Seigney Marylene skrifaði:
Je voudrais les explication du pull
18.03.2025 - 13:46
Moulin skrifaði:
Bonjour, Je viens de terminer le corps du modèle, le tombé devant est magnifique par contre dans le dos au niveau de l'empiecement cela fait 2 plis. Aurait il fallu baisser d'un demi point la taille d'aiguille pour l'empiecement ou prendre une taille inférieure. Merci pour votre réponse
11.03.2024 - 15:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Moulin, votre tension était elle juste? Vous devriez avoir 21 mailles x 28 rangs jersey = 10 x 10 cm, si tel est le cas, vous pouvez éventuellement bloquer votre pull - votre magasin saura vous aider et vous renseigner si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
11.03.2024 - 16:07
Taina Heiskanen skrifaði:
Onnistuinko tilaamaan langat tänään? Tilasin 10 kerää Merino Extra Fine-lankaa luonnonvalkoista. En ole varma tuliko s.p.osoite oikein. En ole saanut vahvistusta tilaukselleni. Liikkeen nimeä en enää muista, mutta se on Joensuulainen liike
10.08.2023 - 13:41DROPS Design svaraði:
Hei, sinun tulee ottaa yhteyttä liikkeeseen, josta ostit langat. Tarkista esimerkiksi tietokoneen selaushistoriasta, mistä liikkeestä olet tehnyt tilauksen.
11.08.2023 - 14:22
Maria Collinge skrifaði:
Rockin My World (as in rocking chair)
22.01.2023 - 23:25
Enrica skrifaði:
Dolce carezza
22.01.2023 - 11:49
Claudia skrifaði:
Leichte Romantik
19.01.2023 - 09:32
Julie skrifaði:
Rosy dawn
19.01.2023 - 01:06
Trine skrifaði:
Strandromanse (beach romance)
18.01.2023 - 13:20
Maison Lumera skrifaði:
Name: Mélodie
17.01.2023 - 20:29
Magda skrifaði:
This was my absolutely favourite design of all
17.01.2023 - 16:47
Blushing Rose Sweater#blushingrosesweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-22 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður á hringprjóna að handvegi, síðan er fram- og bakstykkið og ermar prjónað til loka hvert fyrir sig. Fram- og bakstykki heldur áfram hringinn á hringprjóna fram að klauf, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 116-120-124-128-132-136 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Aukið út aðra hverja 1 lykkju brugðið til 2 lykkjur brugðið – sjá ÚTAUKNING = 145-150-155-160-165-170 lykkjur. Prjónið með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 4 cm. Nú er aukið út í þeim brugðnu einingum sem eftir eru frá 1 lykkju brugðið til 2 lykkjur brugðið – munið eftir ÚTAUKNING = 174-180-186-192-198-204 lykkjur. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út 18-20-22-24-26-28 lykkjur jafnt yfir = 192-200-208-216-224-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið A.1 að 1. umferð sem merkt er með ör í A.1. Í þessari umferð er aukið út um 32-40-48-56-56-72 lykkjur jafnt yfir = 224-240-256-272-280-304 lykkjur. Haldið áfram með A.1 að 2. umferð sem er merkt með ör í A.1. Í þessari umferð er aukið út um 32-48-48-56-56-72 lykkjur jafnt yfir = 256-288-304-328-336-376 lykkjur. Haldið áfram með A.1 að 3. umferð merktri með ör í A.1. Í þessari umferð er aukið út um 40-40-48-48-72-72 lykkjur jafnt yfir = 296-328-352-376-408-448 lykkjur. Þegar A.1 er lokið er prjónað sléttprjón þar til stykkið mælist 22-23-25-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Prjónið 45-50-53-58-63-71 lykkjur slétt (tilheyrir bakstykki), setjið næstu 58-64-70-72-78-82 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 90-100-106-116-126-142 lykkjur slétt (framstykki), setjið næstu 58-64-70-72-78-82 lykkjur á þráð án þess að prjóna þær (ermi), fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur í hlið undir ermi, prjónið 45-50-53-58-63-71 lykkjur slétt (afgangur af bakstykki). Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-236-256-280-312 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hliðum og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu (þau eru notuð þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf). Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 24-25-25-26-26-26 cm. Nú skiptist stykkið þannig að það verður klauf í hvorri hlið. Prjónið fram að fyrra prjónamerkinu og setjið síðustu 100-110-118-128-140-156 lykkjur í umferð á þráð fyrir bakstykki, það eru 100-110-118-128-140-156 lykkjur fyrir framstykki á prjóni. Prjónið síðan framstykkið og bakstykkið til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 21-21-23-27-29-31 lykkjur jafnt yfir = 121-131-141-155-169-187 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff frá röngu þannig: Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og 3 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið stroff frá réttu þannig: 3 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju snúna slétt og 3 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. BAKSTYKKI: Setjið til baka 100-110-118-128-140-156 lykkjur fyrir bakstykki á hringprjón 4 og prjónið alveg eins og framstykki – munið eftir að auka út og skipta yfir á hringprjón 3 fyrir stroff. ERMI: Setjið 58-64-70-72-78-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4. Prjónið að auki upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur í lykkjurnar sem fitjaðar voru upp undir ermi á fram- og bakstykki = 68-74-82-84-92-96 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónið hringinn í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3½-2½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 6-8-11-10-13-14 sinnum = 56-58-60-64-66-68 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 31-31-29-29-28-26 cm frá skiptingu. Það eru eftir ca 12 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð sléttprjón og aukið út um 18-18-20-20-20-20 lykkjur jafnt yfir = 74-76-80-84-86-88 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blushingrosesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.