Thibault skrifaði:
Je n’arrive pas à faire le point de nervure d’apres les explications il est à l’envers que dois je faire\r\nBien cordialement
18.02.2024 - 21:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Thibault, dans cette vidéo, nous montrons comment tricoter cette nervure, en espérant qu'elle puisse vous aider - notez bien que la nervure se fait sur l'envers pour que le pli se voit sur l'endroit. Bon tricot!
19.02.2024 - 09:36
Sima skrifaði:
Bonjour, j'ai besoin de votre aide je suis entrain de faire la combinaison dos et devant quand vous dites continuez en jersey en augmentant 1m de chaque coté de 2m du milieu du Dos vous voulez dire des 2 m lisiers je n'ai bien compris merci de m'éclairer.
17.07.2023 - 14:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Sima, il s'agit de 2 mailles, une maille de chaque cote de marqueur. Bon tricot!
17.07.2023 - 22:58
Lottis Ikonen skrifaði:
E lite kluven på hur många nystan jag behöver beställa till detta dopset pojken i fråga kommer att vara 5 månader när han döps så jag antar att det får bli den stora modellen men hur många nystan behöver jag om jag tar DROPS❤You#9, 50g. Vit 01
31.08.2021 - 08:42DROPS Design svaraði:
Hei Lottis 550 gram Baby AlpacaSilk = 11 nøster = 1837 meter. I DROPS Love#9 trenger du litt mer for å få samme løpelengde. 750 gram = 15 nøster = 1875 løpelengde, altså 750 gram trenger du til kjolen. Til buksedressen trenger du 400 gram og til kysen 100 gram (mulig det holder med 50 gram). mvh DROPS design
06.09.2021 - 12:09
Anastasia Mattheus skrifaði:
Blattmuster: ist Reihe 18 korrekt? Müsste es nicht heißen: 5li, eine abheben, 1re, überheben, 3re, 2re zusammenstricken, 5li? Anstatt mit 5re anfangen?
19.09.2020 - 20:05DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mattheus, ja genau, am Anfang der R stricken Sie 5 li (nicht 5 re), dies wird korrigiert, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
21.09.2020 - 09:21
Anastasia Mattheus skrifaði:
Frage zum Blattmuster: Bei den ungeraden Reihen steht: R. über re. und li. über li. stricken Wie soll ich das verstehen?
18.09.2020 - 13:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mattheus, bei diesen Reihen stricken Sie die Maschen, wie sie erscheinen, dh die rechte Maschen werden rechts gestrickt und die linke Maschen werden links gestrickt (= Reihe 3, 5, 8,; 9, 11, 13, 16 und 17). Viel Spaß beim stricken!
18.09.2020 - 15:49
Jinky skrifaði:
Hello, would this be ok for a baby boy to be gifted? if not can you recommend what patterns you have for christening baby boy? Thank you.
29.12.2019 - 13:24DROPS Design svaraði:
Dear Jinky, this set would be a perfect choice for a baby's Christening. Also you can find some more choices here Happy Crafting!
29.12.2019 - 15:41
Sandra skrifaði:
Nochmal eine Frage: Fängt M3 mit einer Hinreihe an? Wenn ja, müsste ich ja nach den Biesen 2 Reihen glatt stricken? Danke und liebe Grüße
27.12.2019 - 17:23DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, die 1. Reihe in M.3 ist eine Rückreihe, so sind die Löcher bei der Hinreihe gestrickt. Nach den 2 Reihen glatt rechts nach den Biesen ist die nächste Reihe eine Rückreihe. Viel Spaß beim stricken!
02.01.2020 - 11:40
Sandra skrifaði:
2. Nachtrag (sorry): wenn es nach den anderen Reihen geht, müsste in der 4. Reihe beim *-* zum Schluss noch 2 linke M gestrickt werden. Wären das die 2 M, die jeweils fehlen?
16.11.2019 - 20:19DROPS Design svaraði:
Liebe Sandra, ja genau, die Anleitung wurde korrigiert, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
18.11.2019 - 11:28
Sandra skrifaði:
Nachtrag zu meiner Frage: Es würde sich ausgehen, wenn ich 12 M für *-* hernehme . Aber wo nehme die 2 zusätzlichen M her?
16.11.2019 - 19:25
Sandra skrifaði:
Frage zum Taufkleid/Blattmuster: Nach der 2. Reihe habe ich 455 M, die gehen aber nicht in der 4. Reihe aus. Da gehen weg 2 M Krausrippe jede Seite, 2 linke M am Beginn und 5 die übrig bleiben am Ende, also für *-* (dafür brauche ich ja 10 M jeweils) hätte ich 444 M. Hab ich irgendwo einen Rechenfehler? Danke
16.11.2019 - 18:35
Angel Kissed#angelkissedchristeninggown |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir skírn með heilgalla og húfu úr DROPS BabyAlpaca Silk.
DROPS Baby 11-15 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. FELLING: Prjónið 1 umferð brugðið frá réttu, prjónið síðan 4 umferðir sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: * Takið upp toppinn á lykkju frá umferðinni að neðan sem prjónuð var brugðið, setjið lykkjuna á hægri prjón, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna þannig að lykkjan fellur af *, endurtakið frá *-*. Prjónið 2 umferðir sléttprjón á milli hverra fellinga. ÚRTAKA-1 (á við um berustykki á kjól): Fækkið lykkjum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Það eru tvær gerðir af úrtöku: 1. Úrtaka með gatamynstri og 2. Úrtaka án gatamynsturs. Öll úrtaka er gerð frá réttu! 1. Úrtaka (= úrtaka með gatamynstri): Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt, steypið lyftu lykkunni yfir, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fækkið lykkjum 3 lykkjum á undan 2 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 l slétt saman. 2. Úrtaka (= úrtaka án gatamynsturs): Fækkið lykkjum á eftir 2 kantlykkjum þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum 2 lykkjum á undan 2 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um buxur fyrir miðju að framan): Fækkið lykkjum hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón. Fækkið lykkjum á undan 2 lykkjur þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á eftir 2 lykkjur þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LAUFBLAÐAMYNSTUR: UMFERÐ 1 (= ranga): * 5 lykkjur slétt, 5 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*, endið með 5 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= rétta): 2 lykkjur brugðið * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið umferð með að slá 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 3,-5,-8,-9,-11,-13,-16, og 17: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, uppslátturinn er prjónaður brugðið. UMFERÐ 4: 2 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið umferð með 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt og 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 6: 2 lykkjur brugðið, * 2 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið umferð með 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt og 2 lykkja brugðið. UMFERÐ 7: 2 lykkjur slétt, * 7 lykkjur brugðið, 5 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, endið umferð með 7 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 10: 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjónan eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 12: 2 lykkjur brugði, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 14: 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur brugðið, * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 15: 5 lykkjur slétt, * 7 lykkjur brugðið, 5 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 18: 5 lykkjur brugðið, * lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 19: Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, aukið út í 5 sléttu lykkja á milli hverra laufblaða þannig (aukið út með því að taka upp lykkju frá fyrri umferð): 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, 1 lykkja slétt. UMFERÐ 20: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur nema laufblöðin, yfir þær lykkjur er prjónað þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman. UMFERÐ 21: 3 lykkjur í laufblöðum eru prjónaðar brugðið, aðrar lykkjur eru prjónaðar slétt og aukið er út á milli laufblaða þannig: 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju, 5 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju. UMFERÐ 22: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur, nema 3 lykkjur yfir laufblöðum sem eru prjónaðar þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pilsið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan. KJÓLL: Fitjið laust upp 378-412 lykkjur á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið M.1 (umferð 1 = rétta), en 2 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umferð sléttprjón áður en prjónaðar eru 2 fellingar – sjá FELLING í útskýringu að ofan. Prjónið síðan 4 fyrstu umferðir M.2 á meðan fækkað er um 11-13 lykkjur jafnt yfir (lykkjur sem ekki ganga upp í gataumferð eru prjónaðar í sléttprjóni) = 367-399 lykkjur. Prjónið síðan næstu 9 umferðir M.2 þannig: 2 lykkjur garðaprjón, * 1 mynstureining með gatamynstri, síðan 3 mynstureiningar án gatamynsturs (= 24 lykkjur sléttprjón) *, endurtakið frá *-* þar til 13 lykkjur eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 1 mynstureining með gatamynstri, 3 lykkjur sléttprjón og 2 lykkjur garðaprjón. (Í reitina þar sem prjónaðar voru 24 lykkjur sléttprjón mætti sauma út nafn barna sem nota kjólinn). Prjónið síðan síðustu 4 umferðir M.2 yfir allar lykkjur (lykkjur sem ganga ekki upp í gataumferð eru prjónaðar í sléttprjóni). Prjónið síðan LAUFBLAÐAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan! JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 18-20 lykkjur jafnt yfir = 349-379 lykkjur. Á eftir blaðamynstri er prjónað M.2 (2 lykkjur í hvorri hlið halda áfram í garðaprjóni) – jafnframt í 1. umferð er fækkað um 6-4 lykkjur jafnt yfir = 343-375 lykkjur. Prjónið síðan 1 umferð sléttprjón jafnframt er fækkað um 18-20 lykkjur jafnt yfir = 325-355 lykkjur. Prjónið nú 2 fellingar, síðan 1 umferð í sléttprjóni jafnframt er fækkað um 21-31 lykkjur jafnt yfir = 304-324 lykkjur. Prjónið síðan M.3 þar til stykkið mælist ca 63-72 cm – stillið af eftir 1 heila mynstureiningu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið saman *, endurtakið frá *-* yfir allar lykkjur og endið með 2 lykkjur garðaprjón = 154-164 lykkjur. Prjónið 2 umferðir sléttprjón (umferð 1 = rétta) jafnframt í annarri umferð er fækkað um 18-14 lykkjur jafnt yfir = 136-150 lykkjur. Prjónið síðan 4 fellingar og eftir það 1 umferð sléttprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig (frá röngu): 38-42 lykkjur slétt, 60-66 lykkjur brugðið, 38-42 lykkjur slétt. Í næstu umferð eru felldar af 36-40 lykkjur í hvorri hlið. Stykkið mælist nú ca 68-77 cm. BERUSTYKKI: = 64-70 lykkjur. Lesið allan kaflann áður en prjónað er áfram! Prjónið sléttprjón með M.5 yfir 4 miðjulykkjur jafnframt er lykkjum fækkað fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð – sjá ÚRTAKA-1: Fækkið um 1 lykkju 10 sinnum – prjónið 1. og 2. úrtöku í annað hvert skipti. ATH: Eftir alla úrtöku er haldið áfram að prjóna gatamynstur í 4. hverri umferð (frá réttu) meðfram handveg þannig: Eftir 2 lykkjur garðaprjón: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Á undan 2 lykkjur garðaprjón: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt saman. HÁLSMÁL: Jafnframt þegar stykkið mælist ca 4 cm frá byrjun á berustykki (stillið af eftir 3 eða 4 gatamynstri í M.5) eru felldar af 2 miðjulykkjur fyrir hálsmáli – fellið af frá réttu með brugðnum lykkjum. Setjið lykkjur frá vinstri hlið (séð þegar flíkin er mátuð) á þráð. HÆGRI HLIÐ: Fækkið um 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umf 11-13 sinnum – sjá ÚRTAKA-1 – prjónið 1. og 2. úrtöku í annað hvort skipti. Eftir alla úrtöku fyrir handveg og hálsmáli eru 10-11 lykkjur eftir á hvorri öxl (= 2 lykkjur garðaprjón, 6-7 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur garðaprjón). ATH: Eftir alla úrtöku er haldið áfram að prjóna gatamynstur í 4. hverri umferð meðfram hálsmáli alveg eins og meðfram handvegi. Prjónið þar til stykkið mælist ca 28-32 cm frá byrjun berustykkis, fellið af. VINSTRI HLIÐ: Setjið lykkjur af þræði aftur til baka á prjóninn og prjónið til loka eins og hægri hlið. FRÁGANGUR: HNESLUR / LYKKJUR: Heklið meðfram fellingunni í hægri hlið að aftan með heklunál nr 2,5 þannig: 9 fastalykkjur, heklið síðan næstu umferð þannig: * 1 keðjulykkja, 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, 1 keðjulykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* þar til heklaðar hafa verið 3 hneslur / lykkjur. Saumið 3 tölur meðfram fellingunni í vinstri hlið. Setjið prjónamerki í hlýra þannig að lengdin verði næg fyrir barnið og heklið 1 hneslu / lykkju frá réttu mitt í hvorn hlýra við prjónamerki – 1 hnesla/lykkja = 1 keðjulykkja, 5 loftlykkjur og 1 keðjulykkja í sömu lykkju. Auka lengdin á hlýranum lafir innan á kjólnum. Saumið niður 1 tölu frá réttu efst meðfram kanti 3-4 cm inn frá hvorri hlið frá miðju að aftan. Hlýrunum er hneppt með þessum tölum. SILKIBORÐI: Klippið 3 st 170 cm langan borða og þræðið 1 í hverja af 3 efstu gataröðunum í mynstri M.2 (þ.e.a.s. það verður 1 undir blaðamynstri og 2 yfir), saumið endana niður með tvinna innan í kjólunum. Klippið 1 st 50 cm langan borða og þræðið í gegnum gataumferðina hvoru megin við hálsmál og áfram meðfram hlýrum. ------------------------------------------------------- HEILGALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hvor skálm er prjónuð fyrir sig, síðan eru skálmarnar tengdar saman og afgangurinn af fram- og afturstykki er prjónað, ermar eru prjónaðar í lokin. VINSTRI SKÁLM: Fitjið upp 32-40 lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 5-6 cm. Prjónið síðan 1 umferð sléttprjón jafnframt því sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir = 40-48 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*, síðan er prjónuð 1 umferð sléttprjón jafnframt er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir = 48-56 lykkjur. Prjónið M.2. Haldið síðan áfram í sléttprjóni, jafnframt í 1. umferð er aukið út um 12 lykkjur jafnt yfir = 60-68 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = innan á skálm. Jafnframt þegar stykkið mælist 11-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í 4. hverri umferð alls 6 sinnum = 72-80 cm. Þegar stykkið mælist 18-21 cm er stykkinu skipt upp í innri hlið í skálm, þ.e.a.s. við prjónamerki (þetta er gert til að það verði auðveldara að tengja skálmarnar saman á hringprjóna í lokin). Prjónið nú til loka fram og til baka. Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir saum = 74-82 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-23 cm eru felldar af 5 lykkjur í hvorri hlið = 64-72 l. Geymið stykkið. HÆGRI SKÁLM: Prjónið eins og vinstri skálm. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið hægri og vinstri skálm á sama hringprjón = 128-144 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í skiptinguna á milli skálma við miðju að framan og við miðju að aftan. Prjónið 3 umferðir sléttprjón. Aukið síðan út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur við miðju að aftan í annarri hverri umferð 8 sinnum. Jafnframt er felld af 1 lykkja hvoru megin við 2 lykkjur við miðju að framan – sjá ÚRTAKA-2 – í annarri hverri umferð 8 sinnum = 128-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-40 cm eru felldar af 8 lykkjur fyrir miðju að aftan (= op til að klæða barnið í og úr flíkinni) og stykkið er prjónað til loka fram og til baka = 120-136 lykkjur. Þegar stykkið mælist 39-48 cm er M.6 prjónað – umferð 1 = ranga (1 kantlykkja í hvorri hlið við miðju að aftan er ekki prjónuð inn í mynstur), jafnframt í síðustu umferð eru prjónaðar 2 miðjulykkjur saman = 119-135 lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð þannig: 1 kantlykkja, M.7A (= 9 lykkjur), M.7B yfir 96-112 lykkjur, M.7C (= 12 lykkjur) og 1 kantlykkja. Jafnframt þegar stykkið mælist 45-54 cm er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: 25-29 lykkjur (= vinstra bakstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg, 57-65 lykkjur (= framstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg, 25-29 lykkjur (= hægra bakstykki). Hvor hluti er nú prjónaður til loka fyrir sig. HÆGRA BAKSTYKKI: = 25-29 lykkjur. Prjónið áfram með M.7 jafnframt er lykkjum fækkað fyrir handveg í hlið í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 1-1 sinni og 1 lykkja 3-4 sinnum = 20-23 lykkjur. ATH: Prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem mynstrið gengur ekki upp í við handveg. Þegar stykkið mælist 53-63 cm eru felldar af 5-6 lykkjur við miðju að aftan fyrir hálsmáli. Haldið áfram að fella af 1 lykkju við hálsmál í annarri hverri umf 2 sinnum = 13-15 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 55-65 cm. VINSTRA BAKSTYKKI: Prjónið eins og hægra bakstykki. FRAMSTYKKI: = 57-65 lykkjur. Prjónið áfram með M.7 jafnframt er fellt af fyrir handvegi í hvorri hlið eins og á bakstykki = 47-53 lykkjur. Þegar stykkið mælist 51-60 cm eru felldar af miðju 11-13 lykkjur fyrir hálsmáli. Haldið áfram að fella af við hálsmál í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 3 sinnum = 13-15 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist ca 55-65 cm – stillið af við bakstykki. ERMI: Fitjið laust upp 68-68 lykkjur á sokkaprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið M.4 – jafnframt í síðustu umferð er fækkað um 28-20 lykkjur jafnt yfir = 40-48 lykkjur. Prjónið M.2, prjónið síðan M.7B til loka. Jafnframt þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi í 6.-9. hverri umf 5-4 sinnum = 50-56 lykkjur – útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 17-19 cm eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi og prjónað fram og til baka til loka. Fækkið nú lykkjum fyrir ermakúpu í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 2-3 sinnum, 1 lykkja 5-3 sinnum, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 23-25 cm. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. VINSTRI KANTUR: Takið upp ca 60-65 lykkjur meðfram vinstra bakstykki á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca. Prjónið fram og til baka þannig: 1 umferð slétt frá röngu, síðan perluprjón í 2,5 cm, fellið af. HÆGRI KANTUR: Takið upp meðfram hægra bakstykki og prjónið eins og vinstri kantur, en eftir 1 cm er fellt af fyrir 5 hnappagötum jafnt yfir: 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í næstu umferð yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Leggið hægri kant yfir vinstri kant og saumið fallega niður neðst í klaufinni. BLÚNDUKRAGI: Takið upp frá röngu ca 55-65 lykkjur í kringum hálsmál (lykkjur eru ekki teknar upp í kanti að framan og að aftan) á prjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, prjónið síðan 1 umferð sléttprjón jafnframt er aukið út um 123 lykkjur jafnt yfir. Prjónið síðan M.4 – byrjið á 3. umferð í mynstri – með 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að aftan. Eftir M.4 er fellt af. Heklið í kringum kraga með heklunál nr 2,5 þannig: 1 keðjulykkja í 1. lykkju, * 4 loftlykkjur, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 keðjulykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-*. Saumið ermar í. Saumið skrefbót / klofsauma og saum undir fæti. Saumið tölur í kantinn. Klippið 2 st 20 cm langan silkiborða og þræðið 1 í efstu gataumferðina á hvorri ermi. Klippið 2 st 60 cm langan silkiborða og þræðið 1 í neðstu gataumferðina á hvorri skálm. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og saumuð saman í lokin. HÚFA: Fitjið laust upp 87-104 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið M.1 þar til stykkið mælist 10-12 cm en 1 kantlykkja í hvorri hlið er prjónuð í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið FELLING – sjá útskýringu að ofan – prjónið 1 fellingu jafnframt í 1. umf í fellingu er fækkað um 1 lykkju í stærstu stærð = 87-103 l. Fellið síðan af 28-36 lykkjur í hvorri hlið = 31 lykkjur eftir á prjóni (= miðjustykki aftan á húfu). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, M.7A (= 9 lykkjur), M.7B (= 8 lykkjur), M.7C (= 12 lykkjur) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fellið af þegar miðjustykki að aftan mælist 11-14 cm. Saumið miðjustykki við hliðarstykkin. Takið upp lykkjur meðfram neðri kant á húfu ca 86-98 lykkjur (deilanlegt með 4+2, til þess að fá slétta tölu á götum til að þræða silkiborðann í) á prjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk og prjónið M.6 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af með brugðnum lykkjum (séð frá réttu). Þræðið 1 stykki ca 80 cm langan silkiborða í gegnum gataumferð. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #angelkissedchristeninggown eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 11-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.