síðan upp 7-8-9 (9-10) lykkjur hvoru megin við hæl og lykkjur af þræði ofan á fæti eru settar aftur á prjóninn = 36-38-43 (43-45) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað hvoru megin við 13 lykkjur ofan á fæti þannig: Þær 2 síðustu lykkjur á undan þessum 13 lykkjum eru prjónaðar snúnar slétt saman (prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) og 2 fyrstu lykkjur á eftir þessum 13 eru prjónaðar slétt saman. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 5-6-7 (6-6) sinnum = 26-26-29 (31-33) lykkjur. Haldið áfram að prjóna þar til stykkið mælist ca 8-9-9½ (11½-12½) cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 2-2-2½ (2½-3½) cm að loka máli). Setjið prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 13-13-15 (15-17) lykkjur ofan á fæti og 13-13-14 (16-16) lykkjur undir fæti. Fækkið nú lykkjum fyrir tá á hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð: 2-2-3 (3-5) sinnum og síðan í hverri umferð: 3-3-3 (3-2) sinnum = 6-6-5 (7-5) lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist nú ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. ------------------------------------------------------- TEPPI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Teppið samanstendur af 3 ferningum á breiddina og 4 ferningum á lengdina = alls 12 ferningar. 1 ferningur mælist ca 18 cm á breidd x 22½ cm á hæðina. 1 FERNINGUR: Fitjið upp 36 lykkjur á prjóna nr 5 með Merino Extra Fine. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING – 10 lykkjur jafnt yfir 26 miðju lykkjur = 46 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, 3 lykkjur slétt, 6 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 4 lykkjur slétt, 6 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Prjónið nú þannig: 5 lykkjur garðaprjón, M.1 yfir 36 lykkjur og 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til 2 umferðir eru eftir. Prjónið nú 1 umferð slétt frá réttu yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 10 lykkjur jafnt yfir miðju 36 lykkjur = 36 lykkjur. Prjónið 8 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið laust af. ATH: Ef óskað er eftir því er hægt að prjóna 4 ferninga á eftir hverjum öðrum á lengdina án þess að fella af, þá er byrjað strax á næsta ferning eftir að hafa prjóna 8 umferðir með garðaprjóni. FRÁGANGUR: Saumið saman ferningana 3 stykki á breiddina og 4 stykki á lengdina – saumið kant í kant yst í lykkjubogann þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum allt teppið með heklunál nr 5 þannig: * Heklið 1 fastalykkju, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, hoppið yfir 1 cm *, endurtakið frá *-* , endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá byrjun umferðar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #matheojacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 17-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.