Esther Müller skrifaði:
Guten Tag,liebes Drops Team,ich finde es sehr schade ,das ihre Videos nur auf Englisch und auch ohne einen Ton sind.Ich kann nämlich kein Englisch! Ich möchte sehr gerne den Tangerine Twist Pulli Stricken,aber bei der Einteilung für die Passe oder für den Raglan komme ich nicht weiter.Freundliche Grüsse Frau Esther Müller
24.04.2025 - 08:20DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Müller, alle unsere Modellen sowie Videos und Lektionen sind auf deutsch erhältlich; wenn Sie oben auf Tab "Videos" oder "Lektion" schauen, sehen Sie die Videos/ Lektionen mit dem Text auf deutsch. Es gibt kein Ton weil nicht jeder kann deutsch verstehen, deshalb sind es schriftliche Beschreibungen. Aber gerne können Sie auch mal hier uns sagen, wie man Ihnen genau helfen kann. Danke im voraus für Ihr Verständnis.
24.04.2025 - 09:06
Monica Byh skrifaði:
Mönstret stämde lite dåligt när det gällde maskantalet
19.03.2025 - 15:11
Monica Byh skrifaði:
Mönstret stämde lite dåligt när det gällde maskantalet
19.03.2025 - 15:10
Bibbi Svahlstedt skrifaði:
Vilket bra tips om hålen i ärmhålen, det blev jättesnyggt!
18.03.2025 - 10:02
Dorte skrifaði:
Jeg er nybegynder og strikker str. 9/10 og er kommet til deling ryg/forstykke. Desværre har jeg mistet min målemarkør, hvordan kan jeg måle mig videre, evt. hvor mange masker fra raglan?
23.02.2025 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei Dorte. Om det er målemarkøren du satte etter vrangborden ca midt foran, kan du bare sette målemarkøren tilbake på forstykket rett under vrangborden. Du skal ha 256 masker på pinnen etter alle raglanøkningene og fra vrangborden ved halsen skal det da strikkes til arbeidet måler 17 cm. mvh DROPS Design
03.03.2025 - 12:56
Doris skrifaði:
Strikker str. 9/10 =halskant 88 masker, men til raglandeling 13/29/13/29=84 masker, hvor er de sidste 4 masker?
17.02.2025 - 18:27DROPS Design svaraði:
Hej Doris, det er de 4 masker du sætter mærkerne i :)
18.02.2025 - 14:19
Bente Halvorsen skrifaði:
Kan dere forklare oppskriften på starten på bærestykket på en annen måte? Skal de 4 merkene settes utifra de første 27 maskene(str3/4) Merkene blir heller ikke i en rett maske….
14.02.2025 - 16:12DROPS Design svaraði:
Bente, hvis du sætter 1.merke i første retmaske, teller 13 masker (erme) setter 2.merke i næste retmaske osv :)
18.02.2025 - 10:35
Irene Aase Aarseth skrifaði:
Hei hei. Eg held no på å strikke denne gensaren .Er den liten i størrelse? Og lure på kvifor du skal auke frå bol til bråt? Logikken seie eg må felle og ikkje auke.
11.02.2025 - 10:04DROPS Design svaraði:
Hej Irene, du finder tøjets mål i måleskitsen nederst i opskriften. Hvis du holder strikkefastheden, så får du målene i måleskitsen :)
12.02.2025 - 15:04
Angela Kriek skrifaði:
Ik had precies dezelfde vraag als Maria. In de filmpjes worden de markeerdraden tussen de steken geplaatst en niet in. Gelukkig kwam ik er zelf achter. Mijn bericht op FB in de groep Drops workshop werd nl. automatisch verwijderd. Waarom is mij een raadsel
06.02.2025 - 14:16
Maria skrifaði:
Jag får inte ihop 76 maskor till markördelning i 13+23+13+23=72. Har jag missat något eller är det fel i mönstret? Med vänlig hälsning, Maria
01.02.2025 - 17:54DROPS Design svaraði:
Hej Maria. Kom ihåg att räkna de maskor du sätter markör i också. Du sätter markör i en maska, räknar 13 maskor, markör i nästa maska, räknar 23 maskor osv. Mvh DROPS Design
04.02.2025 - 13:33
Tangerine Twist#tangerinetwistsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 49-10 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan: Á UNDAN LASKALYKKJU: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR LASKALYKKJU: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ERMI: Þegar lykkjur eru prjónaðar upp mitt undir ermi, getur myndast smá gat í skiptingunni á milli lykkja frá fram- og bakstykki og ermi. Hægt er að loka þessu gati með því að taka upp þráðinn á milli tveggja lykkja – þessi þráður er prjónaður snúinn saman með fyrstu lykkju á milli fram- og bakstykkis og ermi, þannig að gatið lokast. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-88-92 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Fiesta. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-3-4-4 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 26-27-28-29-29-30 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Prjónið síðan með hringprjón 4. Nú eru sett 4 merki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkin eru sett í slétta lykkju, þessar lykkjur eru kallaðar fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Setjið 1. merki í fyrstu lykkju, teljið 13-13-13-13-13-15 lykkjur (= ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 23-25-27-29-29-29 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 13-13-13-13-13-15 lykkjur (= ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, það eru eftir 23-25-27-29-29-29 lykkjur á eftir síðasta merki (= bakstykki). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalykkju (= 8 lykkjur fleiri). – ATH: Í byrjun umferðar er aukið út á eftir 1. laskalykkju og umferðin endar með síðustu útaukningu á undan 1. laskalykkju. UMFERÐ 2: Prjónið sléttprjón. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 17-18-19-20-21-22 sinnum (= 34-36-38-40-42-44 umferðir prjónaðar) = 212-224-236-248-256-268 lykkjur í umferð. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið síðan sléttprjón án þess að auka út, þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-17 cm frá merki fyrir miðu að framan. Nú skiptist berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Jafnframt sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Byrjið á að prjóna 2-2-2-2-3-4 lykkjur slétt (þessar lykkjur tilheyra bakstykki), setjið næstu 45-47-49-51-51-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi), prjónið 61-65-69-73-77-81 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 45-47-49-51-51-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið fyrir miðju undir ermi) og prjónið síðustu 59-63-67-71-74-77 lykkjur í sléttprjón (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 134-142-150-158-170-178 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykkinu (= mitt í 6-6-6-6-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram að merki, umferðin byrjar hér og prjónað er í hring. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 25-28-31-34-36-37 cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón 3, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 28-30-32-34-32-34 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 162-172-182-192-202-212 lykkjur. Þegar stroffið mælist 3-3-3-3-4-4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist 28-31-34-37-40-41 cm frá merki fyrir miðju að framan og ca 31-34-37-40-43-45 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 45-47-49-51-51-53 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ERMI = 51-53-55-57-59-61 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 6-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkað er um 2 lykkjur í hverjum 2-2½-3-3-3-4 cm alls 8-8-9-9-10-10 sinnum = 35-37-37-39-39-41 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 20-24-28-31-34-40 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 9 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 44-46-46-48-48-50 lykkjur. Þegar stroffið mælist 3-3-3-3-4-4 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 23-27-31-34-38-44 cm frá skiptingunni. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tangerinetwistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 49-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.