Gillier skrifaði:
Bonjour, ça fait quelques temps maintenant que j’ai me suis lancée dans ce pull, mais malheureusement je ne comprends pas le col. Est-ce que vous pouvez me donner une ligne d’exemple? Ou une vidéo de référence S’il vous plaît.
24.06.2025 - 22:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gillier, dans cette vidéo, nous montrons (pour un autre modèle) comment tricoter d'abord les bordures des devants (on ne tricote pas de rangs raccourcis pour ce gilet, contrairement à celui de la vidéo), puis comment monter les mailles entre les bordures et continuer, puis, tout à la fin, comment on va assembler les bordures. Bon tricot!
25.06.2025 - 07:22
Zoe skrifaði:
Hi please help. When placing markers it asks for 5,16,26,16 with 5 left over however this adds to 68 but the pattern says 72 stitches. I’m fairly new to knitting patterns so not sure what to do now. Many thanks for any help
21.06.2025 - 20:44DROPS Design svaraði:
Dear Zoe, the markers are inserted into stitches, but not counted in the sections. So you have 68 stitches + 4 stitches with markers. Happy knitting!
22.06.2025 - 19:26
Petra skrifaði:
Brukes sytråd eller garn til å sy sammen stolpebåndene? Hva slags sting; maskesting eller..?
19.06.2025 - 09:10DROPS Design svaraði:
Hei Petra. Bruk samme tråd du har strikket jakken med. Bruk den teknikken du syns blir penest. Evnt. ta en titt på hjelpevideoen som ligger under VIDEOER, helt øverst til høyre eller under bildene. Se: Hvordan sy stolpebånd sammen og hvordan sy de fast til halskanten. mvh DROPS Design
23.06.2025 - 11:05
Ayamma skrifaði:
Hi. Is it possible to knit this in round neck and with buttons? What alterations would be required (specifically for the round neck)?
16.06.2025 - 10:32DROPS Design svaraði:
Hi Ayamma, We have jumper patterns in Drops Brushed Alpaca Silk (insert the garn type in the search box and they will be listed). We have patterns for both round and v-neck jumpers. Regards, Drops Team.
17.06.2025 - 06:45
Jorunn skrifaði:
Du sammen stolpebåndene. Stolpebåndene er kortere enn jakka. Stolpebåndene er kortere enn v- utringningen. Hvor og hvordan skal de to stolpebåndene som henger løst sys på
15.06.2025 - 21:40
Jorunn skrifaði:
Hvordan sy sammen stolpebåndene - sømmen . Kan du demonstrere dette ( video)
15.06.2025 - 21:39
May-lisbeth skrifaði:
Dette er en elendig oppskrift. Den burde ha bedre forklaring til å begynne med slik at man forstår gangen i det hele.
10.06.2025 - 10:27
Michelle skrifaði:
In dem V-Auschnitt bei den Zunahmen, wird je EINE Masche links und eine Masche rechts innerhalb der Blenden zugenommen, oder an jeder Blende jeweils 2 Zunahmen?
09.06.2025 - 22:30DROPS Design svaraði:
Liebe Michelle, für den V-Ausschnitt wird 1 Masche für jedes Vorderteil zugenommen, nehmen Sie bei einer Hin-Reihe so zu: beim linken Vorderteil: nach den 4 Blenden-Maschen; beim rechten Vorderteil: vor den 4 Blenden-Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
10.06.2025 - 09:40
Siren skrifaði:
Hei jeg skjønner ikke helt denne oppskriften, hva er de stolpene jeg strikket til å begynne med, hva skal de brukes til, hvor er de på jakken? Jeg skjønne heller ikke økningene. Jeg begynner å nærme meg over 200 masker men jakken er ikke i nærheten av 22 cm. Sliter veldig med å forstå dette
04.06.2025 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hei Siren Stolpene fra hvert forstykke skal sys sammen, deretter skal stolpene sys fast til bakstykket. Ta en titt på hjelpevideoen: Hvordan sy stolpebånd sammen og hvordan sy de fast til halskanten. Så får du kanskje en bedre forståelse hvor og hva de skal brukes til. Sett de 4 merkene som forklart i oppskriften. Det er ved disse merkene det skal økes til raglan, det økes ved hver side av merkene = 8 økte masker ved økepinne. Les under RAGLAN hvor ofte det skal økes. mvh DROPS Design
10.06.2025 - 14:28
Agnieszka skrifaði:
Mam pytanie, bo nie do końca rozumiem gdzie przyszywane są obszycia (prawego i lewego przodu). Robótka po połączeniu tych obszyć jest kontynuowana dalej więc one zwisają na dole robótki. Będę wdzięczna za pomoc!
02.06.2025 - 18:02DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko, łączysz obszycia razem (zszywasz je), a następnie przyszywasz wzdłuż dekoltu tyłu. I gotowe :) Pozdrawiamy!
04.06.2025 - 08:35
Delicate Dance Cardigan#delicatedancecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, rúllukanti og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-14 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------ LASKALÍNA: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. V-HÁLSMÁL: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja / mitt í þessum lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Fyrst eru prjónaðir tveir kantar að framan hvor fyrir sig, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli þessa kanta að framan og prjónað er ofan frá og niður. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru prjónuð tvö bönd sem notuðu eru til að loka peysunni. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir). RÉTTA: Prjónið 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 3 lykkjur slétt. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-20-21 cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og geymið stykkið. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir). RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur brugðið. RANGA: Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-20-21 cm, síðasta umferðin er prjónuð frá röngu. Nú eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli kanta að framan eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið yfir vinstri kant að framan eins og áður frá réttu, fitjið upp 60-60-62-62-64-66 nýjar lykkjur í umferð, prjónið yfir hægri kant að framan eins og áður frá réttu = 68-68-70-70-72-74 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 4 lykkjur í kanti að framan í hvorri hlið eins og áður. Setjið 4 merki í stykkið án þess að prjóna þannig: Teljið 5 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 22-22-24-24-26-28 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru 5 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merki (= framstykki). Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 4 lykkjur í kanti að framan eins og áður í hvorri hlið, jafnframt því sem aukið er út bæði fyrir LASKALÍNA og V-HÁLSMÁL – lesið útskýringu að ofan og lesið báða kaflana að neðan áður en prjónað er áfram. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. V-HÁLSMÁL: Byrjið útaukningu fyrir v-hálsmáli í fyrstu umferð frá réttu, síðan er aukið út fyrir v-hálsmáli í 4. hverri umferð 10-10-11-11-12-13 sinnum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við kantlykkjur að framan. LASKALÍNA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-3-6-7-4-4 sinnum (= 6-6-12-14-8-8 umferðir prjónaðar). Síðan er prjónað og aukið út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu á framstykkjum og á bakstykki, þ.e.a.s. aukið út á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki – ekki er aukið út á ermum (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 9-10-9-10-13-14 sinnum (= 36-40-36-40-52-56 umferðir prjónaðar = 9-10-9-10-13-14 sinnum útaukning á ermum og 18-20-18-20-26-28 sinnum útaukning á framstykkjum/bakstykki). Öll útaukning fyrir laskalínu og v-hálsmáli er nú lokið, aukið hefur verið út alls 12-13-15-17-17-18 sinnum á ermum og 21-23-24-27-30-32 sinnum á framstykkjum/bakstykki. Það eru 220-232-248-268-284-300 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-23-24-27-30-32 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 33-35-37-40-44-47 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 40-42-46-50-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 66-70-74-80-88-94 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 40-42-46-50-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 33-35-37-40-44-47 lykkjur eins og áður (= framstykki), endið með 4 kantlykkjur að framan eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-168-180-196-216-232 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan eins og áður í hvorri hlið þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm frá miðju að aftan, í síðustu umferð er fækkað um 1 lykkju ca fyrir miðju að aftan = 155-167-179-195-215-231 lykkjur. Nú er prjónaður rúllukantur neðst á peysunni, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt * þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Fellið af. Peysan mælist 49-51-53-55-57-59 cm frá miðju að aftan og ca 54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 40-42-46-50-50-52 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón / sokkaprjón 5,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-10-12-14-16-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-58-64-66-70 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar hér. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn þar til stykkið mælist 3 cm frá skiptingunni. Fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi - lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 10-8-6-3½-3½-2½ cm alls 4-5-7-9-9-10 sinnum = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 40-39-39-37-34-32 cm frá skiptingunni, það eru ca 3 cm að loka máli. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 43-42-42-40-37-35. FRÁGANGUR: Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan að lykkjum í kringum hálsmál. BAND: Prjónið snúruprjón með 4 lykkjur á sokkaprjóna nr 5,5 þannig: Prjónið upp 4 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) og prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið aftur slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til bandið mælist ca 25 til 30 cm. Klippið þræðina. Prjónið 1 band til viðbótar á sama hátt. Saumið niður 1 band í hvora hlið á peysunni, ca 2 cm neðan við síðustu útaukningu fyrir v-hálsmáli. Hnýtið slaufu fyrir miðju að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #delicatedancecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.