Marion skrifaði:
Ich habe auch so Probleme mit der Anleitung… Was bedeutet die 2. Runde 12 mal wiederholen.? Stricke ich dann 12 Runden und nehme in jeder Runde zu? Was ist mit der Runde danach, wo man sie Zunahnen der Vorrunde mit ins Muster einstrickt? Wird die weggelassen?
27.10.2025 - 10:04DROPS Design svaraði:
Liebe Marion, das soll bedeuten, dass Sie die Diagramme in der Höhe weiterstricken und zwar in der Reihenfolge, wie sie für die 2. Runde beschrieben ist - darum 12 x diese Runde stricken. Sie stricken einfach jeweils die nächste Runde der Diagramme und nehmen wie dort gezeigt zu, also nicht in jeder Runde, sondern in jeder 2. Runde wie in A.1, A.3, A.4 und A.6 gezeigt. Diese vier Diagramme bestehen aus 12 Runden. Viel Spaß beim Weiterstricken!
27.10.2025 - 14:39
Birgitte skrifaði:
Kan jeg strikke modellen uden mønster,kun i dobbelt perlestrik. Vil det ændre på faconen af ærmerne,bliver de evt for løse
20.10.2025 - 17:40DROPS Design svaraði:
Hi Birgitte, yes you can. The sleeves may be looser, just decrease more stitches for them if you want them to be more fitted. Happy knitting!
21.10.2025 - 10:59
Ulla skrifaði:
Hallo, Ich bin der Anleitung gefolgt bis zu der Stelle, an der nach den Zunahmen für das Passe 202 Maschen in Größe M auf den Nadeln sind. Nun sagt die Anleitung. „Im Muster weiterstricken und dabei für das große Perlmuster die Raglanzunahmen in jeder 2. Runde wie zuvor arbeiten, bis insgesamt 29x zugenommen wurde.“ Ich kann nicht nachvollziehen, welche Änderung sich an der Stelle ergibt und wie ich auf 338 Maschen kommen soll. Bitte helfen Sie mir weiter. Vielen Dank
15.10.2025 - 22:03DROPS Design svaraði:
Liebe Ulla, Sie setzen die Raglanzunahmen einfach beidseitig jeder der vier Raglanlinien fort, es wird also je 1 Masche beidseitig von 2 Raglanmaschen zugenommen, es sind insgesamt 8 zugenommene Maschen pro Runde. Die zugenommenen Maschen stricken Sie ins große Perlmuster ein. Insgesamt haben Sie die Raglanzunahmen 29x gearbeitet, 12x in den Diagrammen und dann noch 17x beidseitig der Raglanmaschen fortgesetzt. Dann kommen Sie auf insgesamt 338 Maschen (202 Maschen + 17x8 Maschen = 338 Maschen). Gutes Gelingen!
22.10.2025 - 00:43
Karin skrifaði:
Hi I am trying to make this jumper but really struggling with the pattern. For the Yoke it says. Round 1, then Round 2 work it 12 times. Then it goes back to Round 1 and work that 12 times. Please can you explain if I need to alternate these rounds as the picture pattern has a row in between the increase rows. I have un done it a few times and this is my last attempt if you can help me. Thanks
15.10.2025 - 09:34DROPS Design svaraði:
Hi Karin, for the yoke it says. Round 1, then Round 2 work it 12 times. Then you go to another Round 1 - with different diagrams. Follow the pattern step by step. It is explained chronologically. All raglan increases are included in diagrams A.1 and A.3, and then A.4 and A.6 - you will do raglan increases every other round (see these diagrams). Happy knitting!
30.10.2025 - 11:12
Moonshade Cable Sweater#moonshadecablesweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, köðlum og tvöföldu perluprjóni. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-13 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2 og A.7). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN LASKALYKKJU: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Á EFTIR LASKALYKKJU: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með merki með því að prjóna 3 lykkjur saman þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með merki, prjónið 3 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). Þessi lykkja er lykkjan með merki og er síðan prjónuð brugðið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breytið eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-104-108-112-120-124-128 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Karisma eða DROPS Lima. Prjónið fyrstu umferð jafnframt því sem merki eru sett í umferðina á milli 2 lykkja þannig: Setjið 1. merki á undan næstu lykkju, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 19-19-19-19-21-21-21 lykkjur (= ermi), setjið 2. merki á undan næstu lykkju, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 33-33-35-37-39-41-43 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merki á undan næstu lykkju, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 19-19-19-19-21-21-21 lykkjur (= ermi), setjið 4. merki á undan næstu lykkju, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir næstu 33-33-35-37-39-41-43 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Öll merki sitja á milli 2 lykkja slétt, þessar 2 lykkjur eru núna kallaðar fyrir laskalykkjur og síðar á að auka út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkjurnar. Laskalykkjurnar eru alltaf prjónaðar í sléttprjóni og sitja í skiptingunni á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Haldið áfram með stroff með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur í 4-4-4-4½-4½-5-5 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 35-35-36-37-40-41-42 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 4,5. Prjónið MYNSTUR hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við laskalykkjurnar – lesið leiðbeiningar að ofan og prjónið eins og útskýrt er að neðan. Öll útaukning er sýnd í mynsturteikningu. Munið að laskalykkjurnar eru prjónaðar í sléttprjóni. UMFERÐ 1: Prjónið 19-19-19-19-21-21-21 lykkjur slétt JAFNFRAMT sem fækkað er um 1 lykkju yfir þessar lykkjur (= 18-18-18-18-20-20-20 lykkjur fyrir ermi), prjónið 33-33-35-37-39-41-43 lykkjur slétt (= framstykki), prjónið 19-19-19-19-21-21-21 lykkjur slétt JAFNFRAMT sem fækkað er um 1 lykkju yfir þessar lykkjur (= 18-18-18-18-20-20-20 lykkjur fyrir ermi), prjónið 33-33-35-37-39-41-43 lykkjur slétt (= bakstykki) = 102-102-106-110-118-122-126 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.1, A.2, A.3, 2 lykkjur slétt, prjónið A.4, prjónið A.5 yfir næstu 29-29-31-33-35-37-39 lykkjur, prjónið A.6, 2 lykkjur slétt, prjónið A.1, A.7, A.3, 2 lykkjur slétt, prjónið A.4, prjónið A.5 yfir næstu 29-29-31-33-35-37-39 lykkjur, prjónið A.6, 1 lykkja slétt. ATH: Byrjun umferðar = á milli 2 laskalykkja. Prjónið UMFERÐ 2 alls 12 sinnum = 150-150-154-158-166-170-174 lykkjur í umferð. Aukið hefur verið út 6 sinnum fyrir laskalínu. A.1 og A.3 hefur nú verið prjónað til loka á hæðina. Munið að fylgja prjónfestunni. Síðan er einungis aukið út í tvöfalt perluprjón (= A.5), prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.4, A.8, A.2, A.9, A.6, 2 lykkjur slétt, prjónið A.4, prjónið A.5 yfir næstu 41-41-43-45-47-49-51 lykkjur, prjónið A.6, 2 lykkjur slétt, prjónið A.4, A.8, A.7, A.9, A.6, 2 lykkjur slétt, prjónið A.4, prjónið A.5 yfir næstu 41-41-43-45-47-49-51 lykkjur, prjónið A.6, 1 lykkja slétt. Prjónið UMFERÐ 1 alls 12 sinnum = 198-198-202-206-214-218-222 lykkjur í umferð. Aukið hefur verið út alls 12 sinnum fyrir laskalínu. Prjónið mynstur og aukið út í tvöfalt perluprjón eins og áður, haldið áfram að auka út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 27-27-29-30-30-31-31 sinnum = 318-318-338-350-358-370-374 lykkjur (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð). Útaukningu fyrir ermar er nú lokið, en haldið áfram að auka út fyrir laskalínu á framstykki og bakstykki í annarri hverri umferð 1-3-2-3-5-7-9 sinnum til viðbótar = 322-330-346-362-378-398-410 lykkjur í umferð. Aukið hefur verið út alls 27-27-29-30-30-31-31 sinnum fyrir ermar og 28-30-31-33-35-38-40 sinnum fyrir framstykki/bakstykki. Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-22-24-25-27-29-31 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Setjið fyrstu 72-72-76-78-80-82-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-9-13-15-17-19-23 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 89-93-97-103-109-117-123 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 72-72-76-78-80-82-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-9-13-15-17-19-23 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 89-93-97-103-109-117-123 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-204-220-236-252-272-292 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykki (= fyrir miðju í 5-9-13-15-17-19-23 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Byrjið umferð við lykkju með merki og prjónið hringinn – nýjar lykkjur undir ermi eru stilltar af þannig að þær passi þegar prjónað er í tvöföldu perluprjóni (= A.5) hringinn á öllu fram- og bakstykki. Prjónið tvöfalt perluprjón þar til stykkið mælist 47-49-51-53-54-56-58 cm frá merki fyrir miðju að framan. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT sem aukið er út um 50-54-58-62-66-72-78 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 238-258-278-298-318-344-370 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 4-4-4-4-5-5-5 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 51-53-55-57-59-61-63 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 54-56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 72-72-76-78-80-82-82 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 5-9-13-15-17-19-23 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 77-81-89-93-97-101-105 lykkjur. Setjið 1 merki í miðjulykkju undir ermi. Merkið fyrir miðju undir ermi er notað þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferðina í lykkju með merki fyrir miðju undir ermi og haldið áfram með mynstur frá berustykki yfir ermi – lykkja með merki fyrir miðju undir ermi er alltaf prjónuð brugðið, hvoru megin við lykkju eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í tvöfalt perluprjón (= A.5). Þegar ermin mælist 1-1-1-2-2-3-1 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 8-5½-3½-3-2½-2-2 cm alls 5-7-10-11-12-13-14 sinnum = 67-67-69-71-73-75-77 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 36-37-35-35-32-31-30 cm frá skiptingunni. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT sem aukið er út um 9-9-9-9-11-11-11 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki aukið út yfir kaðla) = 76-76-78-80-84-86-88 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 4-4-4-4-5-5-5 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 40-41-39-39-37-36-35 cm frá skiptingunn. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #moonshadecablesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.