Regine skrifaði:
Ein wunderschönes Muster und die Anleitung dazu ist sehr leicht zu verstehen!
23.11.2024 - 22:35
Sharon Harber skrifaði:
“Change to circular needle size 3 mm. Knit 1 row from the wrong side and increase 14-14-14-14-16-16-18 stitches evenly spaced (do not increase over the bands) = 163-171-183-191-201-209-219 stitches. Work as follows from the wrong side: “ Which of these rows is worked from the wrong side? The increase row or the first row of rib?
07.06.2024 - 23:35DROPS Design svaraði:
Hi Sharon, increases should be from the right side. Then you start knitting ribbing from the wrong side. We will make a correction there. Happy knitting!
08.06.2024 - 07:19
Lilian skrifaði:
Vielen Dank! Noch eine Frage: Die Maassangaben beim Halsausschnitt: ist da der Durchmesser gemeint (12cm) oder wenn die Jacke flach aufliegt (sozusagen der Halbmond)? Herzlichen Dank, Lilian
15.03.2024 - 09:43DROPS Design svaraði:
Liebe Lilian, alle angaben sind gemessen, wenn die Jacke flach liegt - siehe auch diese Lektion. Viel Spaß beim Stricken!
15.03.2024 - 15:40
Lilian skrifaði:
Hallo, Beim Muster steht: 6 Blendenmaschen, A1 17x, die erste Masche von A1. Das verstehe ich nicht. Ist damit jeweils die erste Masche der entsprechenden Reihe von A1 gemeint? Oder die allererste Masche (rechts unten auf dem Diagramm) von A1? Herzlichen Dank!
07.03.2024 - 15:34DROPS Design svaraði:
Liebe Lilian, so soll man stricken: 6 Blenden-Maschen krausrechts, dann wereden die 8 Maschen A.1 (2. Größe) insgesamt 17 Mal gestrickt (= über die nächsten 136 Maschen), dann stricken Sie die nächste Masche wie die 1. Masche in A.1, dann 6 Blenden-Maschen krausrechts = 6+136+1+6=149 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
07.03.2024 - 15:49
Hanne skrifaði:
Mønsterdiagrammet er forsvundet i opskriften.
29.02.2024 - 21:28DROPS Design svaraði:
Hej Hanne, du finder diagrammerne nederst i opskriften :)
01.03.2024 - 11:37
Alexis skrifaði:
With the top yoke area do I increase every row or just the purl side?
18.02.2024 - 22:38DROPS Design svaraði:
Dear Alexis, at the beginning, increase in the first purl row from the wrong side. Then work or skip the ELEVATION. Work in stocking stitch WITHOUT increasing until 2 rows are left before the yoke measures 3-3-4-4-5-5-6 cm from the marker. Here, knit 1 row from the right side and increase 26-28-32-36-40-44-48 stitches evenly spaced. Then work A.1 as described and increase in the arrows. Happy knitting!
18.02.2024 - 23:38
Adelheid Marx skrifaði:
Wolle in Farbe 85, hellbeige ist bei ihnen ausverkauft. Kann ich diese vorbestellen?
20.10.2023 - 20:17DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Marx, am besten wenden Sie sich direkt an Ihrem DROPS Händler, dort kann man Ihnen (auch per Telefon oder per E-Mail) besser helfen. Viel Spaß beim stricken!
23.10.2023 - 09:25
Mushroom Season Cardigan#mushroomseasoncardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og marglitu mynstri með sveppum. Stærð 2 – 14 ára.
DROPS Children 47-15 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN: PRJÓNIÐ KANT AÐ FRAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni. PRJÓNIÐ KANT AÐ FRAMAN Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað í hring, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í miðju umferðar. Byrjið frá réttu og prjónið 9-10-11-12-13-14-15 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki í byrjun umferðar (mitt að aftan), snúið, herðið á þræði og prjónið 19-21-23-25-27-29-31 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 28-31-34-37-40-43-46 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 37-41-45-49-53-57-61 lykkjur brugðið. Snúið herðið á þræði og prjónið 46-51-56-61-66-71-76 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 55-61-67-73-79-85-91 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, snúið og prjónið 1 umferð brugðið (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður). Síðan er berustykkið prjónað eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð eftir að stroff í hálsmáli hefur verið prjónað til loka. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 5½-6½-7-8-7-7½-7½ cm millibili. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 81-85-87-89-91-95-97 lykkjur með litnum ljós beige í DROPS Karisma yfir hringprjón 3 og hringprjón 4 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 3 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 3 cm, fitjið upp 5 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 91-95-97-99-101-105-107 lykkjur. Haldið áfram með stroff með 6 lykkjur í KANTUR AÐ FRAMAN í hvorri hlið við miðju að framan – lesið útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 6 cm og prjóna á næstu umferð frá réttu, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið stroff eins og áður JAFNFRAMT því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti – haldið svona áfram eins langt og hægt er fram að kanti að framan í hinni hliðinni og endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 24-26-28-30-32-32-34 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (kantar að framan eru prjónaðir eins og áður og lykkjum er ekki aukið út yfir kanta að framan) = 115-121-125-129-133-137-141 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er prjónuð UPPHÆKKUN aftan í hnakka – lesið útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, haltu áfram eins og útskýrt er að neðan. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Þegar 2 umferðir eru eftir þar til berustykkið mælist 3-3-4-4-5-5-6 cm frá prjónamerki og prjóna á næstu umferð frá réttu, aukið út 26-28-32-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = = 141-149-157-165-173-181-189 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu eins og áður. Nú er mynstur prjónað jafnframt því sem haldið er áfram með útaukningu eins og útskýrt er að neðan – lesið LEIÐBEININGAR og MYNSTUR í útskýringu að ofan. Allur kantur að framan er prjónaður með litnum ljós beige. Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.1 alls 16-17-18-19-20-21-22 sinnum, prjónið fyrstu lykkju í A.1 þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í hverri umferð með ör í mynsturteikningu er aukið út frá réttu eins og útskýrt er að neðan (ekki er aukið út yfir kanta að framan): ÖR-1: Aukið út 32-32-32-40-40-40-48 lykkjur jafnt yfir = 173-181-189-205-213-221-237 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 24-24-32-32-40-40-40 lykkjur jafnt yfir = 197-205-221-237-253-261-277 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 16-16-16-16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 213-221-237-253-269-277-293 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 4-8-8-4-0-4-0 lykkjur jafnt yfir = 217-229-245-257-269-281-293 lykkjur. Þegar A.1 er lokið, prjónið sléttprjón með litnum ljós beige og 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Prjónið þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18-19 cm frá prjónamerki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 36-38-41-43-45-47-49 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 61-65-71-75-79-83-87 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 36-38-41-43-45-47-49 lykkjur í sléttprjóni (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 149-157-169-177-185-193-201 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með litnum ljós beige og með 6 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. Prjónið þar til stykkið mælist 15-18-21-24-25-26-27 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 14-14-14-14-16-16-18 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 163-171-183-191-201-209-219 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan eins og áður, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52-54 cm frá öxl. ERMI: Setjið 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi með litnum ljós beige = 50-52-54-56-58-60-62 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – þ.e.a.s. mitt í 8 lykkjurnar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2-3-4-4-4-4-4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4.-4½.-6.-7.-8.-8½.-9. hverjum cm alls 4 sinnum = 42-44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 18-22-26-30-34-38-41 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-4-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-56-58-60 lykkjur. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 22-26-30-34-38-42-45 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið opið við kant í hálsmáli við miðju að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mushroomseasoncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.