Carolyn Cleveland skrifaði:
I cannot tell if the knit/purl sections are to be offset from each other or if they are all to line up like broken ribbing. The work I've done on the pattern seems to have the knit/purl sections line up, so it looks like a broken riv, but I can't tell from the pictures if that is correct. The pictures look more' like the purl sections are offset. Can you please let me know what is correct? If it is offset, I'd there an correction to the A1 chart? Thank you.
03.01.2025 - 01:06DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Cleveland, the Purl sections in A.1 should line up in each repeat, but on row 5 and 6 you will purl the stitches that were knitted on row 1 and 2 and you will knit the stitches that were purled on row 1 and 2. Happy knitting!
03.01.2025 - 15:36
Andrea skrifaði:
Zu Deep ocean: werden tatsächlich am Ende des Rumpfteils Maschen aufgenommen oder nicht eher abgenommen. Bitte um Rückmeldung
01.12.2024 - 22:47
Hannah skrifaði:
When I'm working the raglan increases, how do I get the pattern to fit? I can fit the first section but from the second set of increases it is wrong.
13.11.2024 - 11:43DROPS Design svaraði:
Dear Hannah, you should just work the new stitches as the last stitches a new repeat (from left towards the right) at the beg of back piece/sleeves/front pieces and work them as a new repeat starting (from right towards the left) at the end of back piece/sleeves/front pieces. Happy knitting!
13.11.2024 - 17:07
Beatrice skrifaði:
Jag är intresserad av detta mönster.
31.10.2024 - 15:07
Maria skrifaði:
Mitä tämä tarkoittaa: ”Pääntien reunus on nyt kaksinkertainen. Kaikki mitat otetaan jatkossa tästä.” Mitataanko työ reunuksen ylä- vai alaosasta alkaen? Eli tuleeko mittaan mukaan tuo reunuksen n. 5,5 cm vai otetaanko mitta vasta sen alapuolelta?
08.10.2024 - 05:23DROPS Design svaraði:
Mitat otetaan pääntien reunuksen joustinneuleen jälkeisestä kerroksesta, eli reunuksen alapuolelta.
09.10.2024 - 19:29
Sandra Forcet skrifaði:
Excuse me I don't manage to find this pattern in French, whow can i do?
31.10.2023 - 15:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Forcet, cliquez sur le menu déroulant sous les photos pour changer de langue, et sélectionnez ainsi "français" pour basculer les explications en français. Bon tricot!
03.11.2023 - 07:23
Bryndís Sveinsdóttir skrifaði:
Ég prjónaði peysuna í M og það var slæmt að það er ekki rétt magn gefið upp af garni í uppskriftina, ég þurfti að kaupa 2 x 50 g í viðbót til að geta klárað peysuna, það var sérstaklega slæmt af því að það leið nokkur tími frá því að ég keypti í peysuna og þar til ég lenti í að vera stopp og þurfti að hafa samband við marga sölustaði en fékk sem betur fer sama litanr. í síðustu búðinni sem ég hafði samband við.
19.10.2023 - 19:58
Ursula Kries skrifaði:
In der Anleitung steht 20x in der Höhe zunehmen, heisst das nur an Rücken und Vorderteil oder in der ganzen Runde.
16.08.2023 - 19:11DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Kries, meinen Sie für die Raglanzunahmen? In S soll man 20 Mal die 8 Maschen für Raglan in jeder 2. Runde zunehmen. Es wird jeweils 2 Maschen bei jeder Raglanlinie - siehe RAGLANZUNAHMEN zugenommen. Viel Spaß beim stricken!
17.08.2023 - 09:35
LaRee Stokes skrifaði:
How many skeins does it take for the pattern and $ per skein?
11.06.2023 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hi LaRee, The number of skeins depends on the size you are working: The different sizes are S - M - L - XL - XXL - XXXL and each size uses 250-250-300-350-350-400 g Drops Air in 50g skeins (5-5-6-7-7-8 skeins). As regards price, you need to go to your local dealers as the price varies from place to place and dealer to dealer. Happy crafting!
12.06.2023 - 06:43
Vigdis Dambo skrifaði:
Jeg strikket str xxl av modell Deep Ocean og da fikk jeg ett nøste for lite. Heldigvis hadde leverandøren samme innfargingsnr på lager, så genseren ble ferdig.
02.05.2023 - 17:31
Deep Ocean#deepoceansweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-37 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-96-96-104-104 lykkjur með DROPS Air yfir stuttan hringprjón 4 og stuttan hringprjón 5 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 5 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjóni 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 11 cm. Nú er stroffið brotið niður inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 4. hver lykkja er prjónuð saman með 4. hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Stykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið JAFNFRAMT því sem prjónað er þannig (byrjun á umferð er á milli bakstykkis og hægri ermi): Prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið A.1 yfir næstu 12 lykkjur (ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið A.1 yfir næstu 28-28-32-32-36-36 lykkja (framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið A.1 yfir næstu 12 lykkjur (ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið A.1 yfir síðustu 28-28-32-32-36-36 lykkjur (bakstykki). LESTU ALLAN NÆSTA KAFLA ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Haldið áfram með A.1 hringinn með 2 lykkjur sléttprjón í hverri laskalínu. JAFNFRAMT í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-10-11-12-13-14 cm á eftir stroffi í hálsmáli, prjónið A.2 hringinn yfir allar lykkjur – útaukning fyrir laskalínu heldur áfram eins og áður, en nú eru prjónaðar 2 lykkjur í hverja laskalínu eins og lykkjur í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.1 eins og áður með 2 lykkjur sléttprjón í hverja laskalínu. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu alls 20-23-25-28-30-34 lykkjur = 248-272-296-320-344-376 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur eins og áður án útaukningar þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-31 cm mælt á eftir stroffið í hálsmáli. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. Byrjun á umferð er á undan 2 lykkjur í laskalínu á milli bakstykkis og hægri ermi og þegar stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar er prjónað A.2 frá byrjun á umferð þannig: Prjónið 4-5-5-4-6-8 lykkjur A.2 (tilheyrir bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 76-84-92-96-108-120 lykkjur A.2 (framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 72-79-87-92-102-112 lykkjur í A.2 (afgangur á bakstykki = alls 76-84-92-96-108-120 lykkjur á bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-180-200-208-236-260 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn yfir allar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 29-29-30-30-30-29 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-20-24-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 184-200-224-232-260-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-68 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur = byrjun á umferð. Haldið áfram með A.2 hringinn. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist ca 4-4-4-4-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 8-5-4-2½-2½-2 cm millibili alls 5-7-9-13-13-15 sinnum = 44-44-46-46-48-48 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist ca 40-39-38-37-34-32 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd, þar til ca 5 cm eru eftir að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-6-6-4-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #deepoceansweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.