Anzhelika skrifaði:
Hi! How should I make decreases on sleeves without disrupting the pattern? Should I make the number of repeats less and less every time after knitting a row with decreases?
27.04.2025 - 15:41DROPS Design svaraði:
Dear Anzhelika, as the number of stitches will decrease, there will not be enough stitches to continue lace pattern mid under sleeve, reason why you will work in stocking stitch the stitches mid under sleeves that cannot be worked in the lace pattern anymore because of the decreases. Happy knitting!
28.04.2025 - 08:34
Florence GAWRONSKI skrifaði:
Bonjour, Je tricote avec des aiguilles circulaires pour la première fois et sur le diagramme c'est des mailles endroit même pour les rangs à l'envers. Est ce que je reste en point endroit sur les rangs pairs du diagramme ou est ce que je dois faire ces rangs pairs au point envers pour obtenir un jersey ? Bien cordialement
20.03.2025 - 19:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gawronski, quand on tricote du jersey endroit en rond, on va tricoter toutes les mailles à l'envers, tous les rangs (cf vidéo), autrement dit, vous tricotez ici toutes les mailles à l'endroit aux rangs pairs des diagrammes. Bon tricot!
21.03.2025 - 08:03
Pascale Van Den Broeck skrifaði:
Bovenkant mouwen: Begrijp ik het goed dat je de raglan (in totaal 8 steken erbij) slechts om de 2 toeren toepast. Iedere andere naald wil dus zeggen: een toer wel en een toer niet? Het is me ook niet helemaal duidelijk vanaf wanneer je op de schouders speciale steken toevoegt. Is dat na 8 toeren of na 16 toeren?
18.01.2025 - 18:05DROPS Design svaraði:
Dag Pascale,
Met iedere andere naald wordt bedoeld: de ene naald wel en de andere naald niet, dus om de naald. Na de naald waarin je markeerdraden plaatst ga je gelijk in patroon breien, dus ook op de schouders/mouwen. Bedoel je dit met speciale steken?
20.01.2025 - 20:54
Anja skrifaði:
Kan ik kiezen voor een maat kleiner als ik geen oversized trui wil maken?
26.12.2024 - 17:26DROPS Design svaraði:
Dag Anja,
Ja, dat zou kunnen, maar misschien moet je de lengte van de mouwen en de panden dan wel even aanpassen. Onderaan het patroon staat een maattekening waarin je kunt zien of de afmetingen van een kleinere maat voor jou overeenkomen met de maatvoering die je wilt.
01.01.2025 - 17:21
Ingrid Berghs skrifaði:
Hoe kan ik een patroon afdrukken vanaf mijn iphone. Knop afdrukken werkt niet. Grt Ingrid
28.11.2024 - 16:13DROPS Design svaraði:
Dag Ingrid,
Als je op de telefoon op de afdrukknop klikt dan wordt het patroon als pdf opgeslagen op je apparaat (nadat je op opslaan hebt geklikt). Je kunt de pdf dan openen op je apparaat door naar de locatie te gaan waar hij opgeslagen is en het bestand te openen. Vervolgens hangt het van je instellingen af hoe je een printopdracht verstuurt.
28.11.2024 - 17:56
Sharon Hunt Edwards skrifaði:
I wrote a question about the pattern above and got a response but I cannot read it because I never needed to log on to the site
13.09.2024 - 17:30DROPS Design svaraði:
Dear Sharon, if you gow to the bottom of the patterns, you can see all the questions and answers below the pictures of "you might also like". You can read all the questions and answers there without logging in. Happy Crafting!
15.09.2024 - 03:24
Sharon Hunt skrifaði:
A quick question. How do I work a swatch for this pattern? Do I cast on a1, a2, and a3 and work in the round? I work swatches in the round if patterns are worked in the round, but with 3 different patterns here am not sure if I should work the swatch by casting on all 3 given patterns. Thank you.
19.08.2024 - 06:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hunt, you can work a number of sts divisible by 8 for each A.2 + 1 or 2 edge sts on each side. If you think your tension will be different in the round as when working in rows then you should rather work your swatch in the round. Happy knitting!
19.08.2024 - 06:58
Jane skrifaði:
Jakým způsobem mám při rozdělení trupu a rukávů u velikosti S, kdy jsem nahodila 13 novych ok (podpaží) těchto 13 ok zakomponovat do vzoru A2? Aby vzor navazoval na sedlo? Stále mi to nevychází.
28.07.2024 - 23:34DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Jane, s pletením vzorku pokračujte, kam až to jde, a zbylá oka v podpaží, která už do vzoru nezapadají, pleťte hladce. Hodně zdaru! Hana
30.07.2024 - 13:52
Judy skrifaði:
Each pattern has a variety of needle sizes to use in making the garment. Which size should be used to test the gauge?
27.04.2024 - 22:10DROPS Design svaraði:
Dear Judy, the gauge is for the one used for the body (and not the ribbing or edging). Happy Knitting!
28.04.2024 - 20:25
Anna P skrifaði:
Czy sweter robiony jest podwójna nitką?
16.04.2024 - 12:29DROPS Design svaraði:
Witaj Aniu, nabieramy i kończymy poszczególne części 2 nitkami. Poza tym cały sweter jest wykonywany 1 nitką DROPS Kid-Silk. Pozdrawiamy i miłej pracy!
16.04.2024 - 13:24
Hazy Dream#hazydreamsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð stór / oversize peysa úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri og víðum ermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 250-17 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. LASKALÍNA: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt – svo það myndist gat, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafn óðum inn í mynstur. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Fækkað er um 2 lykkjur í umferð með því að fækka lykkjum hvoru megin við lykkju með merki í þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (merkið situr í þessari lykkjur), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað ofan frá og niður frá hægri öxl að aftan og allt stykkið er prjónað í hring. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Eftir fram- og bakstykki eru ermar prjónaðar niður á við í hring á hringprjóna / sokkaprjóna. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 128-128-136-136-144-144 lykkjur á hringprjón 2,5 með 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Takið frá annan þráðinn og prjónið síðan með 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn í 3-3-3-4-4-4 cm. Setjið 1 merki í þessa umferð, berustykkið er mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig (í þessari umferð er lykkjum fækkað jafnt yfir jafnframt því sem sett eru 4 merkiþræðir í stykkið): Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (= hægri öxl að aftan), prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 22 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – lesið ÚRTAKA-1, prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 38-38-42-42-46-46 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 5-5-9-1-5-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 22 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt, setjið 1 merkiþráð á undan næstu lykkju, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 38-38-42-42-46-46 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 5-5-9-1-5-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt = 108-108-108-124-124-124 lykkjur. Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu, merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu. Nú er prjónað MYNSTUR hringinn JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkiþræðina (= hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón) – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, prjónið A.2, prjónið A.3 (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, prjónið A.2 alls 3-3-3-4-4-4 sinnum, prjónið A.3 (= framstykki), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 2 lykkjur í sléttprjóni, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, prjónið A.2, prjónið A.3 (= ermi), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1, prjónið A.2 alls 3-3-3-4-4-4 sinnum, prjónið A.3, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 1 lykkju slétt = 116-116-116-132-132-132 lykkjur. UPPLÝSINGAR ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Haldið svona áfram með mynstur hringinn, þ.e.a.s. gatamynstur er prjónað á framstykki, bakstykki og ermum og 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma. Síðan í hvert skipti sem prjónuð er 1 mynstureining á hæðina með A.1, A.2 og A.3, er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri með A.2 á milli A.1 og A.3. Að auki er aukið út fyrir laskalínu eins og útskýrt er að neðan. PRJÓNIÐ ÞANNIG: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 28-32-36-36-36-40 sinnum (ásamt útaukningu í fyrstu umferð). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu mælist stykkið ca 20-23-26-26-26-29 cm frá merki eftir kant í hálsmáli. Í næstu umferð, þ.e.a.s. í fyrstu umferð á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Setjið fyrstu 75-83-91-91-91-99 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 13-13-13-13-21-21 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið 91-99-107-115-115-123 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 75-83-91-91-91-99 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 13-13-13-13-21-21 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 91-99-107-115-115-123 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-224-240-256-272-288 lykkjur. Haldið áfram með A.2 hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 23-22-20-22-23-22 cm frá skiptingunni (passið uppá að gatamynstrið passi á hæðina yfir lykkjur frá berustykki). Skiptið yfir á hringprjón 2,5, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 72-72-80-84-92-96 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið ÚTAUKNING = 280-296-320-340-364-384 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-5-5-6-6 cm, fellið af með 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 75-83-91-91-91-99 lykkjur frá ermi af öðrum þræðinum á hringprjón 3,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 13-13-13-13-21-21 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 88-96-104-104-112-120 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 13-13-13-13-21-21 nýjum lykkjum undir ermi – umferðin byrjar á undan lykkju með merki. Prjónið A.2 hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-3-3-3-3-3 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4-3-2½-2½-2½-2 cm alls 8-12-12-12-12-16 sinnum (lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í gatamynstri þegar lykkjum er fækkað, eru prjónaðar í sléttprjóni) = 72-72-80-80-88-88 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 40-38-35-35-35-33 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 24-24-28-28-28-28 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 96-96-108-108-116-116 lykkjur. Þegar stroffið mælist 4-4-5-5-6-6 cm, fellið af með 2 þráðum. Ermin mælist ca 44-42-40-40-41-39 cm frá skiptingunni. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hazydreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.