Sonja skrifaði:
"TASKUT: Neulo seuraavalla kerroksella etukappaleeseen 2 taskupussia näin: Taskupussit ovat kaksinkertaiset ja ne ommellaan louksi yhteen sivusta." P-kirjain puuttuu sanasta "lopuksi". Nyt ohjeessa lukee louksi.
10.06.2023 - 15:59
MILLOT skrifaði:
Je ne comprends pas très bien comment on tricote les poches en double
11.10.2022 - 12:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Millot, vous tricotez toute la hauteur de la poche qui sera ensuite pliée en double pour continuer le pull; à la fin, vous assemblerez les côtés de la poche, raison pour laquelle, on les tricote "en double". Bon tricot!
11.10.2022 - 13:14
Laveda Loose skrifaði:
Winter Walk is a great name for this knitted piece!
06.08.2022 - 17:50
Liv skrifaði:
Winter walk
06.08.2022 - 00:20
Karen skrifaði:
Tweetgarn und Oversizedlook – perfekt.
05.08.2022 - 13:42
Thomasina Freeman skrifaði:
A good looking ~Autumn Winter knit, and the pockets are a plus.
05.08.2022 - 09:40
Autumn Woods#autumnwoodssweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð síð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni og köðlum. Stærð XS - XXL.
DROPS 236-8 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir handvegi og hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN Á UMFERÐ ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, prjónið A.1 yfir næstu 3 lykkjur. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1 yfir næstu 3 lykkjur, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í BYRJUN Á UMFERÐ ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, prjónið A.2 yfir næstu 3 lykkjur. FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 yfir næstu 3 lykkjur, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið 1 lykkju slétt fram hjá prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir bakstykki og framstykki og stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að ermakúpu, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Að lokum eru prjónaður upp kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 188-204-220-236-260-276 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið 1 umferð slétt, Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Þegar stroffið mælist 4 cm, prjónið 1 umferð slétt og fækkað er um 28-32-36-36-44-44 lykkjur jafnt yfir = 160-172-184-200-216-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 23 cm eru prjónaðir vasar þannig: VASAR: Nú prjónaðir 2 vasapokar á framstykkið, í næstu umferð, þannig: Vasapokarnir eru prjónaðir tvöfaldir og saumaðir saman í hlið í lokin. Prjónið 4-4-6-7-7-7 lykkjur slétt og setjið þær síðan á hjálparprjón/þráð, prjónið 27-29-29-31-33-35 lykkjur slétt, snúið. Nú eru vasarnir prjónaðir yfir 27-29-29-31-33-35 lykkjur þannig: Prjónið sléttprjón og fitjið upp 1 lykkju í lok 2 næstu umferða = 29-31-31-33-35-37 lykkjur fyrir vasa. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar vasinn mælist 36 cm (mælt frá þar sem fyrstu lykkjurnar voru settar á þráð) prjónið vasann saman með peysu í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið kantlykkjur í hvorri hlið saman með lykkju á eftir/undan, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 18-20-22-24-28-32 lykkjur frá fram- og bakstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 27-29-29-31-33-35 lykkjur, snúið og prjónið vasa yfir þessar lykkjur alveg eins. Þegar vasinn hefur verið prjónaður til loka eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir síðustu 84-90-98-107-115-123 lykkjur. Setjið til baka allar lykkjur á prjóninn. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm, fellið af lykkjur fyrir handveg þannig: Prjónið 78-83-88-96-104-111 lykkjur, fellið af næstu 4-6-8-8-8-10 lykkjur, prjónið 76-80-84-92-100-106 lykkjur slétt og fellið af næstu 4-6-8-8-8-10 lykkjur (þ.e.a.s. síðustu 2-3-4-4-4-5 lykkjur og fyrstu 2-3-4-4-4-5 lykkjur í næstu umferð) = 76-80-84-92-100-106 lykkjur í hvoru stykki. Framstykkið og bakstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni, í hvorri hlið á stykki og fækkið lykkjum fyrir handveg þannig: Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1-1-1-2-2-2 lykkjur í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA, fækkið síðan um 1 lykkju í hvorri hlið í 4. hverri umferð alls 0-0-0-1-3-3 sinnum = 74-78-82-86-90-96 lykkjur. Þegar stykkið mælist 58-59-60-62-62-64 cm, setjið miðju 26-26-24-24-26-26 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (24-26-29-31-32-35 lykkjur eftir á hvorri öxl). Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 2 lykkjur fyrir hálsmáli – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 20-22-23-25-26-29 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki og fækkið lykkjum fyrir handveg eins og á bakstykki = 74-78-82-86-90-96 lykkjur. Þegar stykkið mælist 63-65-67-68-70-72 cm, fellið af miðju 32-32-34-34-36-36 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig (21-23-24-26-27-30 lykkjur eftir á hvorri öxl). Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja fyrir hálsmáli = 20-22-23-25-26-29 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 44-44-48-48-52-52 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 1 umferð slétt. Síðan er prjónað stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6-4-6-4-6-6 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-44-46-46 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 9-10-8-10-8-10 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 11-12-13-13-14-15 sinnum = 60-64-68-70-74-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 46-46-46-43-42-42 cm, prjónið næstu umferð þannig: Byrjið 2-3-4-4-4-5 lykkjum á undan prjónamerki, fellið af 4-6-8-8-8-10 lykkjur, prjónið sléttprjón út umferðina = 56-58-60-62-66-66 lykkjur. Prjónið síðan ermakúpu þannig: Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka og fellið af lykkjur í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 9-9-10-5-4-4 lykkjur í byrjun á hverri umferð alls 2-2-2-5-6-6 sinnum = 20-22-20-12-18-18 lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju meðfram handvegi. Saumið hliðarsauma á báðum vösum. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp lykkjur frá réttu meðfram hálsmáli með hringprjón 4 og 1 þræði í hvorri tegund þannig: Prjónið upp 84 til 116 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði mitt að framan). Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar kantur í hálsmáli mælist 5 cm. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnwoodssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.