MW skrifaði:
This is to thank Angela Long for her comment posted on 31.01.2025 on how to stitch the hood rows: 'Row 1 ...knit. Row 2... knit 1 pearl 2.' I couldn't figure it out because it just didn't look like the picture until I saw your comment. Hooray!
01.03.2025 - 03:55
Stine Jensen skrifaði:
Hej! I sidste paragraf på højre side af tørklædet står der “Strik 8 pinde frem og tilbage med perlerib som før og 2 i-cord kantmasker + 1 maske glatstrik i hver side.” Men umiddelbart på hjælpevideoerne ligner det at der kun bliver strikket 2 i-cord masker. Er det rigtigt? Skal jeg strikke fra start retside: 1 maske glatstrik, tage næste maske fra venstre pind over på højre med garnet foran arbejdet, en maske ret?
26.02.2025 - 10:30DROPS Design svaraði:
Hei Stine. I videoen, tid 14:34 strikkes det etter forklaringen: I-CORD KANTMASKER (= 2 masker): STARTEN AV PINNEN: Ta 1 maske løst av pinnen som om den skulle strikkes vrang med tråden foran arbeidet, strikk 1 maske rett. Ved tiden 14:45 strikkes det 1 rett + 1 rille, men her er det et lite hak i videoen, kanskje det er det som gjøre det litt uklart? Så strikkes det videre med perleribb. mvh DROPS Design
10.03.2025 - 08:19
Lara skrifaði:
Ich stehe gerade bei der Hin Reihe der linken Seite. Ich stricke am Ende der Reihe 2 links zusammen, danach wenden, 2 von rechts auf links und 3 rechts zusammen. Aber dann gibt es eine sichtbare Abnahme anstelle einer geraden Reihe wie der rechten Seite. Könnten Sie mir da erklären, was ich falsch mache?
23.02.2025 - 11:15DROPS Design svaraði:
Liebe Lara, bei der 1. Hinreihe der linken Seite legen Sie 2 von den stillgelegten Maschen auf der linke Nadel und diese 2 Maschen stricken Sie mit der 1. Maschen von der linken Seiten rechts zusammen (- 3 rechts zusammen), so haben Sie 2 M von der Kapuze zusammen mit der ersten Masche vom Schal gestrickt. Man wird nicht bei der 1. Reihe (Rückreihe) abnehmen sondern am Anfang der 2. Reihe (Hinreihe). Viel Spaß beim Stricken!
24.02.2025 - 09:05
Lotti skrifaði:
Hallo, Ich bin gerade dabei den rechten Schal zu stricken und er rollt sich immer mehr von den Seiten ein. Gibt es einen Weg das zu verhindern?
21.02.2025 - 10:34DROPS Design svaraði:
Liebe Lotti, versuchen Sie vielleicht die Maschen dieser Seite nicht zu eng zu stricken - siehe Video - es sollte sich nicht einrollen. Sonnst können Sie vielleicht auch am Ende die Arbeit mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen. Viel Spaß beim Stricken!
21.02.2025 - 14:08
Isabelle skrifaði:
Jag förstår verkligen inte starten av halsduken. Har läst och läst och läst, ska man sticka över den 30 upplagda? Nä jag tror det här mönstret skulle kunna skrivas om på enklare språk..
15.02.2025 - 20:42DROPS Design svaraði:
Hej Isabelle, har du set videoen vi har lavet til denne opskrift :)
18.02.2025 - 11:26
Gaby skrifaði:
Liebes Team von Drops, ich habe eine Frage bezüglich des Anstrickens des linken Teils des Schals: kann es sein, dass ein Fehler in der Anleitung ist und in der Hinreihe nicht 3 Maschen , sondern 2 Maschen rechts zusammengestrickt werden, also 1 Masche der stillgelegten und eine Masche der Kapuze. War ja auch so beim rechten Teil. Ich bitte hier um eine Erklärung. LG
14.02.2025 - 10:32DROPS Design svaraði:
Liebe Gaby, so stimmt es, am Ende der 1. Hin-Reihe stricken Sie 3 Maschen rechts zusammen = 2 von den stillegten Maschen (die 2 Maschen der Kapuze die, Sie auf die linke Nadel gerade gelegt haben) + die erste Masche vom Schal sind so 3 Maschen zusammen. Viel Spaß beim Stricken!
14.02.2025 - 16:09
Lisbeth Lynghus skrifaði:
Jeg kan ikke forstå forklaringen på hvordan man kommer fra færdigstrikket hætte til at strikke højre halvdel af tørklædet . Jeg har læst alle svarene på det samme spørgsmål fra andre, tyske og svenske osv ,men det hjælper ikke på forståelsen . Det er den mest uforståelige opskrift jeg har prøvet ! Kan det forklares på en anden måde ???
10.02.2025 - 12:00DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth, har du set den video vi har lavet til hætten :)
12.02.2025 - 14:28
K-M skrifaði:
Onko siihen joku syy, miksi ohjeessa neuvotaan katkaisemaan lanka sen jälkeen, kun hupun aukon reunoilta on poimittu silmukat i-cord reunusta varten? Eikö silmukoita voisi poimia reunoilta niin, että jättäisi langan pään pitkäksi, ja tällä hännällä saisi silmukat poimittua? Silloin i-cord päättelyn voisi aloittaa oikeasta reunasta lankakerään menevällä langalla ja säästyisi ylimääräiseltä langan katkaisulta.
09.02.2025 - 08:04DROPS Design svaraði:
Hei, voit halutessasi jättää työhön pidemmän langan ja poimia silmukat tällä langalla.
21.02.2025 - 17:17
Virgonia skrifaði:
Buongiorno, vorrei sapere come mai non riesco più a vedere le foto dei modelli gratuiti , grazie
08.02.2025 - 13:54DROPS Design svaraði:
Buonasera Virgonia, le foto dei modelli sono visibili: se riscontra ancora problemi provi a svuotare la cache del browser o a cambiare browser. Buon lavoro!
09.02.2025 - 11:11
Gabriele Kraus skrifaði:
Hallo zusammen, ich hätte noch eine Variante anzubieten: da ich nicht gerne Teile zusammennähe, habe ich einfach für den linken Schal die 30 Maschen aus dem Anschlag des rechten Schals rausgestrickt. Dann noch darauf achten, dass das Muster wieder gleich verläuft und ...voila zusammennähen gespart...
07.02.2025 - 10:41
Winter Hug Hood#winterhughood |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónaður hettuhálsklútur úr DROPS Daisy og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í perluprjóni og i-cord. Stærð S - XL.
DROPS 253-61 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. I-CORD AFFELLING: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur á hægri prjón. Lyftið 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sitji 2 lykkjum inn á vinstri prjón, prjónið þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur snúnar slétt saman, steypið til baka 2 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð. I-CORD KANTLYKKJUR (= 2 lykkjur): Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HETTUHÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hettuhálsklúturinn er prjónaður fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan yfir ennið og aftur á bak. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í hvorri hlið og prjónað er fram og til baka ofan frá og niður. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, setjið lykkjur á þráð. Prjónaður er upp kantur sem felldur er af með i-cord í kringum opið á hettunni við andlitið. Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklút sem byrjar fyrir miðju aftan í hnakka. Prjónað er fram og til baka yfir hálsklútinn, jafnframt því sem teknar eru 2 og 2 lykkjur af þræði frá hettunni. Þegar allar lykkjur hafa verið prjónaðar upp frá miðju að aftan og fram í annarri hliðinni (= helmingur af lykkjum frá hettu), prjónið hálsklútinn til loka fram og til baka. Í lokin er hin hliðin á hálsklútnum prjónuð frá miðju að aftan og út á sama hátt. Í lokin er hálsklúturinn saumaður saman fyrir miðju aftan í hnakka. HETTA: Fitjið upp 22-28 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Daisy og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Uppfitjunarkantur = miðja af framan yfir enni. Prjónið fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja í garðaprjón) út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjóni) út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 í 19-19 cm – síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið þráðinn, þetta stykki myndar stykkið fyrir miðju ofan á hettu. Nú á að prjóna upp lykkjur meðfram báðum hliðum innan við 1 lykkju garðaprjón þannig: Byrjið frá horni við uppfitjunarkant og prjónið upp 36-36 lykkjur meðfram annarri hliðinni frá réttu (= vinstri hlið), prjónið yfir 22-28 lykkjur í perluprjóni eins og áður frá réttu (= bakhlið á hettu), prjónið síðan upp 36-36 lykkjur meðfram annarri hliðinni (= hægri hlið) = 94-100 lykkjur. Stykkið er síðar mælt frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 lykkja í garðaprjón, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjón) út umferðina. UMFERÐ 2 (= rétta): 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja í garðaprjóni) út umferðina. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til stykkið mælist 20-21cm frá uppfitjunarkanti meðfram hlið. Klippið þráðinn, hettan hefur nú verið prjónuð til loka. Setjið 47-50 fyrstu lykkjur á hjálparprjón, á meðan 47-50 síðustu lykkjur eru settar á annan hjálparprjón (= skipting fyrir miðju að aftan. Þessar lykkjur eru notaðar þegar hálsklúturinn er prjónaður í hvorri hlið. Fyrst er prjónaður i-cord kantur meðfram opi á hettu eins og útskýrt er að neðan. I-CORD KANTUR: Prjónið upp kant meðfram opi að framan frá réttu þannig: Byrjið neðst í hægri hlið á hettunni (þ.e.a.s. hægri hlið séð þegar hettan er á höfði), prjónið upp 34-36 lykkjur innan við 1 lykkju slétt upp að uppfitjunarkanti, meðfram uppfitjunarkanti yfir enni eru prjónaðar upp ca 20-24 lykkjur, haldið áfram að prjóna upp 34-36 lykkjur niður á vinstri hlið á hettu = 88-96 lykkjur meðfram opi á hettu. Klippið þráðinn og byrjið uppá nýtt frá réttu neðst í hægri hlið og prjónið I-CORD AFFELLING – lesið útskýringu að ofan. Þær 2 lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð saman með 47-50 hinum lykkjunum á vinstri hlið á hettunni, þær eru síðar prjónaðar inn í hálsklútinn = 49-52 lykkjur á þræði fyrir vinstri hlið. Takið upp 2 lykkjur þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir i-cord í gagnstæðri hlið, setjið þessar 2 lykkjur á þráð með 47-50 lykkjum í hægri hlið á hettu = 49-52 lykkjur á þræði fyrir hægri hlið. HÁLSKLÚTUR HÆGRI HLUTI: Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsklút sem prjónaður er fram og til baka JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu eru prjónaðar slétt saman með síðustu lykkju í umferð. Byrjið með lykkjur við skiptinguna, fyrir miðju að aftan og prjónið héðan hægri hlið á hettunni. Prjónið þannig: Fitjið upp 30-30 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) - þessi uppfitjunarkantur er síðar saumaður saman við uppfitjunarkant á vinstri hluta á hálsklút = miðja að aftan. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 I-CORD KANTLYKKJUR – lesið útskýringu að ofan, 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 1 lykkja í garðaprjóni / 2 lykkjur slétt) þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju á prjóni eins og prjóna eigi slétt (= síðasta lykkjan í umferð), prjónið 2 lykkjur slétt saman frá hettu, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru 2 lykkjur slétt saman frá hettu = 30-30 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjóni) þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, endið með 2 i-cord kantlykkjur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til til teknar hafa verið upp 46-50 fyrstu lykkjur frá hettu (= 46-50 prjónaðar umferðir). Þar til eftir eru 3-2 lykkjur á þræði frá hettu (ásamt 2 lykkjum sem teknar voru upp í i-cord). Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 2 i-cord kantlykkjur, 1 lykkja slétt, 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja í garðaprjóni) eins og áður út umferðina, prjónið 1-2 lykkjur af þræði slétt, prjónið síðustu lykkjur af þræði 2 lykkjur slétt saman 1-0 sinnum = 32-32 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjóni) þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja brugðið, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 31-31 lykkjur. Prjónið 8 umferðir fram og til baka með stroffprjón í perluprjóni eins og áður og 2 i-cord kantlykkjur + 1 lykkja sléttprjón í hvorri hlið. Í næstu umferð (= rétta) byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkju frá réttu þannig: Prjónið eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, endið með 2 i-cord kantlykkjur. Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 8. hverri umferð (= ca 3. hverjum cm) þar til 7-7 lykkjur eru eftir á prjóni. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 96-98 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan. HÁLSKLÚTUR VINSTRI HLUTI: Prjónað er á sama hátt og hægri hluti á hálsklút, prjónað er fram á við meðfram vinstri hlið á hettu JAFNFRAMT sem 2 og 2 lykkjur frá hettu er prjónaðar slétt saman með fyrstu lykkju á prjóni. Prjónið þannig: Fitjið upp 30-30 lykkjur með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) = miðja að aftan. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjóni) þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Setjið 2 lykkjur af þræði frá hettu yfir á vinstri prjón, prjónið 3 lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 2 lykkjur af þræði og 1 lykkju af hálsklút eru prjónaðar slétt saman), 1 lykkja slétt, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 1 lykkja í garðaprjóni / 2 lykkjur slétt) þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 30-30 lykkjur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 þar til prjónaðar hafa verið upp 46-50 fyrstu lykkjur frá hettu (= 46-50 prjónaðar umferðir). Það eru eftir 3-2 lykkjur á þræði frá hettu (ásamt 2 lykkjum frá i-cord affellingu). Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 2 i-cord kantlykkjur, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 1 lykkja í garðaprjóni) eins og áður út umferðina, prjónið 1-2 lykkjur af þræði brugðið, prjónið síðustu lykkjur af þræði 2 lykkjur brugðið saman 1-0 sinnum = 32-32 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið stroffprjón í perluprjóni (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja í garðaprjóni) þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, 1 lykkja slétt, endið með 2 i-cord kantlykkjur = 31-31 lykkjur. Prjónið 7 umferðir fram og til baka með stroffprjóni í perluprjóni eins og áður og 2 i-cord kantlykkjur + 1 lykkja sléttprjón í hvorri hlið. Í næstu umferð (= rétta) byrjar úrtaka, fækkað er um 1 lykkju frá réttu þannig: Prjónið 2 i-cord kantlykkjur, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið eins og áður út umferðina. Prjónið síðan fram og til baka eins og áður jafnframt því sem lykkjum er fækkað á sama hátt í 8. hverri umferð (= ca í 3. hverjum cm) þar til 7-7 lykkjur eru eftir í umferð. Fellið af samtímis sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman. Hálsklúturinn mælist ca 96-98 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að aftan. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkantinn á hægri og vinstri hluta á hálsklútnum saman fyrir miðju að aftan með lykkjuspori. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterhughood eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 253-61
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.