Sophie skrifaði:
I can't find any size charts so I can figure out what size(s) are best. Can you please help?
28.07.2025 - 22:06DROPS Design svaraði:
Hi Sophie, There is a size chart at the bottom of the pattern. Regards, Drops Team.
29.07.2025 - 05:41
Michelle skrifaði:
Kan det passe at runde 15 består af: Knit 2 together, (knit 1, yarn over) x 5, knit 1, knit 2 together (13 sts)?!?!😪
30.06.2025 - 19:26DROPS Design svaraði:
Hej igen igen, pind 15 (nedefra), 11 masker strikkes: 2 sammen, 2r, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 1r, 1oms, 2r, 2sm = 13 masker :)
01.07.2025 - 08:27
Michelle skrifaði:
Hej igen igen😅😅😅 Ellers ville være en KÆMPE stor hjælp hvis omgangene med omslag osv. kan beskrives som f.eks: 9th row work: K2 tog, (K1,YO) x 4, K1, K2 tog (11 sts). tusind takkkkk på forhånd🥹😅🫶🏻
27.06.2025 - 20:59
Michelle skrifaði:
Hej igen😅 Tak for hjælpen, det giver bedre mening nu!🙂 Derudover ville jeg bare lige spørge om hvor mange masker man skal have mellem hvert mærke på række: 9, 15, 19, 25, 31, 35, og 47 Og kan det passe hvis man laver str. s, så skal man ikke strikke A.2? Tak på forhånd😊
27.06.2025 - 16:55DROPS Design svaraði:
Hej Michelle, det stemmer du skal ikke strikke A.2 i de 2 mindste størrelser. Hvis du har sat et mærke imellem hver rapport, så kan du let tælle antal masker, så de modsvarer det antal masker du har i diagrammet :)
01.07.2025 - 08:23
Michelle skrifaði:
Hejsa, jeg er nybegynder og jeg er MEGET forvirret over hvordan man skal læse og strikke diagrammet over mønstret der strikkes. Er det muligt at få en vejledende video som kan hjælpe mig (med rundpinde)?😓🙏
25.06.2025 - 20:41DROPS Design svaraði:
Hej Michelle, du starter nederst i højre side af diagrammet, sæt gerne 1 mærke imellem hver rapport (7m på de første 3 pinde). På 3.omgang strikker du 2 sammen, 1omslag, 1ret, 1omslag, 1ret, 1omslag, 1ret, 1omslag og 2 sammen. Du har nu 2 nye masker(omslag) og 9 masker imellem hvert mærke :)
26.06.2025 - 14:57
Agnieszka skrifaði:
Hello! I'm just starting to knit this pattern and I noticed that this sweater doesn't include any neck shaping. The sweater seems to sit quite close to the neck. Do you recommend to modify the pattern a bit and add neck shaping for better fit or leave it as it is? Do you have any resources/videos on adding neck shaping? Thanks!
01.06.2025 - 10:28DROPS Design svaraði:
Dear Agnieszka, this pattern has a neck shaping; its's a round, more closed neck. If you prefer a different neck you would need to modify the pattern yourself, we don't do custom patterns. You can look at other patterns in our Women - Jumpers section, by filtering by the type of neck preferred and choosing the pattern with your desired neck shaping. Take into account that the yoke patterns is quite close to the neck, so you can't add a V-neck to this yoke pattern; otherwise it would get interrupted. Happy knitting!
01.06.2025 - 22:46
Matilde skrifaði:
La ripetizione del diagramma A1 e A3 in orizzontale : le due maglie prese insieme nello schema sono sempre in direzione / anche la successiva sempre da sinistra a destra o al contrario accavvallata da ds a Sn. - - grazie
05.05.2025 - 15:01DROPS Design svaraði:
Buongiorno Matilde, deve lavorare sempre 2 maglie insieme a diritto. Buon lavoro!
01.06.2025 - 16:08
Carla skrifaði:
Hello, it is my first time knitting a piece from top to bottom. One of the recommended lessons for this pattern is the raglan. Do I have to make the raglan increases while following the A1 pattern? Or are the increases I do with the A1 Diagram enough to make the yolk? Thank you!
12.04.2025 - 02:20DROPS Design svaraði:
Dear Carla, the recommended lessons are for guidance only and may not fully reflect what's necessary in this specific pattern. All necessary increases and decreases will be detailed either in the written text or the diagrams. In this case, the increases for the raglan are in the A.1 chart, so you simply work the chart as indicated; you don't need to work any extra increases. Happy knitting!
13.04.2025 - 23:17
Carla skrifaði:
Hello, it is my first time knitting a piece from top to bottom. One of the recommended lessons for this pattern is the raglan. Do I have to make the raglan increases while following the A1 pattern? Or are the increases I do with the A1 Diagram enough to make the yolk? Thank you!
12.04.2025 - 02:17DROPS Design svaraði:
Dear Carla, the lesson shows a raglan but here you will have to increase as explained in the pattern, ie as shown in the diagram A.1 to create the round yoke. The lesson might still help you when dividing stitches for body and sleeve. Happy knitting!
23.04.2025 - 10:40
Zoé Roux-dessarps skrifaði:
Bonjour, je suis bloqué au moment où il faut faire la division de l'ouvrage. Je ne comprends pas à partir de quel moment il faut compter les premières mailles pour faire la division. Je n'ai aucun repère donc je ne peux pas continuer. Merci pour votre aide. Bonne journée ! Zoé
10.03.2025 - 11:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Zoé, pendant l'empiècement, les tours commencent au milieu dos (mais comme c'est un empiècement arrondi, on n'a pas non plus clairement de dos, devant, manches de définies), et la division se fait donc à partir du milieu dos, autrement dit à partir du début du tour suivant. Bon tricot!
10.03.2025 - 13:17
Tidal Treasures#tidaltreasuressweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með öldumynstri og hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-8 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-92-94-100-104-110 lykkjur með DROPS Air yfir hringprjóna 5 og hringprjóna 4 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5 og haldið eftir hringprjón 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð brugðið yfir allar lykkjur, prjónið síðan stroff eins og áður þar til stykkið mælist 8 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-6-11-19-22-23 lykkjur jafnt yfir = 91-98-105-119-126-133 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið A.1 alls 13-14-15-17-18-19 sinnum hringinn á fram- og bakstykk ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 alls 0-0-1-1-2-2 sinnum á hæðina, síðan er prjónað A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 247-266-285-323-342-361 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 7-8-5-3-0-1 lykkjur jafnt yfir = 254-274-290-326-342-362 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: SKIPTIÐ STYKKINU FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR ÞANNIG: Prjónið 37-41-43-48-52-56 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 52-54-58-66-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 75-83-87-97-105-113 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 52-54-58-66-66-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 38-42-44-49-53-57 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 162-178-190-210-230-250 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur (þau eru notuð þegar stykkið skiptist upp fyrir klauf). Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 22 cm frá skiptingu. Nú skiptist stykki fyrir klauf í hvorri hlið. Haldið eftir fyrstu 81-89-95-105-115-125 lykkjum á prjóni. Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð eða hjálparprjón. BAKSTYKKI: = 81-89-95-105-115-125 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 18-18-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 99-107-115-127-139-151 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Síðan er prjónað stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu): UMFERÐ 1 (ranga): 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. Fellið af, aðeins laust. FRAMSTYKKI: Setjið 81-89-95-105-115-125 lykkjur af þræði / hjálparprjóni á hringprjón 5. Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Setjið 52-54-58-66-66-68 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-60-66-74-76-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-2 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-4-2½-2-2-1½ cm millibili alls 4-4-6-9-9-10 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 36-34-33-31-29-28 cm frá skiptingu. Nú eru eftir 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 60-62-64-68-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 44-42-41-39-37-36 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið kant í hálsmáli niður að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum í hvorri hlið á hálsmáli (að öxlum). |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tidaltreasuressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.