Star skrifaði:
I am currently working on size large in this pattern but i'm very confused by the directions in the yoke section. In particular should the raglan increases to be made every 2nd round be completed before A1 and A3 have been completed in their total height? Also it states to continue in pattern in the "all sizes" heading. How is this done when A1 and A3 are completed at 33stitches and Row 1 of A1 and A3 for size large start with 8 stitches? Any assistance is greatly appreciated. Thank you
05.11.2025 - 01:08
Ireland Magic Sweater#irelandmagicsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alaska eða DROPS Big Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, köðlum, áferðamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-12 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Sjáðu upphafsörina fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar prjónaðar eru upp lykkjur fyrir miðju undir erminni getur myndast lítið gat í skiptingunni á milli lykkja á fram- bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja - þráðurinn er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkjunni á milli fram- og bakstykkis og erma, þannig að gatið lokist. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við lykkjuna með merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkjunni með merki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 1 lykkju slétt (merkið er í þessari lykkju), prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermarnar bíða. Síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Kantur í hálsmáli er brotinn tvöfaldur að röngu og saumaður niður. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-104-108-112-116-120-124 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Alaska eða DROPS Big Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) í 9-9-9-9-11-11-11 cm. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli inn að röngu og við frágang þá verður kantur í hálsmáli ca 4-4-4-4-5-5-5 cm. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan – í síðustu umferð í garðaprjóni er aukið út um 20-16-12-40-36-32-28 lykkjur jafnt yfir = 120-120-120-152-152-152-152 lykkjur. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 38-38-38-50-50-50-50 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 5 þannig: ERMI (= 16-16-16-24-24-24-24 lykkjur): Prjónið A.1 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), A.2 (= 8 lykkjur), A.3 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur) FRAMSTYKKI (= 44-44-44-52-52-52-52 lykkjur): Prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur), prjónið A.4 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), A.2 yfir næstu 32 lykkjur, A.5 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur) ERMI (= 16-16-16-24-24-24-24 lykkjur): Prjónið A.1 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), A.2 (= 8 lykkjur), A.3 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur). BAKSTYKKI (= 44-44-44-52-52-52-52 lykkjur): Prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur), prjónið A.4 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), A.2 yfir næstu 32 lykkjur, A.5 (= 4-4-4-8-8-8-8 lykkjur), prjónið 2 lykkjur slétt (= laskalykkjur). Haldið svona áfram hringinn og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 og A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 364-364-364-364-364-364-364 lykkjur í umferð, 74-74-74-74-74-74-74 lykkjur á hvorri ermi og 108-108-108-108-108-108-108 lykkjur á framstykki/bakstykki. Í stærð XS er þessi kafli ekki prjónaður, farðu áfram í ALLAR STÆRÐIR: Stærð S-M-L-XL-XXL-XXXL: Prjónið mynstur sem þegar er byrjað og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) 0-2-5-5-6-7-7 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. prjónað hefur verið upp að stjörnu í A.4 og A.5). Á ermum eru útauknar lykkjur prjónaðar inn í tvöfalt perluprjón (A.6, passið uppá að A.6 passi yfir lykkjur sem eru prjónaðar í mynstri sem þegar er byrjað). Nú eru nú 364-380-404-404-412-420-420 lykkjur í umferð, 74-78-84-84-86-88-88 lykkjur á hvorri ermi og 108-112-118-118-120-122-122 lykkjur á framstykki/bakstykki. ALLAR STÆRÐIR: Útaukningu á ermum er nú lokið. Prjónið nú með mynstur sem þegar er byrjað og haldið áfram með útaukningu, en nú er einungis aukið út á framstykki og bakstykki. Aukið út í annarri hverri umferð (= 4 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð) 3-3-2-5-7-10-14 sinnum. Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í tvöfalt perluprjón. Það eru nú 376-392-412-424-440-460-476 lykkjur í umferð, 74-78-84-84-86-88-88 lykkjur á hvorri ermi og 114-118-122-128-134-142-150 lykkjur á framstykki/bakstykki. Haldið áfram með mynstur eins og áður án þess að auka út þar til stykkið mælist 20-21-23-25-28-32-36 cm frá merki fyrir miðju að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar við laskalykkjurnar þannig: Setjið fyrstu 74-78-84-84-86-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-7-9-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 114-118-122-128-134-142-150 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 74-78-84-84-86-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-7-9-11-13-15-17 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 114-118-122-128-134-142-150 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 238-250-262-278-294-314-334 lykkjur. Prjónið mynstur sem þegar er byrjað, nýjar lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í tvöföldu perluprjóni. Prjónið eins og áður þar til stykkið mælist 45-47-49-50-51-53-55 cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er fækkað um 42-38-38-38-34-30-30 lykkjur jafnt yfir = 196-212-224-240-260-284-304 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-4-4-5-5-5 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 49-51-53-54-56-58-60 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 54-56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 74-78-84-84-86-88-88 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 5-7-9-11-13-15-17 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 79-85-93-95-99-103-105 lykkjur. Setjið 1 merki fyrir miðju í 5-7-9-11-13-15-17 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar í þessari lykkju og þessi lykkja er alltaf prjónuð í sléttprjóni. Prjónið hringinn í mynstri eins og áður, nýjar lykkjur í hvorri hlið við lykkjur fyrir miðju undir ermi eru prjónaðar í tvöföldu perluprjóni (A.6) – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 7-7-4½-4½-3½-3-3 cm alls 3-5-8-8-9-10-10 sinnum = 73-75-77-79-81-83-85 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 44-43-42-41-37-34-31 cm frá skiptingunni. Prjónið næstu umferð þannig: Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið), JAFNFRAMT er fækkað um 17-15-17-15-17-15-17 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 56-60-60-64-64-68-68 lykkjur. Haldið áfram með stroff hringinn þar til stroffið mælist 4-4-4-4-5-5-5 cm – fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-42-41-37-34-31 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #irelandmagicsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.