Madeline Cohen skrifaði:
When measuring the blocked gauge swatch, I had fewer stitches and more rows than required. Is it better to get the stitch count exact by using smaller needles, or try to get the number of rows exact?
02.04.2025 - 00:29DROPS Design svaraði:
Hi Madeline, The number of stitches in width is the most important. As long as your row numbers are not too far from the recommended number in the swatch, you can use the length measurements as written in the text. Happy crafting!
02.04.2025 - 06:53
Elisabeth Henriksson skrifaði:
Har påbörjat stl S, men får inte ihop 301 m, jag får bara 286m, stickar o ökar enligt beskrivning. Vad har jag glömt?
12.12.2024 - 18:00DROPS Design svaraði:
Hei Elisabeth. Har du husket å øke maskene i diagram A.1 (rad 5+7+9+11 = 4 økte masker), A.4 (rad 5+7+9+11 = 8 økte masker) og A.5 (rad 5+7+9+11 = 4 økte masker) = 16 masker. Om du har 286 masker + 16 økte = 301 masker. mvh DROPS Design
16.12.2024 - 09:36
BeckyThorns skrifaði:
Edit to my question below: having just looked at the pattern I see that it’s accounted for! That’ll teach me for attempting something new while sleep deprived!
29.06.2024 - 22:44
BeckyThorns skrifaði:
Hello! I’ve just got to the section of the pattern after the collar and I’m confused - I’ve followed the instructions once on the right side, but do I just purl the wrong side and follow the instructions going forward on the right side only, or do I work through the instructions backwards on the wrong side?
29.06.2024 - 21:59DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Thorns, work the stitches from diagrams as shown in the diagram (seen from wrong side, read from the left towards the right from WS), knit the front band stitches and purl all remaining stitches (front & back pieces and sleeves). Happy knitting!
01.07.2024 - 08:49
Kaarina skrifaði:
Hello again. Further to my previous message, I realised I had missed some increases. I do now have 35 and 69 sts between A2/A3, however I also have 83 sts for the sleeves. Per the instructions I should have a total of 357 sts for size L but I have 381 (including the 8 band sts on either end. Should I have stopped increasing the sleeves 6 rows earlier?
10.02.2024 - 04:14DROPS Design svaraði:
Dear Kaarina, for the sleeves you should have 19 stitches in the first row. This is the sleeve: knit 1 stitch, make 1 yarn over, knit 15, make 1 yarn over, knit 1, insert a marker thread here (sleeve) = 19 stitches. Now increase like this for the sleeves (= 2 increases in each sleeve) every 2nd row 26 more times = 52 stitches increased in each sleeve. 19 stitches + 52 stitches = 71 stitches. So you should have 12 stitches less in each sleeve than you stated (= 24 less stitches). 381-357 = 24 stitches. Happy knitting!
12.02.2024 - 00:31
Bernadette Van Duijvenbode skrifaði:
Begrijp ik het goed dat ik de terugkerende naald moet breien zoals de steken zich voordoen? En de omslagen averechts?
04.02.2024 - 20:39
Kaarina skrifaði:
I'm knitting this cardigan in size L. I'm now at the point where I should have 357 sts but the amount of stitches between A2 and A3 on front and back are different (i.e., my row is as follows 8-32-15-77-15-63-15-77-15-32-8). Where did I go wrong? I don't know how I can continue... Help!
29.01.2024 - 04:30DROPS Design svaraði:
Dear Kaarina, there were 4 sts on each front piece in A.4 at the beg, you increase 4 sts in A.4 and repeat the increases 27more times = 4+4+27=35 sts for front pieces between bands and raglan sts. On back piece you had 7 sts between both A.3, you increase 8 sts in A.4 + 27 more times 2 sts = 7+8+2x27= 69 sts; Hope it can help. Happy knitting!
30.01.2024 - 07:21
Ulla skrifaði:
Thank you for your recent reply however it didn\'t answer my question. I know what ribbing is but the pattern says k1, p1 until the last stitch, then k1 and to repeat this until the work reaches 7cm. If I repeat the same instruction on the other side the first and last stitch will be knit thereby creating a moss stitch. The instruction is misleading...?
07.12.2023 - 17:55DROPS Design svaraði:
Dear Ulla, from wrong side knit the knit and purl the purl, this means when from RS you start with K1, P1 and end with K1, from WS you will start with P1, K1 and end with P1. Happy knitting!
08.12.2023 - 08:35
Ulla skrifaði:
I love your website and all the patterns you offer. I started this cardigan and have already a question about the neck. I CO 129 stitches and purled first row. Then the instruction is to k1, p1 until the last stitch which will be k1. When I turn it to the WS I start with k1, p1. This gives me moss stitch, not ribbing as mentioned. What am I missing?
06.12.2023 - 17:51DROPS Design svaraði:
Hi Ulla, When working the rib back from the wrong side, the stitches that were knitted on the right side are purled on the wrong side and the stitches that were purled on the right side are knitted on the wrong side. Happy crafting!
07.12.2023 - 06:43
FRANCESCA skrifaði:
Buongiorno A1eA5 sono messi male. Vanno specchiati altrimenti viene con scollo a V e non come da foto. Purtroppo io me ne sono accorta solo a metà lavoro e non potete immaginare il dispiacere nel disfare specialmente perché stavo facendo una CL
28.11.2023 - 08:01DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, non ci sono correzioni riguardo i modelli: ha seguito correttamente la lavorazione partendo dal basso verso l'alto e da destra verso sinistra per i ferri di andata e da sinistra a destra per quelli di ritorno? Buon lavoro!
30.11.2023 - 23:01
Spice Market Cardigan#spicemarketcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, áferðamynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-27 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð í A.2 og A.3. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Fellið af næstu 2 lykkjur, prjónið næstu 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax á eftir stroffi í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9-10-10-9-9 cm millibili. LASKALÍNA (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út um 1 lykkju á eftir/undan prjónamerki á ermum þannig: Prjónið fram að fyrsta prjónamerki á ermi, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið fram að 1 lykkju á undan næsta prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt. Endurtakið á hinni erminni (= 4 lykkjur fleiri á ermum). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka í eitt niður að klauf í hliðum, síðan eru framstykkin og bakstykkið prjónað fram og til baka hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 119-123-129-133-139-143 lykkjur með DROPS Sky yfir stuttan hringprjón 4,5 og stuttan hringprjón 3,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 4,5 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjón 3,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið svona þar til stykkið mælist 7 cm. Nú eru fitjaðar upp 8 nýjar lykkjur í hvorri hlið = 135-139-145-149-155-159 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður, þær 8 nýju lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantlykkjur að framan). Með þessu verður kantur í hálsmáli tvöfaldur, meðan kantar að framan í garðaprjóni verða ekki tvöfaldir (kantur við miðju að framan verður þar með ekki eins þykkur þegar honum er hneppt). Prjónið stroff þar til stykkið mælist 14 cm. Nú er stroffið brotið þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð frá réttu í stroffprjóni eins og áður, jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti (byrjið og endið með 8 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið). Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Setjið 1 prjónamerki hér, stykkið er nú mælt héðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 26-26-28-28-30-30 lykkjur jafnt yfir (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni og lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan) = 109-113-117-121-125-129 lykkjur. Prjónið mynstur frá réttu þannig: 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, A.2, setjið 1 prjónamerki hér (vinstra framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-13-15-9-11-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið eitt prjónamerki hér (ermi), A.3, A.4 (mitt að aftan), A.2, setjið eitt prjónamerki hér (bakstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-13-15-9-11-13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setið eitt prjónamerki hér (ermi), A.3, A.5, 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (hægra framstykki). Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á ermum og það hefur verið aukið út um 1 lykkju í hverju A.2 / A.3 á framstykkjum og á bakstykki = 117-121-125-129-133-137 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram fram og til baka og aukið út fyrir laskalínu á ermum í annarri hverri umferð 21-25-26-31-31-30 lykkjur til viðbótar (alls 22-26-27-32-32-31 sinnum), JAFNFRAMT þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 2 síðustu umferðir í hverri mynsturteikningu endurteknar á hæðina 20-23-27-28-33-36 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. þar til það eru 55-61-69-71-81-87 lykkjur sléttprjón á milli A.2 og A.3 á bakstykki og það eru 28-31-35-36-41-44 lykkjur sléttprjón á milli A.2/A.3 og kant að framan á hvoru framstykki) = 301-333-357-385-409-421 lykkjur. Haldið áfram með áferð yfir 15-15-15-19-19-19 lykkjur í A.2 og A.3, 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm mælt frá prjónamerki mitt að framan. Næsta umferð frá röngu er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 51-54-58-63-68-71 lykkjur (hægra framstykki), setjið næstu 57-67-71-75-77-77 lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-16 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 85-91-99-109-119-125 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 57-67-71-75-77-77 lykkjur á þráð (ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-16 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 51-54-58-63-68-71 lykkjur sem eftir eru á prjóni eins og áður (= vinstra framstykki). Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 207-219-235-259-279-299 lykkjur. Haldið áfram með 2 síðustu umferðir í A.2 og A.3, 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stykkið mælist 22 cm. Setjið fyrstu og síðustu 56-59-63-69-74-79 lykkjur á þráð fyrir vinstra og hægra framstykki. Prjónið síðan fram-/bakstykki til loka hvert fyrir sig þannig að það myndist klauf í hvorri hlið BAKSTYKKI: = 95-101-109-121-131-141 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 24-24-28-28-32-38 lykkjur jafnt yfir = 119-125-137-149-163-179 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 2 kantlykkjur garðaprjón. Þegar stroffið mælist 8 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka 56-59-63-69-74-79 lykkjur af þræði á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 13-12-16-16-19-22 lykkjur jafnt yfir = 69-71-79-85-93-101 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 8 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 8 cm, fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt (spegilmynd). ERMI: Setjið 57-67-71-75-77-77 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-12-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 67-77-81-87-89-93 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur undir ermi (= 5-5-5-6-6-8 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7½-3½-3-2-2-2 cm millibili alls 5-9-10-12-12-13 sinnum. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð til loka, eru 57-59-61-63-65-67 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-35-34-32-31-29 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 11 lykkjur jafnt yfir = 68-70-72-74-76-78 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 41-39-38-36-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op við miðju framan á kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #spicemarketcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.