Maria Angeles Lopez De La Rosa skrifaði:
Porque no se pueden guardar ahora los jerseys que te gustan por si lo quieres hacer él la próxima vez muchas gracias
28.08.2024 - 08:19
Hilde Vrangsagen skrifaði:
Skal ermet være lengst i den minste størrelsen ? Det ser ut som oppgitt lengde på ermet er feil:
16.12.2023 - 21:53DROPS Design svaraði:
Hei Hilde, Vi anbefaler lengre ermer i mindre størrelser pga av smalere skuldervidde og kortere bærestykke. Men ermelengden kan justeres, så bare prøve genseren på og strikke til ønsket lengde. God fornøyelse!
18.12.2023 - 06:48
Rustic Berry Sweater#rusticberrysweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með áferðamynstri, skáhallandi öxl og háu hálsmáli. Stærð S-XXL.
DROPS 245-26 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndast göt (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli að innanverðu við 3 lykkjur, fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp þar til klaufin hefur verið prjónuð til loka. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring upp að handvegi. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Skiptið yfir á hringprjón eftir þörf. Í lokin er prjónaður kantur í hálsmáli í stroffprjóni. BAKSTYKKI: Fitjið upp 95-101-113-119-131-143 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Nepal. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið þar til stroffið mælist 4 cm, endið eftir umferð frá röngu, geymið stykkið og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og á bakstykki og prjónið á sama hátt og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið bakstykkið og framstykkið á sama hringprjón 5,5 = 190-202-226-238-262-286 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið jafnframt um 30-26-38-34-38-42 lykkjur jafnt yfir (fækkið um 15-13-19-17-19-21 lykkjur í hvoru stykki) = 160-176-188-204-224-244 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, fyrra prjónamerkið í fyrstu lykkju í umferð og seinna prjónamerkið í 81.-89.-95.-103.-113.-123. lykkju = 79-87-93-101-111-121 lykkjur á milli 2 lykkja með prjónamerki. Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af fyrir handveg þannig: Byrjið 1-3-3-5-7-10 lykkjum á undan lykkju með fyrra prjónamerki, fellið af næstu 3-7-7-11-15-21 lykkjur (lykkja með fyrra prjónamerki er miðju lykkjan af þessum lykkjum), prjónið 77-81-87-91-97-101 lykkjur, fellið af næstu 3-7-7-11-15-21 lykkjur (lykkja með seinna prjónamerki er miðju lykkjan af þessum lykkjum), prjónið síðustu 77-81-87-91-97-101 lykkjur. Prjónið síðan yfir lykkjur á bakstykki. BAKSTYKKI: = 77-81-87-91-97-101 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 27-27-27-29-29-29 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. SKÁHALLANDI ÖXL: = 25-27-30-31-34-36 lykkjur. Haldið áfram með A.1 og setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 6-7-8-8-8-9 lykkjur á þráð 3 sinnum og síðan síðustu 7-6-6-7-10-9 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 25-27-30-31-34-36 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt þar sem stykkinu var snúið við, takið þráðinn upp á milli 2 lykkja og prjónið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að efsta punkti á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 77-81-87-91-97-101 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 51-53-55-56-58-60 cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 19-19-19-21-21-21 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. Lestu kaflana HÁLSMÁL og SKÁHALLANDI ÖXL áður en þú prjónar áfram. HÁLSMÁL: Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum – lesið ÚRTAKA. SKÁHALLANDI ÖXL: Haldið áfram með A.1, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm, setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl á sama hátt og á bakstykki. Þegar allar lykkjur hafa verið felldar af eða settar á þráð, setjið 25-27-30-31-34-36 lykkjur af þræði til baka á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt þar sem stykkinu var snúið við, takið þráðinn upp á milli 2 lykkja og prjónið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að efsta punkti á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 66-72-78-78-78-84 lykkjur á sokkaprjóna 4. Prjónið stroffprjón (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 12 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 22-26-30-30-28-32 lykkjur jafnt yfir = 44-46-48-48-50-52 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 14-14-13-14-15-13 cm, aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4½-4-4-3-2½-2½ cm millibili alls 8-9-9-11-11-12 sinnum = 60-64-66-70-72-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 49-48-47-46-44-42 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 50-50-49-49-48-48 cm, þ.e.a.s. það er klauf 1-2-2-3-4-6 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg innan við ystu lykkju á framstykki / bakstykki. Síðan er klaufin saumuð efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu á annarri öxlinni og prjónið upp ca 96 til 108 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum á þráðum), á stuttan hringprjón 4. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 6. Prjónið stroffprjón (3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 14 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og saumið e.t.v. niður með nokkrum sporum. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rusticberrysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.