Liz skrifaði:
Hi, first time making one of your pattern. When we start to work A1 in the round, we start from the mid-back? I know that we measure the yoke from the mid-front marker, but we always finish and start a round from the mid-back? Thank you so much!
18.12.2025 - 21:16
Karri skrifaði:
Are the patterns available as PDF? I don't have the way to print or knit from a computer screen.
02.12.2025 - 19:41DROPS Design svaraði:
Dear Karri, our patterns can only be printed, but choosing a virtual printer will allow you to save them as PDF. Happy knitting!
03.12.2025 - 08:16
Sibylle skrifaði:
Hello Drops team I love your free patterns and also occasionally buy patterns on Etsy. Are you aware that this pattern is being sold by at least two sellers on Etsy? I cannot include the links in this form but have saved them and could send them to you. As an author, I hate pirates and wanted to let you know. Thank you for your great (free) patterns and your wonderful yarns.
27.11.2025 - 20:47DROPS Design svaraði:
Dear Sibylle, you can help us reporting these patterns that are sold. Thank you very much in advance. Happy knitting!
28.11.2025 - 08:05
Ingrid Burkert skrifaði:
Sehr ansprechendes Design
23.11.2025 - 07:01
Aneta skrifaði:
Czy długość karczku przodu jeszcze przed żakardem należy mierzyć od rzędu kiedy pierwszy raz były dodane oczka czy od pierwszego rzędu po ściągaczu?
20.11.2025 - 21:26DROPS Design svaraði:
Witaj Aneto, na karczku umieszczasz 1 marker na środku okrążenia (na środku przodu) - od tego miejsca jest mierzona długość robótki. Pozdrawiamy!
21.11.2025 - 13:41
Deborah Marshall skrifaði:
Is there any way you can provide increase stitches for the next size up as the XXXL is a little too small for me? It would be much appreciated as I love the pattern!
14.11.2025 - 09:30DROPS Design svaraði:
Hi Deborah, You can cast on 4 more stitches for the next size up, then increase as described for the largest size + 2 stitches at each arrow. Regards, Drops Team.
18.11.2025 - 07:26
Brauns, Karin skrifaði:
Warum gibt es kein Helltürkis bei Karisma?
12.11.2025 - 18:47DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Brauns, Ihr Wunsch werde ich unser Team weiterleiten. Viel Spaß beim Stricken!
21.11.2025 - 15:23
Janet skrifaði:
Love it
12.11.2025 - 16:48
Jeong skrifaði:
Thanks
07.11.2025 - 21:56
Dea skrifaði:
Stupendo!
07.11.2025 - 19:31
Cookie Parade Sweater#cookieparadesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og marglitu mynstri með piparkökum og hjörtum. Stærð S - XXXL.
DROPS 262-38 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði í byrjun umferðar (miðja að aftan), snúið og prjónið 32-34-36-38-40-42 lykkjur brugðið. Notið German Short Rows - lesið leiðbeiningar að neðan, svo ekki myndist gat. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-57-60-63 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-76-80-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-95-100-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-114-120-126 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að merkiþræði að miðju að aftan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift. GERMAN SHORT ROWS: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um fyrir miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-114-118-122-128-132 lykkjur á hringprjón 3 með litnum Kastanía í DROPS Lima. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (mitt að aftan). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 32-32-34-38-40-44 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 142-146-152-160-168-176 lykkjur. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð (mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu merki. Nú er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón hringinn. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar berustykkið mælist 2-3-4-5-5-6 cm frá merki fyrir miðju að framan, aukið út 38-46-46-50-54-52 lykkjur jafnt yfir = 180-192-198-210-222-228 lykkjur. Þegar berustykkið mælist 3-4-5-6-6-7 cm frá merki, prjónið mynstur jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN og MYNSTUR í útskýringu að ofan. Prjónið A.1 hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er lykkjum aukið út eins og útskýrt er að neðan: ÖR-1: Aukið út 44-48-50-46-58-60 lykkjur jafnt yfir = 224-240-248-256-280-288 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 36-40-42-44-50-52 lykkjur jafnt yfir = 260-280-290-300-330-340 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 20-32-30-44-38-52 lykkjur jafnt yfir = 280-312-320-344-368-392 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 16-16-24-24-24-32 lykkjur jafnt yfir = 296-328-344-368-392-424 lykkjur. ÖR-5: Aukið út 8-4-4-16-8-12 lykkjur jafnt yfir = 304-332-348-384-400-436 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið síðan í sléttprjóni með litnum Kastanía. Þegar berustykkið mælist 22-23-23-25-27-29 cm frá merki fyrir miðju að framan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 46-51-53-58-62-69 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 92-102-106-116-124-138 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 60-64-68-76-76-80 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-12-12-16-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 46-51-53-58-62-69 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-236-256-280-308 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í aðra hlið á stykki – mitt í 8-8-12-12-16-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum Kastanía þar til stykkið mælist 44-46-48-50-51-53 cm frá merki fyrir miðju að framan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 42-42-46-52-58-60 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 242-262-282-308-338-368 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4-4-4-4-5-5 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 48-50-52-54-55-57 cm frá miðju að framan og 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl. ERMI: Setjið 60-64-68-76-76-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-12-12-16-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi með litnum Kastanía = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi – þ.e.a.s. mitt í 8-8-12-12-16-16 nýju lykkjurnar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn með litnum Kastanía. Þegar ermin mælist 4-4-3-3-3-3 cm, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 8-6-4-2½-2½-2 cm alls 5-6-9-12-13-14 sinnum = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 40-40-40-39-36-35 cm frá skiptingunni. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 70-72-74-76-78-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4-4-4-4-5-5 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 44-44-44-43-41-40 cm frá skiptingu. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cookieparadesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-38
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.