Marlies skrifaði:
Hallo heeft er iemand deze trui al gebreid nr 255 _28 De uitleg bij armsgaten komt niet uit Zeggen dat je 132 steken en 13 kabels en aan iedere kan 3 steken tricot steken
14.01.2025 - 18:41
Gabriela Cotruta skrifaði:
Sera-t-il possible d'avoir un modèle semblable mais pour un homme ? ?? Merci !
22.10.2024 - 01:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cotruta, vous trouverez ici quelques infos qui pourront vous aider à faire les ajustements nécessaires. Bon tricot!
22.10.2024 - 09:31
Jacqueline Taliercio skrifaði:
Comment le tricoter en aiguilles droites aller retour Merci
17.10.2024 - 13:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Talierco, suivez les indications de cette leçon pour pouvoir adapter un modèle sur aiguilles droites. Bon tricot!
17.10.2024 - 16:51
Gabriele Obert skrifaði:
Hallo Kann man die Anleitung des Strickmusters nicht einfacher erklären? Es gibt Menschen die das nicht verstehen. Etwas unverständlich erklärt finde ich nicht gut.
16.10.2024 - 10:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Obert, meinen Sie die Diagramme? hier wird es erklärt, wie man Diagramme liest, vielleicht kann das Ihnen helfen? Die leere Kästchen werden glatt rechts gestrickt und die schwarze Kästchen werden glatt links gestrickt -siehe Zeichenerklärung. Alle Reihe sind in den Diagrammen gezeichnet, dh die Hin- sowie die Rückreihen. Viel Spaßb eim Stricken!
16.10.2024 - 12:27
Cable Mirage#cablemiragesweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-28 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið mynstur eins og áður þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, endið með 2 lykkjur sléttprjón (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um fyrir miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Axlasaumar saumaðir. Prjónaðar eru upp lykkjur fyrir ermar í kringum handveg. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 248-268-284-318-354-374 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Sky. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5-5-5-6-6-6 cm. Prjónið 1 umferð slétt jafnframt því sem aukið er út um 32-32-36-42-46-46 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 280-300-320-360-400-420 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan, frá byrjun umferðar. Prjónið A.1 alls 28-30-32-36-40-42 sinnum hringinn. Haldið áfram með mynstur upp úr. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm – stillið af að næsta umferð sé með oddatölu í mynstri (þá koma kaðlaprjónarnir frá réttu þegar prjónað er fram og til baka síðar). Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og umferðin er prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 14-4-14-24-24-34 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið næstu 126-146-146-156-176-176 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af næstu 14-4-14-24-24-34 lykkjur fyrir handveg, prjónið síðustu 126-146-146-156-176-176 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Nú er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka fram og til baka. BAKSTYKKI: = 126-146-146-156-176-176 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður, en ystu 3 lykkjur í hvorri hlið eru núna alltaf prjónaðar í sléttprjóni. Í hvorri hlið er lykkjum fækkað fyrir handveg innan við 2 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 4 sinnum í hvorri hlið. Síðan er lykkjum fækkað fyrir handveg í 4. hverri umferð alls 3 sinnum í hvorri hlið = 112-132-132-142-162-162 lykkjur eftir. Haldið áfram fram og til baka með 11-13-13-14-16-16 kaðla eins og áður og 3 lykkjur sléttprjón. Þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm, fellið af miðju 44-44-44-54-54-54 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Haldið áfram fram og til baka með kaðla og 3 lykkjur sléttprjón eins og áður JAFNFRAMT sem lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, síðan er felld af 1 lykkja 1 sinni = 31-41-41-41-51-51 lykkjur eftir á hvorri öxl. Haldið áfram fram og til baka með mynstur og 3 lykkjur sléttprjón eins og áður. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. FRAMSTYKKI: = 126-146-146-156-176-176 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 48-50-51-52-53-54 cm. Í næstu umferð eru miðju 34-34-34-44-44-44 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ÖXL: Haldið áfram fram og til baka með kaðla og 3 lykkjur sléttprjón eins og áður JAFNFRAMT sem lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 3-3-2-1-1-1 sinni, síðan er felld af 1 lykkja 2-2-4-6-6-6 sinni = 31-41-41-41-51-51 lykkjur eftir á hvorri öxl. Haldið áfram fram og til baka með mynstur og 3 lykkjur sléttprjón eins og áður. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við á hringprjóna. Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 3 og byrjið mitt í lykkjum sem felldar voru af undir ermi – prjónið upp 84-88-94-98-104-108 lykkjur. Setjið 1 merki mitt í lykkjur sem prjónaðar voru upp (= ofan á öxl). Skiptið yfir á hringprjón 4. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu JAFNFRAMT sem mynstur A.2 er prjónað (= 10 lykkjur) mitt á ermi (= 5 lykkjur hvoru megin við merki), umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 26-22-22-28-26-30 sinnum (= 13-11-11-14-13-15 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin er frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð endar umferðin með að snúa stykkinu, síðan er prjónað frá réttu að byrjun umferðar (= mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið síðan merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni með A.2 eins og áður JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt fyrir miðju undir ermi er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 3½-2½-2½-2-1½-1½ cm alls 11-13-15-16-18-19 sinnum = 62-62-64-66-68-70 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 49-46-47-46-43-44 cm frá miðju ofan á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 8-8-10-10-10-10 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 70-70-74-76-78-80 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm fellið af. Ermin mælist ca 54-51-52-52-49-50 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3 og prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 110-110-112-130-132-134 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 10-10-10-11-11-11 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumið e.t.v. niður með nokkrum sporum. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cablemiragesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.