E Silva skrifaði:
Bonjour, \r\nQuand vous proposez une quantité de laine pour un modèle, est-ce que celle de l\'échantillon est compris avec ? Merci !
24.10.2024 - 09:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Silva, la quantité requise ne comprend pas celle de l'échantillon mais vous avez en général suffisamment de laine pour, notez que vous pouvez également le mettre de côté pour le défaire si besoin. Bon tricot!
24.10.2024 - 15:20
Gudrun skrifaði:
Schouder = 30 steken. 3 keer meerderen aan halskant en dan kom je op 34 steken? Ik neem aan meerder zoals beschreven en eerder dan NOG 3 keer.
20.09.2024 - 12:51
Mrcojb skrifaði:
Hi ! I’ve recently knitted your “Waterway” pattern. I have an Instagram account where I share some crochet and knitting patterns. Could I share this pattern on my Instagram page ? Thank you !
17.07.2024 - 17:09
Eva Arnström Sundman skrifaði:
Jag stickar tröjan Waterway i st xxl. Nu ska jag mäta hur långt jag ska sticka ärmhålet på framstycket. Det står att jag ska sticka tills arbetet mäter 30 cm, mätt ytterst längs ärmhålet. Men varifrån ska jag mäta? Om jag mäter från axeln så blir ju framstycket längre än bakstycket?
05.05.2024 - 21:28DROPS Design svaraði:
Hei Eva. Husk dette er en modell med Europeisk skulder, der skuldersømmen ligger 5-6 cm "bak" skulderen, altså ikke midt oppå skulderen. Så forstykket strikkes lengre enn bakstykket før de settes sammen til bol (Fram & Bakstycke). Se gjerne hjelpevideoen som ligger til oppskriften, så ser du det kanskje lettere. mvh DROPS Design
06.05.2024 - 13:34
Waterway#waterwaysweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl. Stærð S - XXXL.
DROPS 246-14 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjón. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 30-30-32-34-34-36 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 4 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 4 lykkjur slétt – lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 4 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 4 lykkjur brugðið – lesið ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 24-26-30-32-34-36 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 78-82-92-98-102-108 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 13-14-15-15-15-15 cm, mælt frá prjónamerki yst meðfram handvegi. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-2-2-3-4 sinnum = 82-86-96-102-108-116 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 15-16-17-17-18-19 cm, mælt yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 24-26-30-32-34-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá D í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum = 28-30-34-36-38-40 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 24-26-30-32-34-36 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá E í teikningu með máli). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum = 28-30-34-36-38-40 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 28-30-34-36-38-40 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 22-22-24-26-26-28 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið síðan sléttprjón eins og áður yfir 28-30-34-36-38-40 lykkjur frá vinstra framstykki = 78-82-92-98-102-108 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 23-24-25-27-27-27 cm, mælt yst meðfram handvegi. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-2-2-3-4 sinnum = 82-86-96-102-108-116 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 25-26-27-29-30-31 cm, mælt yst meðfram handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI. Prjónið sléttprjón yfir 82-86-96-102-108-116 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 82-86-96-102-108-116 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur í lok umferðar = 172-184-204-216-232-248 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 4, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-20-24-24-28-28 lykkjur jafnt yfir = 192-204-228-240-260-276 lykkjur. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist alls 66-68-70-72-74-76 cm, mælt frá efst á öxl inn að hálsmáli. VINSTRI ERMI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 prjónamerki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl). Notið hringprjón 5, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 72-78-80-84-90-94 lykkjur í kringum handveg – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (rétta): Prjónið 6 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 2 (ranga): Prjónið 6 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið 12 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 18 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 6 (ranga): Prjónið 18 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 7 (rétta): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 7 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-2½.-2½.-2e-2.-1½. hverjum cm alls 14-16-16-17-19-20 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 51-50-48-47-47-46 cm. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-8-6-8-6 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 59-58-56-55-55-54 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 88 til 100 lykkjur á stuttan hringprjón 4. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið inn kant í hálsmáli að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #waterwaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 246-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.