Britt-Marie skrifaði:
Hej ska börja sticka den men har aldrig gjort en kofta som stickas uppofrån och ned förut. Finns det instruktionsvideor som visar de olika momenten?
17.10.2025 - 09:10DROPS Design svaraði:
Hej Britt-Marie. Vi har videon Hur man stickar en tröja uppifrån och ner som visar generellt hur man gör, den kanske kan vara till hjälp. Mvh DROPS Design
17.10.2025 - 09:51
Karianne skrifaði:
Hvor på første pinne skal det økes til v-hals? Etter kantmaskene? Midt i kantmaskene?? Synes det står veldig dårlig forklart i oppskrifta...
07.10.2025 - 16:06DROPS Design svaraði:
Hei Karianne, Du øker innenfor stolpemaskene på begge sidene (etter stolpemaskene på begynnelsen av pinnen og før stolpemaskene på slutten av pinnen). Hilsen Drops Team.
08.10.2025 - 07:17
Eve skrifaði:
Hi, how do I slip 1 stitch purl-wise with strand in front if it is the first stitch in the wrong side of the right band? Thank you :)
06.10.2025 - 14:45DROPS Design svaraði:
Hi Eve, Here is a link to our video showing you how to work an I-cord edge: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1805&lang=en Regards, Drops Team.
07.10.2025 - 06:53
Mikaëla skrifaði:
Hej! Jag har stickat den här och den är jättefin MEN den är så vid upptill att den glider ner över axlarna. Jag har stickat en S och den passar bra i övrigt. Det skulle kanske behöva vara färre maskor i ryggen, men jag vet inte hur man räknar om det. Jag behöver ett mönster som jag kan följa. Har ni fått samma fråga förut och vad föreslår ni? Jag vill gärna sticka en till som sitter bättre men jag vet inte vad jag ska ändra.
04.10.2025 - 13:03
Mary skrifaði:
When do you start increasing for the v neck? It says to increase on the vneck 1st row then every 4rows for 11 times (large). Am i increasing here plus on the raglan? but the raglan also says to increase every 2nd row 6 times. Then says Row 1 again to increase differently. Can you explain how to increase on the vneck and raglan at the same time?
03.10.2025 - 20:12DROPS Design svaraði:
Dear Mary, as stated in the previous paragraph: "AT THE SAME TIME increase for both RAGLAN and the V-NECK – read descriptions above. Read both sections below before continuing.". So you need to keep track of which row you are working and which increase you need to work on that row. You start working for the V-neck in the first row after the one where you inserted the markers and you increase every 4th row 11 times. In the same row where you start the V-neck increases you start the RAGLAN increases. The V-neck increases are worked after the bands, while the RAGLAN increases are worked on each side of the markers, so you can work both in the same row if needed. Happy knitting!
05.10.2025 - 18:51
Anne skrifaði:
Hejsa Jeg har et spørgsmål til udtagningen til v-halsen. Hvad betyder udtrykket “inden for kantmaskerne”? Skal fjerde kantmaske tages ud til to masker og den nye maske strikkes drejet og i glatstrikning, for der skal vel forblive fire kantmasker? Mvh. Anne
30.09.2025 - 15:13DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Du strikker 4 kantmasker og så i neste maske økes det, altså det økes i masken før /etter de 4 kantmaskene. mvh DROPS Design
06.10.2025 - 11:59
Hildegard skrifaði:
Ich möchte die Jacke gerne mit einem Faden Drops Air stricken. Ist das möglich? Wieviel Air benötige ich dann?
25.09.2025 - 16:21DROPS Design svaraði:
Hi Hildegard, you will need 300-300-350-400-400-450 g of DROPS Air (depending on your size). Please make sure if your swatch is the same as in the pattern. If not, adjust the needle size to get the right swatch. Happy knitting!
25.09.2025 - 16:59
Dominique skrifaði:
Avez vous un tuto pour les liens tube de 4 mailles
21.09.2025 - 15:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Dominique, tout à fait, dans cette vidéo, nous montrons comment faire un cordon I-cord sur 4 mailles. Bon tricot!
24.09.2025 - 07:41
Anna skrifaði:
Hej! Jättefint mönster, men jag har problem med att de vertikala kanterna rullar sig. Insåg inte detta förens jag nästan är klar med kroppen. Finns det något jag kan göra nu för att rädda den? Eller behöver jag börja om? Om jag börjar om, hur kan jag förebygga att kanten rullar sig?
19.09.2025 - 22:00DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Du kan dampe kanten lett, men den er designet slik at den skal rulle litt. Evnt. strikk en lengre vrangbord nederst og kutte ut de 4 pinnene med glattstrikk. mvh DROPS Design
20.10.2025 - 11:03
Merethe skrifaði:
Jeg er kommet til stykket hvor der skal laves udtagninger både i Vhals og Raglan. Udtagning i VHals i kantmaskerne? Hvordan skal det forstås? Efter de 4 første masker eller efter første maske i arbejdet? Og skal jeg følge de 2 separate afsnit til Vhals og raglan og først derefter strikke direkte efter det afsnit som begynder med “videre strikkes der og tages ud således”? På forhånd tak :-)
14.09.2025 - 12:45DROPS Design svaraði:
Hei Merethe. Under V-hals: Det økes 1 maske i hver side, øk innenfor de 4 stolpemaskene (fra retten: øk etter de 4 stplpemaskene og i den andre siden før de 4 stolpemaskene). Det økes samtidig til både raglan og V-hals, så les & strikk etter avsnittene (V-HALS & RAGLAN), deretter strikkes det etter "Videre strikkes og økes det slik:..." mvh DROPS Design
29.09.2025 - 09:28
Delicate Dance Cardigan#delicatedancecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, rúllukanti og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-14 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------ LASKALÍNA: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. V-HÁLSMÁL: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja / mitt í þessum lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Fyrst eru prjónaðir tveir kantar að framan hvor fyrir sig, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli þessa kanta að framan og prjónað er ofan frá og niður. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru prjónuð tvö bönd sem notuðu eru til að loka peysunni. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir). RÉTTA: Prjónið 2 lykkjur brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 3 lykkjur slétt. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-20-21 cm, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn og geymið stykkið. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á hringprjón 5,5 með 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk og 1 þræði DROPS Flora (= 2 þræðir). RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 2 lykkjur brugðið. RANGA: Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt. Endurtakið þessar 2 umferðir þar til kantur að framan mælist 19-19-20-20-20-21 cm, síðasta umferðin er prjónuð frá röngu. Nú eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli kanta að framan eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið yfir vinstri kant að framan eins og áður frá réttu, fitjið upp 60-60-62-62-64-66 nýjar lykkjur í umferð, prjónið yfir hægri kant að framan eins og áður frá réttu = 68-68-70-70-72-74 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 4 lykkjur í kanti að framan í hvorri hlið eins og áður. Setjið 4 merki í stykkið án þess að prjóna þannig: Teljið 5 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 22-22-24-24-26-28 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 merki í næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu lykkju, það eru 5 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merki (= framstykki). Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 4 lykkjur í kanti að framan eins og áður í hvorri hlið, jafnframt því sem aukið er út bæði fyrir LASKALÍNA og V-HÁLSMÁL – lesið útskýringu að ofan og lesið báða kaflana að neðan áður en prjónað er áfram. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. V-HÁLSMÁL: Byrjið útaukningu fyrir v-hálsmáli í fyrstu umferð frá réttu, síðan er aukið út fyrir v-hálsmáli í 4. hverri umferð 10-10-11-11-12-13 sinnum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við kantlykkjur að framan. LASKALÍNA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kanta að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 3-3-6-7-4-4 sinnum (= 6-6-12-14-8-8 umferðir prjónaðar). Síðan er prjónað og aukið út þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með merki (= 8 lykkjur fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður og aukið út fyrir laskalínu á framstykkjum og á bakstykki, þ.e.a.s. aukið út á undan 1. og 3. merki og á eftir 2. og 4. merki – ekki er aukið út á ermum (= 4 lykkjur fleiri). UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sléttprjón og kant að framan eins og áður. Prjónið UMFERÐ 1 til 4 alls 9-10-9-10-13-14 sinnum (= 36-40-36-40-52-56 umferðir prjónaðar = 9-10-9-10-13-14 sinnum útaukning á ermum og 18-20-18-20-26-28 sinnum útaukning á framstykkjum/bakstykki). Öll útaukning fyrir laskalínu og v-hálsmáli er nú lokið, aukið hefur verið út alls 12-13-15-17-17-18 sinnum á ermum og 21-23-24-27-30-32 sinnum á framstykkjum/bakstykki. Það eru 220-232-248-268-284-300 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-23-24-27-30-32 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 33-35-37-40-44-47 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 40-42-46-50-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 66-70-74-80-88-94 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 40-42-46-50-50-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-12-14-16-18 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 33-35-37-40-44-47 lykkjur eins og áður (= framstykki), endið með 4 kantlykkjur að framan eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-168-180-196-216-232 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan eins og áður í hvorri hlið þar til stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm frá miðju að aftan, í síðustu umferð er fækkað um 1 lykkju ca fyrir miðju að aftan = 155-167-179-195-215-231 lykkjur. Nú er prjónaður rúllukantur neðst á peysunni, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt * þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og endið með kant að framan eins og áður. Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Fellið af. Peysan mælist 49-51-53-55-57-59 cm frá miðju að aftan og ca 54-56-58-60-62-64 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 40-42-46-50-50-52 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón / sokkaprjón 5,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 8-10-12-14-16-18 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-58-64-66-70 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar hér. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn þar til stykkið mælist 3 cm frá skiptingunni. Fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi - lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 10-8-6-3½-3½-2½ cm alls 4-5-7-9-9-10 sinnum = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 40-39-39-37-34-32 cm frá skiptingunni, það eru ca 3 cm að loka máli. Prjónið 2 umferðir stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Fellið af. Ermin mælist ca 43-42-42-40-37-35. FRÁGANGUR: Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman – saumur = miðja að aftan, saumið síðan að lykkjum í kringum hálsmál. BAND: Prjónið snúruprjón með 4 lykkjur á sokkaprjóna nr 5,5 þannig: Prjónið upp 4 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) og prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóninum án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið aftur slétt yfir allar lykkjur *, prjónið frá *-* þar til bandið mælist ca 25 til 30 cm. Klippið þræðina. Prjónið 1 band til viðbótar á sama hátt. Saumið niður 1 band í hvora hlið á peysunni, ca 2 cm neðan við síðustu útaukningu fyrir v-hálsmáli. Hnýtið slaufu fyrir miðju að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #delicatedancecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.