Pascale skrifaði:
De verdeling klopt niet: . Brei 1 naald recht en meerder 6-6-12-10-18-22 steken verdeeld = 84-88-96-96-108-116 steken. Voeg nu 4 markeerdraden in het werk zoals uitgelegd hieronder. Gebruik de markeerdraden bij het meerderen voor de raglan. Tel 13-14-16-16-19-21 steken (helft van het achterpand), voeg de 1e markeerdraad in de volgende steek, tel 14 steken (mouw), voeg de 2e markeerdraad in de volgende steek, tel 26-28-32-32-38-42 st Dit is in totaal 92 steken en geen 96
24.09.2022 - 09:39
Cinzia Galli skrifaði:
Buongiorno sto lavorando questo modello ma non mi torna il n delle maglie: voi indicate per la taglia s 64 maglie davanti 42 maniche e64 per il dietro. Ma avendo lavorato i ferri accotciati per lo scollo , le maglie del dietro sono più di quelle del davanti almeno 10 in più. Cosa devo fare? Se faccio aumeenti solo sul raglan davanti mi verrà una gobba . Che fare? Grazie
22.09.2022 - 12:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Cinzia, alla fine degli aumenti per raglan ha ottenuto 212 maglie come indicato per la taglia S? Buon lavoro!
22.09.2022 - 16:17
Erna skrifaði:
Zie tekst " 1 draad DROPS Soft Tweed en 1 draad DROPS Kid-Silk (2 draden) " Wordt dit patroon nu met 1 draad of met 2 draden kidsilk gemaakt?
16.09.2022 - 14:33DROPS Design svaraði:
Dag Erna,
Je gebruikt van elke kwaliteit 1 draad, dus 1 draad van Soft Tweed en 1 draad van Kid-Silk. Je breit dus met 2 draden in totaal.
19.09.2022 - 21:25
Sara skrifaði:
Ciao, non voglio utilizzare il mohair, posso semplicemente eliminarlo e lavorare solo il soft tweed seguendo lo schema o devo avere qualche accorgimento? Grazie
16.09.2022 - 11:54DROPS Design svaraði:
Buonasera Sara, togliendo il mohair il capo perderà di morbidezza e il risultato finale sarà diverso da quello nella foto: si ricordi di controllare che il suo campione corrisponde a quello indicato. Buon lavoro!
17.09.2022 - 19:23
Autumn Ballade#autumnballadesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 235-26 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður, áður en stykkið skiptist og prjónað er fram og til baka fyrir klauf. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón. HÁR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-82-84-86-90-94 lykkjur með 1 þræði DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (2 þræðir) á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-12-10-18-22 lykkjur jafnt yfir = 84-88-96-96-108-116 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 13-14-16-16-19-21 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 26-28-32-32-38-42 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 13-14-16-16-19-21 lykkjur eftir í umferð (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. HÁLSMÁL: Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 3 lykkjur á undan 3. prjónamerki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan ef þú hugsar um þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki (hægri hlið á hálsmáli að framan). Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 7 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá réttu þar til prjónaðar hafa verið 7 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki – munið eftir útaukningu fyrir laskalínu. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 11 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá réttu þar til prjónaðar hafa verið 11 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki – munið eftir útaukning fyrir laskalínu. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Byrjið mitt að aftan og haldið áfram með útaukningar fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 10-13-14-16-20-21 sinnum (meðtaldar útaukningar á stuttu umferðunum). Aukið síðan út í 4. hverri umferð 6-6-6-6-5-5 sinnum = 212-240-256-272-308-324 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið án útaukningar þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm mitt að framan (mælt eftir hálsmál). Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 32-36-39-41-47-50 lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 42-48-50-54-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 64-72-78-82-94-100 lykkjur (framstykki), setjið næstu 42-48-50-54-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 32-36-39-41-47-50 lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-156-168-180-204-220 lykkjur. Byrjið umferð mitt á milli nýrra lykkja undir annarri erminni og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 25 cm frá skiptingu. Haldið eftir fyrstu 70-78-84-90-102-110 lykkjum á prjóni og setjið síðustu 70-78-84-90-102-110 lykkjur á þráð. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 5-5-5-7-7-7 lykkjur jafnt yfir = 75-83-89-97-109-117 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju garðaprjón. Haldið áfram með stroff í 3 cm. Fellið af. Setjið lykkju af þræði á hringprjón 4 og prjónið á sama hátt. ERMI: Setjið 42-48-50-54-60-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-54-56-62-68-72 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 10-6-6-3½-3-2½ cm millibili alls 3-5-5-7-8-9 sinnum = 42-44-46-48-52-54 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 37-36-34-32-31-29 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 40-39-37-35-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumnballadesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.