Evelyne BARRE skrifaði:
Bonjour Il semble qu'il manque une ou plusieurs flèches sur le diagramme. Merci
30.10.2023 - 18:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Barre, les augmentations de l'empiècement figurent déjà dans le diagramme, on va ensuite augmenter à intervalles réguliers au tour avec la flèche, à la fin du diagramme. On a ainsi besoin d'une seule flèche. Bon tricot!
30.10.2023 - 18:22
HOURDEBAIGT Paule skrifaði:
Bonjour. Puis je faire ce pull avec la nouvelle laine Daisy? Et pensez vous que je peux le tricoter de bas en haut? Merci. Paule
05.09.2023 - 16:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hourdebaigt, vous pouvez tout à fait tricoter ce modèle avec DROPS Daisy car ces 2 laines font partie du groupe B - utilisez notre convertisseur pour avoir la quantité correspondant à votre taille. Il vous faudra faire quelques ajustements pour le tricoter de bas en haut, prenez en compte que les mailles du jacquard seront alors inversées. Vous trouverez également tous nos modèles de type "nordique" tricotés de bas en haut, en laine du groupe B (à faire en Daisy également) ici. Bon tricot!
06.09.2023 - 08:45
Jennifer skrifaði:
Evergreen
30.08.2023 - 12:44
Irina skrifaði:
Tundra
07.08.2023 - 06:36
Ina skrifaði:
Super
06.08.2023 - 15:24
Karina Haupt Larsen skrifaði:
Løv fald
05.08.2023 - 19:22
Catherine skrifaði:
Le plus beau de la collection hiver de cette année !
05.08.2023 - 19:16
Martine Ronot skrifaði:
Sylvestre
05.08.2023 - 19:00
Katharina skrifaði:
Gran !
04.08.2023 - 21:03
Margret skrifaði:
Ich würde mich freuen eine Anleitung zu einem Pullover im Norweger Style aus DROPS Sky zu finden. Ich liebe diese Wolle.
04.08.2023 - 19:01
Ancient Woodlands Sweater#ancientwoodlandssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki, norrænu mynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-1 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 100-104-110-116-120-126 lykkjur með litnum ljós sægrænn úr DROPS Sky yfir hringprjón 3 og hringprjón 4 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 4 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 3. (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður JAFNFRAMT því sem 4. hver lykkja er prjónuð saman með 4. hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-6-10-14-20-24 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 105-110-120-130-140-150 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Síðan er berustykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan. Byrjun á umferð er mitt að aftan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 1-1-2-2-3-4 cm frá prjónamerki að framan, prjónið A.1 hringinn á berustykki alls 21-22-24-26-28-30 sinnum. Í síðustu umferð í A.1 (merkt með ör) er aukið út um 7-16-16-26-26-24 lykkjur jafnt yfir = 322-346-376-416-446-474 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 20-20-21-21-22-23 cm frá prjónamerki. Prjónið sléttprjón með litnum ljós sægrænn þar til stykkið mælist 21-22-23-24-25-27 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 46-50-54-59-64-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 68-72-80-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 93-101-108-118-129-139 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 68-72-80-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 47-51-54-59-65-70 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-218-236-256-282-306 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur (merkiþræðirni eru notaðir þegar skipta á stykkinu fyrir klauf). Byrjið umferð við annan merkiþráðinn og prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-21-22-23-24-24 cm frá skiptingu. Nú skiptist stykkið fyrir klauf í hvorri hlið. Haldið eftir fyrstu 101-109-118-128-141-153 lykkjum á prjóni. Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð eða á hjálparprjón. FRAMSTYKKI: = 101-109-118-128-141-153 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 20-22-23-27-28-32 lykkjur jafnt yfir = 121-131-141-155-169-185 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff í 7 cm, fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Setjið 101-109-118-128-141-153 lykkjur af þræði / hjálparprjóni á hringprjón 4. Prjónið alveg eins og framstykki. ERMI: Setjið 68-72-80-90-94-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 4, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 76-80-90-100-106-112 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-2-2-2-2-4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-2-1½-1½-1 cm millibili alls 12-13-16-21-21-24 sinnum = 52-54-58-58-64-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-35-35-34-33-32 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12 lykkjur jafnt yfir = 64-66-70-70-76-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 43-42-42-41-41-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ancientwoodlandssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.