Karen Townsend skrifaði:
I asked this question previously but to no avail did I get an answer. I would like to finish this sweater but I really need to know if I’m not doing graph A3 do I do all the last 2 increases on graph A2? And if not doing the increases do I just knit until I reach the proper yoke measurements and then divide the body. I would kindly appreciate an answer so I can get on with my sweater. Thank you
09.09.2025 - 20:58DROPS Design svaraði:
Hi Karen, in A.2 diagram, if you wish to complete it, you have to increase stitches as explained in the pattern, I mean at the arrows no 3, 4, 5 and 6. Happy knitting!
12.09.2025 - 11:46
Karen Townsend skrifaði:
In my previous question on not doing the A3 graph I forgot to ask do I still do all the increases on the size L. Sorry for being a bother.
06.09.2025 - 21:49DROPS Design svaraði:
Hi Karen, for the size L, you don't have any increases in A.3 diagram. Happy knitting!
12.09.2025 - 11:43
Karen Townsend skrifaði:
I’m not going to do A3 graph so would I just do plain knitting until I reach the proper yoke measurements and then divide body and sleeves.
05.09.2025 - 17:09DROPS Design svaraði:
Hi Karen, you can do that, just stocking stitch, without any increases, they don't apply to the size L. Until uou reach the proper yoke measurements, then divide your work for body and sleeves. Happy knitting!
12.09.2025 - 11:42
Karen Townsend skrifaði:
I’m certainly not a scammer just need some help with the A-1 graph. Just need to have the graph explained. Sorry that I’m not understanding it
30.08.2025 - 21:34DROPS Design svaraði:
Hi Karen, please see my previous answer. Happy knitting!
12.09.2025 - 11:36
Karen Townsend skrifaði:
I sent a question in regards to A1 graph I’m on the start of round 9 and hoping I’m doing it correctly. As I sent a question on the 24 th asking if I was reading the graph correctly.
29.08.2025 - 21:42DROPS Design svaraði:
Hi Karen, round 9, A.1: K1, YO, (slip 1 stitch as if to knit, knit 1 and pass the slipped stitch over the knitted stitch), K1, K2 tog, K2. How to read knitting diagrams you will find HERE. Happy knitting!
12.09.2025 - 11:35
Karen Townsend skrifaði:
I’m sort of confused on the A1 graph. This is how I read it. Round 5 k5 k2 together &between 2 sets make 1 y/o repeat. Round 6 k 6 sets knit the y/o st in back loop and repeat Round 7 y/o slip 1 st k1 & pass st over k3 k2 tog y/o k1 and repeat. So when I do the knit rows I have to be aware of how to work the y/o’s Is this correct.
26.08.2025 - 07:28DROPS Design svaraði:
Dear Karen, in round 5 of A.1 you have: knit 6, knit 2 together, 1 yarn over. In round 6 you knit over all stitches and the yarn over is worked twisted (in the chart, the black yarn over is twisted and the white yarn over is slipped and placed twisted). In round 7, start with 1 yarn over, slip 1, knit 1, pass slipped stitch over, knit 3, knit 2 together, 1 yarn over, knit 1. So you need to remember how the yarn overs are worked when working the next round. Happy knitting!
31.08.2025 - 21:05
Karen Townsend skrifaði:
I’m not going to knit the double neck instead I’m doing 1/12” of 1x1 ribbing. Do I still do the increase of 36 stitches?
24.08.2025 - 06:15DROPS Design svaraði:
Hi Karen, Yes, the extra stitches are for the yoke. Regards, Drops Team.
25.08.2025 - 06:39
Karen Townsend skrifaði:
What is the ease on this sweater. If bust is 39” should I knit the Medium size.
21.08.2025 - 21:16DROPS Design svaraði:
Dear Karen, the measurements in the size chart are the final measurements of the garment. Size M has a 39.37 in bust, which would be too tight to fit a 39" bust. So it would be better to work an L size in this case, with a 42.52 in bust. Happy knitting!
26.08.2025 - 23:15
Lilith skrifaði:
Heisann, jeg jobber med diagram A. 1 og lurer på flere ting; skal kastene på pinnen kastes på fra oversiden eller undersiden? (I videoen deres om kast, kaster dere den på fra oversiden, men jeg gar merket at hvis man kaster på fra undersiden unngår man hull fullstendig) Hvordan kan man se hvilken vei et strikket kast på pinnen er vridd? Kunne dere utdypet hvordan man skal strikke kastene på pinnen?
09.07.2025 - 15:54
Roshanka skrifaði:
Hi. In charts A1. It says "knit the yarn over twisted (work in the back loop) to avoid a hole. The stitch twists to the left" and "on the next round slip the yarn over from the left needle and place it back the other way round. Knit the yarn over in the front loop to avoid a hole. The stitch twists to the right". I can't understand it. Try to find a tutorial on YT. But didn't get the luck so far. Can you explain this more. Thank you.
04.05.2025 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dear Roshanka, we don't have an exact video about this type of increase but it's worked similarly to this video . Instead of lifting the stitch you work a yarn over; then, work over this yarn over as shown in the video so that it twists towards the desired side. To twist towards the left, knit the yarn over twisted, that is, in the back loop, on the next round. To twist towards the right, slip the yarn over from the left needle, without working it, and twist it as you put it back, then knit in the front loop. Happy knitting!
04.05.2025 - 22:23
Miss Summerbee Sweater#misssummerbeesweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-2 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið 14-15-16-16-17-18 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-30-32-32-34-36 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-45-48-48-51-54 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 56-60-64-64-68-72 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 70-75-80-80-85-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 84-90-96-96-102-108 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 98-105-112-112-119-126 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 112-120-128-128-136-144 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka mitt að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 32) = 3,8. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca 3. og 4. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 120-124-130-136-140-146 lykkjur með DROPS Flora yfir stuttan hringprjón 3 og stuttan hringprjón 2,5 sem haldið er saman. Dragið út stuttan hringprjón 3 og haldið lykkjum eftir á stuttum hringprjóni 2,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 32-36-38-40-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 152-160-168-176-184-192 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (mitt að framan) – prjónamerkið er notað til að mæla frá. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2-2-6-6-8-10 umferðir sléttprjón. Prjónið síðan 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir 4 umferðir garðaprjón, prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-1: Aukið út 40-40-48-56-64-64 lykkjur jafnt yfir = 192-200-216-232-248-256 lykkjur. Ör-2: Aukið út 48-52-60-68-64-74 lykkjur jafnt yfir = 240-252-276-300-312-330 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 hringinn yfir allar lykkjur. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-3: Aukið út 102-108-114-126-126-138 lykkjur jafnt yfir = 342-360-390-426-438-468 lykkjur (það er aukið út sérlega mikið þar sem næsta mynstur dregur stykkið saman). Ör-4: Fækkið um 6-6-6-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 336-354-384-414-426-456 lykkjur. Ör-5: Aukið út 24-30-30-30-36-42 lykkjur jafnt yfir = 360-384-414-444-462-498 lykkjur. Ör-6: Aukið út 16-24-26-28-34-38 lykkjur jafnt yfir = 376-408-440-472-496-536 lykkjur. Útaukning hefur verið gerð til loka í stærð S, M og L. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn yfir allar lykkjur. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig (á einungis við stærð XL, XXL og XXXL): Ör-7 (XL, XXL og XXXL): Aukið út 16-24-24 lykkjur jafnt yfir = 488-520-560 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú heldur A.3 áfram eins og útskýrt er að neðan. Að auki skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. Lestu því kaflann MYNSTUR og SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: S og M: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (alls 3 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur. ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. L: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið 6 fyrstu umferðir í mynstureiningu merktri með stjörnu (alls 4 umferðir á hæðina með hnútum). Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur. ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. XL, XXL og XXXL: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, endurtakið mynstureiningu merktri með stjörnu þar til prjónaðar hafa verið alls 5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum. Síðan er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur. ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 56-61-65-72-79-86 lykkjur eins og áður (½ bakstykki), setjið næstu 76-82-90-100-102-108 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóni (í hlið undir ermi), prjónið 112-122-130-144-158-172 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 76-82-90-100-102-108 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 56-61-65-72-79-86 lykkjur eins og áður (½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 240-260-280-308-340-368 lykkjur. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH: Eftir skiptinguna kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir hvorri ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er í hvorri hlið undir ermum, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni (mynstrið á að halda fallega áfram á framstykki og bakstykki yfir lykkjur frá berustykki). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (eftir alls 3-3-4-5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 48-52-56-62-68-74 lykkjur jafnt yfir = 288-312-336-370-408-442 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 76-82-90-100-102-108 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 84-90-100-110-114-120 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem prjónaðar voru upp undir ermi. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH. Eftir skiptingu kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið síðan sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-4-2-3-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-3½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 8-10-14-17-18-20 sinnum = 68-70-72-76-78-80 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-14-14-14-14-16 lykkjur jafnt yfir = 80-84-86-90-92-96 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-42-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misssummerbeesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.