Maja skrifaði:
Hej Jeg syntes ikke jeg kan få tallene i opskriften og diagrammet til at passe sammen. Ved “ryg og forstykke” står der at man skal lukke af når arbejder måler 23, dette er aflukning under ærmerne. Men i diagrammet er der 6+36 cm i fra opslagskant til under ærmet? Altså 42cm i diagrammet og 23 i opskriften. Læser jeg det forkert? Hilsen Maja
22.09.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Hej Maja. 36 cm är hela sidan fra längst ned till skulderen. Till ærm blir det 36-13 = 23 cm. Mvh DROPS Design
24.09.2024 - 13:48
Maja skrifaði:
Hej Jeg syntes ikke jeg kan få tallene i opskriften og diagrammet til at passe sammen. Ved “ryg og forstykke” står der at man skal lukke af når arbejder måler 23, dette er aflukning under ærmerne. Men i diagrammet er der 6+36 cm i fra opslagskant til under ærmet? Altså 42cm i diagrammet og 23 i opskriften. Læser jeg det forkert? Hilsen Maja
22.09.2024 - 20:59
Letisia Phillips skrifaði:
Good day how do I work a edge stitch
04.09.2024 - 20:07
Amy R skrifaði:
Do you have approximate finished measurements in inches or cm for the sweater - at least across the chest. I seem to be getting the gauge but the sweater seems quite large for the size. I am not used to choosing a size based on the height of the child.
25.08.2024 - 19:12DROPS Design svaraði:
Dear Amy, you have the finished measurements in inches at the top of the page, in the materials section, in the US version of the pattern: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=11386&cid=17. You can also check the size chart at the bottom, which is in cm, and convert them to inches in the following webpage: https://www.garnstudio.com/conversions.php?cid=17. Happy knitting!
25.08.2024 - 23:32
Anne skrifaði:
Thanks so much for your fast and helpful reply.
27.11.2023 - 00:18
Anne skrifaði:
Hi. On the neck, the pattern says decrease by 2 stitches every other round, using the 2 stitches before the centre front stitch. But if I decrease before the centre front every round, my work will be one sided because I’m knitting in the round - shouldn’t I decrease after the central stitch too? Or should I stop knitting in the round? Thanks
26.11.2023 - 20:32DROPS Design svaraði:
Dear Anne, since you start decreasing 1 stitch before the central stitch and you decrease by slipping the 2 stitches ( the stitch before + central stitch) as knit 2 together, knit 1 stitch ( the stitch after) and pass over the knit 2 together over the knit stitch. This way, the decrease would be in the stitch before and the stitch after. You can see a video on this technique here: https://www.garnstudio.com/video.php?id=736&lang=en. Happy knitting!
27.11.2023 - 00:15
Julia skrifaði:
In the drops sugarplum pattern I don’t know how many balls of yarn to buy for size 3/4. Using drops melody.
31.08.2023 - 02:53DROPS Design svaraði:
Hi Julia, You need 150g for size 3/4, which is 3 balls of Drops Melody. Happy knitting!
31.08.2023 - 06:44
Sugarplum Fairy#sugarplumfairysweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni og með v-hálsmáli. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 47-1 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FÆKKIÐ LYKKJUM Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við merkiþráð + 1 lykkja í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi, áður en stykkið skiptist og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að ermakúpu, síðan er afgangur af erminni prjónaður fram og til baka á hringprjóna. Frágangur á stykkinu er útskýrður í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 124-132-136-140-148-156 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Melody. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-24-24-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 100-108-112-116-124-128 lykkjur. Prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 23-26-29-32-33-34 cm, skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki þannig: fellið af fyrstu 10-12-12-10-12-10 lykkjur í umferð, prjónið næstu 40-42-44-48-50-54 lykkjur og setjið þær síðan á þráð (framstykki), fellið af næstu 10-12-12-10-12-10 lykkjur og prjónið síðustu 40-42-44-48-50-54 lykkjur í umferð (bakstykki). BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 34-38-42-46-48-50 cm, fellið af miðju 12-12-14-14-16-16 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 13-14-14-16-16-18 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 36-40-44-48-50-52 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón 6 = 40-42-44-48-50-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 26-30-33-36-37-38 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 16-17-18-20-21-23 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, snúið. Setjið síðustu 20-21-22-24-25-27 lykkjur á þráð fyrir hægra framstykki og prjónið síðan yfir 19-20-21-23-24-26 lykkjur á prjóni = vinstri öxl. VINSTRI ÖXL (framstykki): = 19-20-21-23-24-26 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í lok umferðar frá réttu – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 7-7-8-8-9-9 sinnum (fyrsta úrtakan er gerð þegar framstykkið skiptist) = 13-14-14-16-16-18 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 36-40-44-48-50-52 cm, fellið af. HÆGRI ÖXL (framstykki): Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn = 20-21-22-24-25-27 lykkjur. Prjóni í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í byrjun á umferð frá réttu – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 7-7-8-8-9-9 sinnum = 14-14-15-16-17-18 lykkjur eftir á öxl. ATH! Fyrsta úrtaka er gerð í fyrstu umferð sem er prjónuð. Prjónið þar til stykkið mælist 36-40-44-48-50-52 cm, fellið af. ERMI: Fitjið upp 32-34-36-36-38-40 lykkjur á sokkaprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 6 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 26-28-30-30-32-34 lykkjur. Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3-3-4-4-4-5 cm millibili alls 5-6-6-7-8-8 sinnum = 36-40-42-44-48-50 lykkjur. Þegar ermin mælist 24-29-34-37-41-49 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá merkiþræði mitt undir ermi) á hringprjón að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist 28-33-38-41-45-53 cm, þ.e.a.s. það er klauf 4 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið stuttan hringprjón 4,5. Byrjið frá réttu við aðra öxlina. Prjónið upp ca 24 til 30 lykkjur meðfram annarri hlið á v-hálsmáli (prjónið upp 1 lykkju í miðju á hálsmáli), prjónið upp ca 24 til 30 lykkjur meðfram hinni hliðinni á v-hálsmáli og prjónið upp 16 til 22 lykkjur aftan í hnakka. Það eru ca 64 til 82 lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð brugðið og stillið e.t.v. lykkjufjöldann þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn, stillið af þannig að það komi 1 lykkja slétt nákvæmlega við miðju að framan. JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt að framan þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan sléttri lykkju mitt að framan, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með þessu þá kemur v-hálsmálið til með að leggjast fallega í hálsmáli og slétta lykkjan kemur til með að fylgja sem bein lína mitt að framan. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn í hálsmáli mælist ca 3 cm. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sugarplumfairysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.