Mindy skrifaði:
It states in the title to use 1 strand of Polaris or 2 strands of Snow. However, for the yarn amounts for size XS (example) it states to use approx 1100g for Polaris and 800g for Snow. Would I need to order 800g x2 (for the two strands) = 1600g of Snow for the size XS?
24.11.2025 - 23:01DROPS Design svaraði:
Hi Mindy, No, the yarn amounts given for Polaris are enough to work the garment with 2 strands. Regards, Drops team.
25.11.2025 - 06:44
Lilia skrifaði:
Chiedo scusa ma ho un problema di comprensione. Io sto facendo la taglia L e quando comincio ho 44 maglie, ma poi per dividere si fa: 7 + 13 + 7 + 13 = 40 infatti a me nella parte dietro della schiena rimangono 4 punti in più, non riesco proprio a capire se magari è stato un errore di calcolo. Perché sulle taglie che cominciano con 40 maglie il conteggio resta di 40, ma tutte le altre con più di 40 maglie hanno un avanzo di 4 maglie nella parte dietro. Aspetto ulteriori spiegazioni grazie.
01.11.2025 - 23:07DROPS Design svaraði:
Buonasera Lilia, ha contato anche le 4 maglie in cui vanno inseriti i segnapunti? I segnapunti devono essere inseriti NELLE le maglie come indicato, non TRA le maglie. Buon lavoro!
02.11.2025 - 17:31
Quiet Hours Sweater#quiethourssweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Polaris eða 2 þráðum DROPS Snow. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð XS - XXXL.
DROPS 264-26 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Á UNDAN MERKI: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir að merki. Setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt og prjónið 1 lykkju slétt af kaðlaprjóni (= 1 lykkja fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. Á EFTIR MERKI: Setjið 1 lykkju á kaðlaprjón framan við stykkið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt og prjónið 1 lykkju slétt af kaðlaprjóni (= 1 lykkja fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Þegar fækkað er um 1 lykkju er lykkjum fækkað til skiptis á undan og á eftir merkiþræði. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á sokkaprjóna / hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 40-40-44-44-48-48-52 lykkjur á sokkaprjóna 7 með 1 þræði DROPS Polaris eða 2 þráðum DROPS Snow – fitjið e.t.v. upp með ítalskri uppfitjun. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4-4-4-5-5-5-5 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 13-13-15-15-16-16-18 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í lykkju, þessar lykkjur eru kallaðar fyrir laskalykkjur og auka á út fyrir laskalínu hvoru megin við þessar laskalykkjur. Setjið 1. merki í fyrstu lykkju, teljið 5-5-7-7-7-7-9 lykkjur (= ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 13-13-13-13-15-15-15 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 5-5-7-7-7-7-9 lykkjur (= ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, það eru eftir 13-13-13-13-15-15-15 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Prjónið fyrstu umferð með byrjun frá hægri öxl að aftan þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón jafnframt því sem aukið er út um 0-2-2-2-2-4-4 lykkjur jafnt yfir framstykki og 0-2-2-2-2-4-4 lykkjur jafnt yfir bakstykki (aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn) = 40-44-48-48-52-56-60 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Skiptið yfir á sokkaprjón 12, prjónið sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við laskalykkjurnar – lesið útskýringu í leiðbeiningum að ofan hvernig auka á út. UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar (= 8 lykkjur fleiri). ATH: Í byrjun umferðar er aukið út á eftir lykkju með 1. merki og í lok umferðar er aukið út á undan lykkju með 1. merki. UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 8-8-8-10-10-10-8 sinnum (= 16-16-16-20-20-20-16 umferðir prjónaðar) = 104-108-112-128-132-136-124 lykkjur í umferð. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið síðan og aukið út þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón. UMFERÐ 3: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu á framstykki og á bakstykki, þ.e.a.s. aukið út á eftir 2. og 4. merki og á undan 3. og 1. merki – ekki er lengur aukið út á ermum (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4: Prjónið sléttprjón. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 2-2-2-2-2-2-4 sinnum (= 8-8-8-8-8-8-16 umferðir prjónaðar = 2-2-2-2-2-2-4 sinnum útaukning á ermum og 4-4-4-4-4-4-8 sinnum útaukning á framstykki/bakstykki) = 128-132-136-152-156-160-172 lykkjur í umferð. Öll útaukning fyrir laskalínu er nú lokið, aukið hefur verið út alls 12-12-12-14-14-14-16 sinnum á framstykki/bakstykki og 10-10-10-12-12-12-12 sinnum á ermum. Prjónið síðan sléttprjón án þess að auka út, þar til stykkið mælist 22-23-23-25-26-27-29 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 1-1-1-1-1-1-1 lykkju sléttprjón (= þessi lykkja tilheyrir bakstykki), setjið næstu 25-25-27-31-31-31-33 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 2-2-6-6-8-10-10 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 39-41-41-45-47-49-53 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 25-25-27-31-31-31-33 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 2-2-6-6-8-10-10 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 38-40-40-44-46-48-52 lykkjur í sléttprjóni (= afgangur af bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 82-86-94-102-110-118-126 lykkjur. Prjónið hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 44-47-47-48-50-52-52 cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón 7, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 20-22-24-26-28-30-32 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 102-108-118-128-134-148-158 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 48-51-52-54-56-58-58 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 51-54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 25-25-27-31-31-31-33 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á sokkaprjóna / hringprjón 12 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 2-2-6-6-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 27-27-33-37-39-41-43 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 2-2-6-6-8-10-10 lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn JAFNFRAMT þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingunni er lykkjum fækkað fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur 0-0-1-2-2-3-3 sinnum í annarri hverri umferð, fækkið síðan um 1 lykkju til skiptis á undan og á eftir merkiþræði í hverjum 14-15-7-4-3½-4½-3 cm alls 3-3-5-7-8-6-8 sinnum = 24-24-26-26-27-29-29 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 38-39-40-38-37-37-35 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 7 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 6-5-6-6-7-7-7 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 30-30-32-32-34-36-36 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-5-5-5-6 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 42-43-44-43-42-42-41 cm frá skiptingunni. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #quiethourssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 264-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.