Ingrid Lindkvist skrifaði:
Hej! Jag undrar om man kan byta garnet Karisma mot Merino extra fine i detta mönster? Verkar ju vara samma stickfasthet på båda garnera.
05.01.2025 - 11:20DROPS Design svaraði:
Hei Ingrid. Ja, det kan du. Bare husk å få den oppgitte strikkefastheten. mvh DROPS Design
07.01.2025 - 15:20
Doris Lietz skrifaði:
In der Anleitung steht, dass die Rückreihen im Diagramm mit eingezeichnet sind. Bei Muster A3 a,b,c müssten die RR aber kraus sein lt Modellfoto. Wie stellt sich das bei A4-A6 da? Oder habe ich das überlesen? Bei welchen werden die RR gestrickt, wie sie erscheinen? LG Doris
29.09.2024 - 10:59DROPS Design svaraði:
Liebe Doris, die weisse Kästchen werden bein den Rückreihen links gestrickt (siehe 1. Symbol), so werden die Rückreihen in A.3A,B und C sowie bei A.4A und B links gestrickt; in A.1 Z.B. stricken Sie die schwarze Kästchen links bei den Hin-Reihen und rechts bei den Rückreihen. Viel Spaß beim Stricken!
30.09.2024 - 09:14
Anna-Lena Olsson skrifaði:
Fråga om bakstycke hö. axel. Jag undrar om jag ska sticka A1 plus en rät maska på varje rätt varv, och en rät maska plus A1 på de aviga varven? Även hur jag ska sticka de maskor som läggs upp mot halsen?
11.04.2024 - 15:49DROPS Design svaraði:
Hei Anna-Lena. Ytterste maske mot ermhull strikkes alltid rett (både fra retten og fra vrangen). De nye maskene som legges opp, strikkes fortløpende inn i A.1. mvh DROPS Design
15.04.2024 - 11:42
Monique skrifaði:
In de eerste naald van A2 meerder je aan het eind van de naald 4 steken, in de laatste twee steken. Hiermee wordt het achterpand asymmetrisch (aan de andere kant meerder je niet). Klopt dit?
19.11.2023 - 15:10DROPS Design svaraði:
Dag Monique,
Onder de paragraaf waar A.2 boven staat, staat inderdaad dat je 4 steken meerdert, maar deze steken meerder je gelijkmatig verdeeld over de naald, dus niet op het einde.
21.11.2023 - 23:10
Vivian Eersels skrifaði:
A.2: Als A.3 klaar is, brei dan als volgt aan de goede kant: 1 ribbelsteek, brei A.2 tot er 2 steken over zijn op de naald en minder 10-12-12-12-12-10 steken verdeeld over deze steken77 Hoe kan ik 12 steken minder op de 2 overblijvende teken?
30.10.2023 - 18:14DROPS Design svaraði:
Dag Vivian,
Je mindert steken over het stuk waar je A.2 aan het breien bent. (Je herhaalt A.2 steeds in de breedte tot er 2 steken over zijn, dus geen 2 steken maar over de hele naald steeds A.2 herhalen.)
30.10.2023 - 20:26
Vivian Eersels skrifaði:
Opzetten met 1 draad karisma en 1 draad kid-silk. (2draden) is dat 1 bol kid-silk of van 2 bollen samen?
18.10.2023 - 21:04DROPS Design svaraði:
Dag Vivian,
Je neemt van elke kwaliteit 1 draad en je breit dus steeds met 2 draden samen gehouden, 1 draad Kid-Silk en 1 draad Karisma.
19.10.2023 - 20:00
Carole Perry skrifaði:
Please can someone comment on the number of rows for the tension swatch for the stockinette compared to the pattern A1. The first says 20 rows and the second 27 rows- now given they are created using the same yarn and needles I don’t think this is possible to achieve. I believe the first one is wrong- but can someone check. I am an experienced knitter with a consistent tension to my knitting but am finding it impossible to achieve anything like the required tension for the stockinette!
17.10.2023 - 09:28DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Perry, when working A.1 you will automatically need more rows (because of the purl stitches worked from RS ie moss stitch) as when working stocking stitch, reason why you will need 20 rows in stocking stitch but 27 rows in double moss stitch / A.1. Happy knitting!
17.10.2023 - 09:48
Birgitte Kvetny skrifaði:
Kan den strikkes uden følgetråd
01.10.2023 - 08:42DROPS Design svaraði:
Hej Birgitte, ja hvis du vil strikke den i én tråd, så skal du vælge en tråd fra Garngruppe C :)
04.10.2023 - 07:25
Helvédina Corrêa Mendonça skrifaði:
Ocean
04.08.2023 - 02:51
Cristina skrifaði:
Optical
03.08.2023 - 14:28
Blue Diamonds Cardigan#bluediamondscardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl, áferðamynstri, klauf í hliðum og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 245-15 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið kant að framan í byrjun umferðar þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið kant að framan í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur brugðið saman / 2 lykkjur snúnar slétt saman sem fer eftir hvernig síðasta lykkja í A.1 var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur brugðið saman / 2 lykkjur slétt saman sem fer eftir hvernig á að prjóna næstu lykkju í A.1. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt og 2 kantlykkjur eins og áður. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að síðustu lykkjurnar hafa verið fitjaðar upp fyrir hálsmáli. Síðan er fellt af fyrir 4-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 11-9-8-8-8½-8½ cm millibili. ATH. Stillið af að síðasta hnappagatið sé staðsett í skiptingunni á milli A.1 og stroffs neðst á framstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig, ofan frá og niður. Stykkið byrjar með að fitjaðar eru upp lykkjur fyrir skáhallandi öxl og hálsmáli. Síðan er mynstur prjónað ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón ofan frá og niður. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er hár kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Byrjið með hægri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram. Fitjið upp 3-5-9-7-5-9 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Karisma og 1 þræði DROPS Kid-Silk (2 þræðir). Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur (1. umferð = rétta) – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir skáhallandi öxl í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 4-4-4-5-6-6 lykkjur alls 6 sinnum (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, en ysta lykkjan að handvegi er prjónuð í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl, fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp fyrir skáhallandi öxl og hálsmáli eru 29-31-35-39-43-47 lykkjur í umferð og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Klippið þráðinn. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. Vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Fitjið upp 3-5-9-7-5-9 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið A.1 fram og til baka (1. umferð = rétta) – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir skáhallandi öxl í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 4-4-4-5-6-6 lykkjur alls 6 sinnum (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, en ysta lykkjan að handvegi er prjónuð í garðaprjóni). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl, eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum = 29-31-35-39-43-47 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu. Í næstu umferð (rétta) eru stykkin sett saman þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, haldið áfram með A.1 eins og áður yfir næstu 28-30-34-38-42-46 lykkjur frá vinstri öxl, fitjið upp 23-25-25-25-25-27 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli (mitt að aftan), setjið til baka 29-31-35-39-43-47 lykkjur frá hægri öxl á prjóninn, haldið áfram með A.1 eins og áður yfir fyrstu 28-30-34-38-42-46 lykkjur og endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 81-87-95-103-111-121 lykkjur. Haldið áfram með A.1 fram og til baka með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 12-13-14-14-15-16 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. Síðan er mynstur prjónað eins og útskýrt er að neðan. A.2: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 4 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2 – lesið ÚTAUKNING, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 85-91-99-107-115-125 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 6-8-8-8-8-6 lykkjur jafnt yfir = 91-99-107-115-123-131 lykkjur. A.3 (ásamt handvegi): Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, A.3A, prjónið A.3B alls 10-11-12-13-14-15 sinnum, A.3C, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm mælt yst meðfram handvegi (stykkið mælist ca 24-25-26-27-28-29 cm frá hæsta punkti á öxl), fitjið upp 2 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok 2 næstu umferða = 95-103-111-119-127-135 lykkjur. Haldið áfram með A.3 eins og áður með 2 lykkjur sléttprjón og 1 lykkju í garðaprjóni yst í hvorri hlið. Prjónið A.3 alls 2½-2½-2½-3-3-3 sinnum á hæðina (í stærð S, M og L endar mynstur eftir 8. umferð í mynsturteikningu þegar mynstureiningin er prjónuð í 3. skipti á hæðina) Stykkið mælist ca 33-34-35-37-38-39 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. A.2: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 10-12-12-12-12-10 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 85-91-99-107-115-125 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 11-13-13-13-13-11 lykkjur jafnt yfir = 96-104-112-120-128-136 lykkjur. A.4: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.4A, prjónið A.4B alls 11-12-13-14-15-16 sinnum, endið með 1 lykkju í sléttprjóni og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.5: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 11-13-13-13-13-11 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5, prjónið fyrstu lykkju í A.5 (í 5. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 85-91-99-107-115-125 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.1: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt – endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl (ca 3-4-5-4-5-6 cm með A.1). Nú er prjónað stroff með köðlum eins og útskýrt er að neðan. STROFF MEÐ KÖÐLUM: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 59-65-73-77-83-91 lykkjur jafnt yfir = 144-156-172-184-198-216 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 3 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og 3 lykkjur í garðaprjóni. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 fyrstu lykkjur í A.6 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt, endið með 3 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið af aðeins laust. Bakstykkið mælist ca 61-63-65-67-69-71 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI (séð þegar flíkin er mátuð): Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram. Fitjið upp 3-5-9-7-5-9 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur (1. umferð = rétta) – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir skáhallandi öxl í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 4-4-4-5-6-6 lykkjur alls 6 sinnum (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, en ysta lykkja við handveg er prjónuð í garðaprjóni). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4-4-4-6-6-6 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl, fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum, 2 lykkjur 3 sinnum og 12-12-12-12-12-14 lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp fyrir skáhallandi öxl og hálsmáli eru 47-49-53-57-61-67 lykkjur í umferð og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Haldið áfram með A.1 fram og til baka með 1 lykkju í garðaprjóni að hlið og 7 lykkjur KANTUR AÐ FRAMAN við miðju að framan – lesið útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 12-13-14-14-15-16 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. Síðan er mynstur prjónað eins og útskýrt er að neðan. A.2: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 2 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 49-51-55-59-63-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 3-6-4-6-5-4 lykkjur jafnt yfir = 52-57-59-65-68-73 lykkjur. A.3 (ásamt handvegi): Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 3-0-2-0-3-0 lykkjur sléttprjón, A.3A, prjónið A.3B alls 4-5-5-6-6-7 sinnum, A.3C, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm mælt yst meðfram handvegi (stykkið mælist ca 24-25-26-27-28-29 cm frá hæsta punkti á öxl), fitjið upp 2 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok næstu umferðar frá réttu = 54-59-61-67-70-75 lykkjur. Haldið áfram með A.3 með 7 kantlykkjum að framan við miðju að framan og 2 lykkjur sléttprjón og 1 lykkju í garðaprjóni yst að hlið. Prjónið A.3 alls 2½-2½-2½-3-3-3 sinnum á hæðina (endið mynstur í sömu umferð og á bakstykki). Stykkið mælist ca 33-34-35-37-38-39 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. A.2: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.2 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 5-8-6-8-7-6 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 49-51-55-59-63-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 6-6-8-6-8-4 lykkjur jafnt yfir = 55-57-63-65-71-73 lykkjur. A.4: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 2-4-2-4-2-4 lykkjur sléttprjón, A.4A, prjónið A.4B alls 5-5-6-6-7-7 sinnum, endið með 1 lykkju í sléttprjóni og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.5: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.5 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5, prjónið fyrstu lykkju í A.5 (í 5. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 1 lykkju í garðaprjóni = 49-53-57-61-65-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.1: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt – endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm – stillið lengdina af eftir bakstykki. Nú er prjónað stroff með köðlum eins og útskýrt er að neðan. STROFF MEÐ KÖÐLUM: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 31-31-35-39-43-47 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 80-84-92-100-108-116 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 3 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.6 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 fyrstu lykkjur í A.6 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt, endið með 3 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið af aðeins laust. Vinstra framstykki mælist ca 61-63-65-67-69-71 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar áfram. Fitjið upp 3-5-9-7-5-9 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið A.1 fram og til baka (1. umferð = rétta) – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir skáhallandi öxl í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 4-4-4-5-6-6 lykkjur alls 6 sinnum (nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1, en ysta lykkja við handveg er prjónuð í garðaprjóni). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4-4-4-6-6-6 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl, fitjið upp nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum, 2 lykkjur 3 sinnum og 12-12-12-12-12-14 lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp fyrir skáhallandi öxl og hálsmáli eru 47-49-53-57-61-67 lykkjur í umferð og síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Haldið áfram með A.1 fram og til baka með 1 lykkju í garðaprjóni að hlið og 7 lykkjur í kanti að framan við miðju að framan, munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 12-13-14-14-15-16 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. Síðan er mynstur prjónað eins og útskýrt er að neðan. A.2: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 2 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 7 kantlykkjur að framan eins og áður = 49-51-55-59-63-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 3-6-4-6-5-4 lykkjur jafnt yfir = 52-57-59-65-68-73 lykkjur. A.3 (ásamt handvegi): Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, A.3A, prjónið A.3B alls 4-5-5-6-6-7 sinnum, A.3C, 3-0-2-0-3-0 lykkjur sléttprjón, 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm mælt yst meðfram handvegi (stykkið mælist ca 24-25-26-27-28-29 cm frá hæsta punkti á öxl), fitjið upp 2 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok fyrstu umferðar frá röngu = 54-59-61-67-70-75 lykkjur. Haldið áfram með A.3 með 2 lykkjur sléttprjón og 1 lykkju í garðaprjóni yst að hlið og 7 kantlykkjur að framan við miðju að framan eins og áður. Prjónið A.3 alls 2½-2½-2½-3-3-3 sinnum á hæðina (endið mynstur í sömu umferð og á vinstra framstykki). Stykkið mælist ca 33-34-35-37-38-39 cm, mælt frá hæsta punkti á öxl. A.2: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 5-8-6-8-7-6 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2, prjónið fyrstu lykkju í A.2 (í 7. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 7 kantlykkjur að framan eins og áður = 49-51-55-59-63-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur – JAFNFRAMT í næst síðustu umferð í A.2 er aukið út um 6-6-8-6-8-4 lykkjur jafnt yfir = 55-57-63-65-71-73 lykkjur. A.4: Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.4A, prjónið A.4B alls 5-5-6-6-7-7 sinnum, 2-4-2-4-2-4 lykkjur sléttprjón, endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.5: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð og fækkið jafnframt um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5, prjónið fyrstu lykkju í A.5 (í 5. umferð í mynsturteikningu er þessi lykkja prjónuð slétt), endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður = 49-53-57-61-65-69 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina. A.1: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt – endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm – stillið lengdina af eftir vinstra framstykki. Nú er prjónað stroff með köðlum eins og útskýrt er að neðan. STROFF MEÐ KÖÐLUM: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 31-31-35-39-43-47 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 80-84-92-100-108-116 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 3 lykkjur í garðaprjóni. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 9 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 fyrstu lykkjur í A.6 þannig að mynstrið byrji og endi á sama hátt, endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið af aðeins laust. ERMI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er prjónað fram og til baka á hringprjóna, síðan er stykkið sett saman og prjónað er í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. Fitjið upp 57-61-63-67-71-73 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Síðan er stykkið sett saman og afgangur af ermi er prjónaður í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu – það á að nota hann síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið síðan þannig: 1 lykkja slétt, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.1 svo að mynstrið byrji og endi á sama hátt, endið með 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-3-4-4 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-4½-4-3½-2½-2½ cm millibili alls 7-9-9-10-12-12 sinnum = 43-43-45-47-47-49 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 42-42-40-39-37-35 cm. Það eru eftir ca 6 cm að loka máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-25-27-25-29-27 lykkjur jafnt yfir – ekki er aukið út yfir 2 lykkjur slétt mitt undir ermi = 68-68-72-72-76-76 lykkjur. Byrjið umferð 1 lykkju á undan merkiþræði og prjónið A.6 alls 17-17-18-18-19-19 sinnum í hring á ermi – ATH. Þær 2 fyrstu lykkjur í A.6 eru prjónaðar yfir 2 lykkjur slétt mitt undir ermi. Prjónið þar til stroffið mælist 6 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-48-46-45-43-41 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma frá handvegi og niður að stroffi innan við 1 lykkju í garðaprjóni . Saumið ermakúpuna við handveg innan við 1 lykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki / uppfitjunarkantur á ermi. Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. HÁR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu, notið stuttan hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (2 þræðir) og prjónið upp lykkjur innan við uppfitjuarkantinn ca 115-119-119-123-123-129 lykkjur í kringum hálsmál (einnig yfir kanta að framan). Prjónið stroff frá röngu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður (hægri kantur að framan), * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið, endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður (vinstri kantur að framan). Haldið svona áfram þar til kantur í hálsmáli mælist 10-10-11-11-12-12 cm. Fellið af aðeins laust – notið e.t.v. ítalska affellingu. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluediamondscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 38 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.