Phi skrifaði:
Quand l’ouvrage mesure 46-47-48-49-50-51 cm, c’est à partir des côtes où à partir du jersey?
17.09.2022 - 14:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Phi, c'est la hauteur totale, y compris les côtes, autrement dit, mesurez à partir du rang de montage. Bon tricot!
19.09.2022 - 09:19
Travellers Rest#travellersrestsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með háu hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 233-8 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. TILFÆRSLA Á LYKKJUM Í HÁLSMÁLI: VINSTRA FRAMSTYKKI: Fækkað er um 1 lykkju á undan prjónamerki og aukið er út um 1 lykkju á eftir prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina eins og áður. ATH: Til að koma í veg fyrir að stroffið dragist saman, aukið út um 1 lykkju án þess að fækka lykkjum á eftir 3. hverja útaukningu / úrtöku. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð og prjónaður jafnóðum inn í stroffprjón 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið (séð frá réttu). Þ.e.a.s. aukið út og fækkið lykkjum þannig: UMFERÐ 1: Aukið út og fækkið UMFERÐ 2-4: Prjónið eins og áður UMFERÐ 5: Aukið út og fækkið UMFERÐ 6-8: Prjónið eins og áður UMFERÐ 9: Aukið út og fækkið UMFERÐ 10: Prjónið eins og áður UMFERÐ 11: Aukið út UMFERÐ 12: Prjónið eins og áður. Endurtakið þessar 12 umferðir. HÆGRA FRAMSTYKKI: Aukið er út um 1 lykkju á undan prjónamerki og fækkað er um 1 lykkju á eftir prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið út umferðina eins og áður. Aukið út og fækkið lykkjum alveg eins og á vinstra framstykki. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 44, 51, 59 og 67 cm M: 46, 53, 61 og 69 cm L: 48, 55, 63 og 71 cm XL: 49, 57, 65 og 73 cm XXL: 51, 59, 67 og 75 cm XXXL: 53, 61, 69 og 77 cm Fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6 cm. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkju (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og frágangur er gerður eins og útskýrt er í uppskrift. Hálsmálið er formað með því að færa til lykkjur þannig að það verða fleiri lykkjur í stroffprjóni við miðju að framan og færri lykkju í sléttprjóni að hlið. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 87-96-102-111-120-129 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 9-10-10-11-10-11 lykkjur jafnt yfir = 78-86-92-100-110-118 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er prjónað sléttprjón með 1 lykkju garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm, fellið af 2-5-6-8-12-14 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 74-76-80-84-86-90 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 lykkju garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið af miðju 36-36-36-42-42-42 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 18-19-21-20-21-23 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafnmargar lykkjur og á bakstykki og prjónið alveg eins og bakstykki þar til stykkið mælist 43-45-47-48-50-52 cm = 78-86-92-100-110-118 lykkjur. Nú skiptist stykkið og aukið er út og lykkjum fækkað í umferð til að forma hálsmálið. Setjið síðustu 39-43-46-50-55-59 lykkjur á þráð, prjónið síðan yfir fyrstu 39-43-46-50-55-59 lykkjur þannig: VINSTRA FRAMSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir næstu 31-35-38-42-47-51 lykkjur, 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur garðaprjón og fitjið upp 4 lykkjur í lok umferðar = 43-47-50-54-59-63 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 7 lykkjur garðaprjón, 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur brugðið og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið út umferðina eins og áður. Haldið áfram með þetta mynstur og prjónið TILFÆRSLA Á HÁLSMÁLI – sjá útskýringu að ofan (munið eftir að fella af fyrir handveg – sjá útskýringu að neðan). Aukið út um 1 lykkju og fækkið um 1 lykkju í 4. hverri umferð (= önnur hver umferð frá réttu) alls 12-12-12-15-15-15 sinnum. ATH! Að auki er aukið út um 1 auka lykkju alls 4-4-4-5-5-5 sinnum. Það koma nú til með að verða fleiri og fleiri lykkjur í stroffprjóni við miðju að framan og færri og færri lykkjur í sléttprjóni að hlið. Nú er lykkjum fækkað og aukið út hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), þetta heldur áfram í línu á ská upp að öxl. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm fellið af 2-5-6-8-12-14 fyrstu lykkjur frá hlið við handveg. Þegar tilfærsla á hálsmáli hefur verið gerð til loka, eru 45-46-48-51-52-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, fellið af fyrstu 18-19-21-20-21-23 lykkjur frá hlið = 27-27-27-31-31-31 lykkjur í umferð. Geymið stykkið og prjónið hægra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 4 nýjar lykkjur á prjóninn, setjið til baka 39-43-46-50-55-59 lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið þessar lykkjur þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = 43-47-50-54-59-63 lykkjur. Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 13 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og setjið 1 prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið 3 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur og prjónið TILFÆRSLA Á HÁLSMÁLI – (munið eftir að fella af fyrir handveg – sjá útskýringu að neðan). Aukið út um 1 lykkju og fækkið um 1 lykkju í 4. hverri umferð (= annarri hverri umferð frá réttu) alls 12-12-12-15-15-15 sinnum. ATH! Að auki er aukið út um 1 auka lykkju alls 4-4-4-5-5-5 sinnum. Það koma nú til með að verða fleiri og fleiri lykkjur í stroffprjóni við miðju að framan og færri og færri lykkjur í sléttprjóni að hlið. Nú er lykkjum fækkað og aukið út hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), þetta heldur áfram í línu á ská upp að öxl. Að auki er fellt af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm, fellið af 2-5-6-8-12-14 fyrstu lykkjur frá hlið fyrir handveg. Þegar tilfærsla á hálsmáli hefur verið gerð til loka eru 45-46-48-51-52-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, fellið af fyrstu 18-19-21-20-21-23 lykkjur frá hlið = 27-27-27-31-31-31 lykkjur í umferð. Geymið stykkið. ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, hringinn á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 45-45-48-48-51-54 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 1 þráði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroffprjón (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 8 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið síðan sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11-12-11-12-11-13 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4½-3½-3½-3-3-2½ cm millibili alls 10-12-12-13-13-13 sinnum = 65-69-72-74-77-80 lykkjur. Þegar ermin mælist 56-54-53-52-49-48 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka á hringprjóna (frá miðju undir ermi) á hringprjóna að loknu máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 57 cm í öllum stærðum, þ.e.a.s. það er klauf ca 1-3-4-5-8-9 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klauf efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma, en skiljið eftir neðstu 8 cm = klauf. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Setjið 27-27-27-31-31-31 lykkjur frá hvoru framstykki á hringprjóna 4 og prjónið að auki upp 37-37-37-45-45-45 lykkjur frá kanti í hálsmáli á bakstykki = 91-91-91-107-107-107 lykkjur á prjóni. Fyrsta umferð er prjónuð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 8 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og saumið saman opið neðst. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #travellersrestsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 233-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.